6. flokkur í öðru sæti á Íslandsmóti BLÍ

Um síðustu helgi tóku krakkarnir í 6. Flokki í blaki þátt í fyrri hluta Íslandsmótins í krakkablaki. Krakkarnir spiluðu á þriðja stigi, þar sem boltinn er gripinn í annari snertingu. Allir krakkarnir sem æfa hjá Fylki byrjuðu að æfa blak á þessu tímabili og voru þau því öll að keppa á sínu fyrsta blakmóti. Krakkarnir mættu Vestri, Huginn, og Völsung. Eftir fyrsta daginn voru krakkarnir í efsta sæti í sínum riðli með fimm stig eftir þrjá leiki. Krakkarnir spiluðu síðan í úrslitaleiknum daginn eftir en töðuðu þá fyrir Vestri í oddahrinu. Silfur var því rauninn og er það frábær árangur á þessu fyrsta blakmóti tímabilsins. 

 

mynd1blak

Aðalfundur blakdeildar

Aðalfundur Blakdeildar Fylkis verður haldinn fimmtudaginn 12. maí kl 19:30 í Fylkissal.

Ég hvet alla til að mæta.

Dagskrá

Skýrsla stjórnar

Reikningar starfsársins lagðir fram

Vetrarstarfið 2015-2016

Reglugerðabreytingar

Kosning í stjórn og ráð

Önnur mál

Léttar veitingar í boði

bestu kveðjur,

Einar Ólafsson

formaður blakdeildar Fylkis