Fylkir vann gullverðlaunahafana

Fylkir fór með sigur af hólmi í síðasta leik sínum í 1. deild Íslandsmótsins í blaki gegn taplausu liði Hrunamanna fram að því. Úrslitin urðu 3-2 og hrinurnar fóru 25-17, 25-19, 22-25, 21-25, 15-12. Fylkir hreppti þriðja sæti deildarinnar og er með 18 stig. Í öðru sæti eru HK B með 25 stig en Hrunamenn eru í fyrsta sæti með 26 stig og tóku þeir við gullinu eftir leikinn í gærkvöldi.

Íslandsmeistarar í blaki

Karlalið Fylkis sem lék í 2. deild í vetur hreppti Íslandsmeistaratitilinn. Fyrirkomulag Íslandsmótsins í 2. deild var þannig að þrjú tveggja daga mót voru haldin yfir veturinn,

Öruggur sigur 1. deildar-manna í blaki

 

Fylkir fékk lið Aftureldingar í heimsókn á þriðjudagskvöld. Fylkismenn spiluðu vel og voru með örugga forystu í öllum þremur hrinunum sem enduðu þannig: 25 -14, 25-18 og 25-16. Eins og staðan er núna er liðið í þriðja sæti, fjórum stigum eftir HK B sem er í öðru sæti. Á toppnum tróna Hrunamenn sem hafa unnið alla leiki sína í deildinni.

Góður sigur blakkvenna á heimavelli

1. deildarlið Fylkis spilaði afar vel á móti sterku liði Álftanes og bar öruggan sigur úr bítum 3 - 0. Liðið kom ákveðið til leiks og leiddi allar hrinur leiksins. Mikil barátta var í Fylkiskonum sem voru staðráðnar í að vinna þennan leik eftir súrt tap í síðastu leikjum.

Tveir blakleiki í kvöld

 Í kvöld föstudagskvöldið 15.nóv verða tveir spennandi blakleikir í Fylkishöll. Skellur frá Ísafirði kemur í heimsókn. Karlaleikurinn er klukkan 19:30 og kvennaleikurinn kl 21.

Komum og sjáum spennandi leiki - Áfram Fylkir.