Góður sigur blakkvenna á heimavelli

1. deildarlið Fylkis spilaði afar vel á móti sterku liði Álftanes og bar öruggan sigur úr bítum 3 - 0. Liðið kom ákveðið til leiks og leiddi allar hrinur leiksins. Mikil barátta var í Fylkiskonum sem voru staðráðnar í að vinna þennan leik eftir súrt tap í síðastu leikjum. Hrinurnar enduðu svona 25 - 23  , 25 -  17  og 25 - 20. Deildin er afar jöfn og eru Fylkiskonur í þriðja sæti sem stendur en eiga einn leik til góða og geta með sigri komist í annað sæti. Næsti leikur liðsins fer fram nk. föstudag á móti Ými.

blak