Fimm blakleikir þessa helgi

Fimm blakleikir um helgina, þrír í Mizuno-deildum - úrvalsdeild - og tveir í 1. deild

Það verður líf og fjör í blakinu um helgina. KA og Skellur heimsækja karlana og UMFG heimsækir konurnar.

Karlalið Fylkis er með sameiginlegt lið með Þrótti Reykjavík þennan vetur í Mizuno-deild og 1. deild.

Fyrsti leikurinn er á föstudagskvöld kl 20, þegar karlalið Þróttar R / Fylkis spilar við KA
Annar leikur liðanna er svo á laugardag kl 16:30. Hörkuspennandi leikir.

Þriði leikurinn er svo á laugardag kl 18:30 þegar karlarnir í 1.deildarliði Fylkis / Þróttar fá Skell frá Ísafirði.

Skellirnir eru "ískaldir" þegar þeir skora ;-)

Fjórði leikurinn er á sunnudag kl 13 þegar 1. deildarkarlarnir leika aftur við Skell

Fimmti leikurinn er svo síðar á sunnudag, kl 15 þegar konurnar taka á móti UMFG í Mizuno-deildinni. Bæði liðin komu inn í

Mizuno-deildina í haust og við reiknum með spennandi leik.

Komum á pallana og hvetjum okkar lið !

Áfram Fylkir.

Villa
  • Error loading feed data