Öruggur sigur 1. deildar-manna í blaki

 

Fylkir fékk lið Aftureldingar í heimsókn á þriðjudagskvöld. Fylkismenn spiluðu vel og voru með örugga forystu í öllum þremur hrinunum sem enduðu þannig: 25 -14, 25-18 og 25-16. Eins og staðan er núna er liðið í þriðja sæti, fjórum stigum eftir HK B sem er í öðru sæti. Á toppnum tróna Hrunamenn sem hafa unnið alla leiki sína í deildinni.