Fimm blakleikir þessa helgi

Fimm blakleikir um helgina, þrír í Mizuno-deildum - úrvalsdeild - og tveir í 1. deild

Það verður líf og fjör í blakinu um helgina. KA og Skellur heimsækja karlana og UMFG heimsækir konurnar.

Karlalið Fylkis er með sameiginlegt lið með Þrótti Reykjavík þennan vetur í Mizuno-deild og 1. deild.

Fyrsti leikurinn er á föstudagskvöld kl 20, þegar karlalið Þróttar R / Fylkis spilar við KA
Annar leikur liðanna er svo á laugardag kl 16:30. Hörkuspennandi leikir.

Þriði leikurinn er svo á laugardag kl 18:30 þegar karlarnir í 1.deildarliði Fylkis / Þróttar fá Skell frá Ísafirði.

Skellirnir eru "ískaldir" þegar þeir skora ;-)

Fjórði leikurinn er á sunnudag kl 13 þegar 1. deildarkarlarnir leika aftur við Skell

Fimmti leikurinn er svo síðar á sunnudag, kl 15 þegar konurnar taka á móti UMFG í Mizuno-deildinni. Bæði liðin komu inn í

Mizuno-deildina í haust og við reiknum með spennandi leik.

Komum á pallana og hvetjum okkar lið !

Áfram Fylkir.

Happdrætti!

Þrjár deildir félagsins, blakið, handboltinn og fótboltinn, hafa sett í gang veglegt páskahappdrætti og verða miðar til sölu núna næstu daga. Dregið verður miðvikudaginn 16. apríl. 

Yfir 300 vinningar eru í boði!  Fyrsti vinningur er 47" sjónvarp frá Sjónvarpsmiðstöðinni að verðmæti 250 þúsund, annar vinningur stórt og veglegt Berghoff grill frá Takk að verðmæti 191 þúsund, svo koma þrír vinningar á 100 þúsund sem eru ferðavinningur frá Vita ferðum, 39" sjónvarp frá Sjónvarpsmiðstöðinni og 29" reiðhjól frá Erninum. Fjöldi annarra glæsilegra vinninga - heildarskrá yfir vinninga má nálgast hér!

Kaupið endilega miða og styrkið með því starfið í þessum deildum og um leið þá iðkendur sem eru að selja!

Fylkir vann gullverðlaunahafana

Fylkir fór með sigur af hólmi í síðasta leik sínum í 1. deild Íslandsmótsins í blaki gegn taplausu liði Hrunamanna fram að því. Úrslitin urðu 3-2 og hrinurnar fóru 25-17, 25-19, 22-25, 21-25, 15-12. Fylkir hreppti þriðja sæti deildarinnar og er með 18 stig. Í öðru sæti eru HK B með 25 stig en Hrunamenn eru í fyrsta sæti með 26 stig og tóku þeir við gullinu eftir leikinn í gærkvöldi.

Íslandsmeistarar í blaki

Karlalið Fylkis sem lék í 2. deild í vetur hreppti Íslandsmeistaratitilinn. Fyrirkomulag Íslandsmótsins í 2. deild var þannig að þrjú tveggja daga mót voru haldin yfir veturinn,

Öruggur sigur 1. deildar-manna í blaki

 

Fylkir fékk lið Aftureldingar í heimsókn á þriðjudagskvöld. Fylkismenn spiluðu vel og voru með örugga forystu í öllum þremur hrinunum sem enduðu þannig: 25 -14, 25-18 og 25-16. Eins og staðan er núna er liðið í þriðja sæti, fjórum stigum eftir HK B sem er í öðru sæti. Á toppnum tróna Hrunamenn sem hafa unnið alla leiki sína í deildinni.

Góður sigur blakkvenna á heimavelli

1. deildarlið Fylkis spilaði afar vel á móti sterku liði Álftanes og bar öruggan sigur úr bítum 3 - 0. Liðið kom ákveðið til leiks og leiddi allar hrinur leiksins. Mikil barátta var í Fylkiskonum sem voru staðráðnar í að vinna þennan leik eftir súrt tap í síðastu leikjum.