Samkomulag um uppbyggingu hjá Fylki

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björn Gíslason formaður Fylkis undirrita í dag kl. 15.00 samkomulag um uppbyggingu hjá Fylki.  Skrifað verður undir á aðalvelli Fylkis við Fylkisveg. 

 

Frístundavagn Fylkis fer í jólafrí 16.desember

Frístundavagn Fylkis sem gengur alla virka daga fer í jólarí 16.desember og byrjar svo aftur mánudaginn 8.janúar.  Þau sem eru ekki skráð í allan vetur verða að skrá sig í gegnum skráningarkerfi félagsins og svo sækja kort í Fylkishöll/Fylkissel til að sýna í vagninum.  

Kvöldstarfsmaður óskast !

Íþróttafélagið Fylkir auglýsir eftir starfsmanni til að taka kvöldvaktir í Fylkishöll.  Viðkomandi þarf að vera orðinn 18 ára, duglegur og með góða þjónustulund.

Frekari  upplýsingar veitir Hörður Guðjónsson í síma 861-3317 eða netfangið  This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Frístundavagninn gengur ekki í vetrarfríinu

Nú er vetrarfrí í skólum hverfisins fimmtudaginn 19. okt til og með mánudagsins 23.okt og þá er einnig æfingafrí hjá yngstu iðkendum Fylkis.  Þess vegna mun frístundavagninn og Egilshallarvagninn ekki ganga þessa daga.


Villa
  • Error loading feed data