Aðalfundur blakdeildar

Aðalfundur Blakdeildar Fylkis verður haldinn fimmtudaginn 12. maí kl 19:30 í Fylkissal.

Ég hvet alla til að mæta.

Dagskrá

Skýrsla stjórnar

Reikningar starfsársins lagðir fram

Vetrarstarfið 2015-2016

Reglugerðabreytingar

Kosning í stjórn og ráð

Önnur mál

Léttar veitingar í boði

bestu kveðjur,

Einar Ólafsson

formaður blakdeildar Fylkis

Vel lukkað jólamót blakdeildar

Blakdeildin hélt sitt árlega jólamót á laugardaginn. Við byrjuðum ansi snemma, fyrsti leikur átti að hefjast kl:8 (mæting 30 mín fyrr). Snjórinn seinkaði okkur aðeins þar sem margir voru fastir heima eða festust að reyna að leggja við Fylkishöllina. Mótið stóð til að verða 7 um kvöldið.

Á jólamótinu gefum við keppendum piparkökur, vörur frá Lýsi, hangiket frá Kópaskeri og 1 happadrættismiða allt frítt. Á milli sumra leikja var tekin skottís og hópdans sem allir taka þátt í. Þetta mót er haldið í sjöunda skiptið í ár og er beðið eftir að skráning hefjist. Fyrstu 10 mín eftir að skráning opnaði voru 26 lið búin að skrá sig af  36!

Ekki eru veitt verðlaun heldur tökum við 10% af þátttökugjöldunum og í ár fengum við fleiri fyrirtæki til að styrkja með okkur mjög gott málefni og söfnuðust 140.000 sem við færum BUGL. 

 http://www.ruv.is/sarpurinn/ruv/ithrottir/20151128  

Vel lukkað jólamót

Blakdeildin hélt sitt árlega jólamót á laugardaginn. Við byrjuðum ansi snemma, fyrsti leikur átti að hefjast kl:8 (mæting 30 mín fyrr). Snjórinn seinkaði okkur aðeins þar sem margir voru fastir heima eða festust að reyna að leggja við Fylkishöllina. Mótið stóð til að verða 7 um kvöldið.

Á jólamótinu gefum við keppendum piparkökur, vörur frá Lýsi, hangiket frá Kópaskeri og 1 happadrættismiða allt frítt. Á milli sumra leikja var tekin skottís og hópdans sem allir taka þátt í. Þetta mót er haldið í sjöunda skiptið í ár og er beðið eftir að skráning hefjist. Fyrstu 10 mín eftir að skráning opnaði voru 26 lið búin að skrá sig af  36!

Ekki eru veitt verðlaun heldur tökum við 10% af þátttökugjöldunum og í ár fengum við fleiri fyrirtæki til að styrkja með okkur mjög gott málefni og söfnuðust 140.000 sem við færum BUGL. 

 http://www.ruv.is/sarpurinn/ruv/ithrottir/20151128  

 

Fimm blakleikir þessa helgi

Fimm blakleikir um helgina, þrír í Mizuno-deildum - úrvalsdeild - og tveir í 1. deild

Það verður líf og fjör í blakinu um helgina. KA og Skellur heimsækja karlana og UMFG heimsækir konurnar.

Karlalið Fylkis er með sameiginlegt lið með Þrótti Reykjavík þennan vetur í Mizuno-deild og 1. deild.

Fyrsti leikurinn er á föstudagskvöld kl 20, þegar karlalið Þróttar R / Fylkis spilar við KA
Annar leikur liðanna er svo á laugardag kl 16:30. Hörkuspennandi leikir.

Þriði leikurinn er svo á laugardag kl 18:30 þegar karlarnir í 1.deildarliði Fylkis / Þróttar fá Skell frá Ísafirði.

Skellirnir eru "ískaldir" þegar þeir skora ;-)

Fjórði leikurinn er á sunnudag kl 13 þegar 1. deildarkarlarnir leika aftur við Skell

Fimmti leikurinn er svo síðar á sunnudag, kl 15 þegar konurnar taka á móti UMFG í Mizuno-deildinni. Bæði liðin komu inn í

Mizuno-deildina í haust og við reiknum með spennandi leik.

Komum á pallana og hvetjum okkar lið !

Áfram Fylkir.


Villa
  • Error loading feed data