Jafnréttisstefna Fylkis

Undanfarið hefur mikil umræða átt sér stað í samfélaginu um kynferðislega áreitni og kynbundið ofbeldi í kjölfar #METOO  samfélagsmiðlabyltingarinnar. Konur úr öllum stigum þjóðfélagsins hafa stigið fram með yfirlýsingar og reynslusögur og eru íþróttakonur þar ekki undanskildar. Íþróttaheimurinn hefur verið gagnrýndur fyrir að vera karllægur og konur hafa upplifað að ekki sé tekið mark á athugasemdum þeirra og kvörtunum þegar kemur að kynferðislegri áreitni eða ofbeldi.

Íþróttafélagið Fylkir vill vera félag sem byggir á jafnrétti og félag sem hlúir vel að sínu fólki, óháð kyni. Hjá Fylki gilda Siðareglur sem öllum sem tengjast félaginu ber að fylgja.

 

Einnig er Fylkir með Jafnréttisáætlun  sem á að halda utan um og tryggja jafnræði innan félagsins.

Ef iðkandi, þjálfari eða aðrir sem félaginu tengjast upplifir/hefur vitneskju um eða verður vitni að áreiti eða ofbeldi þá biðjum við viðkomandi að láta framkvæmdastjóra eða íþróttafulltrúa félagsins strax vita. Hægt er að kynna sér Velferðaráætlun félagsins sem meðal annars inniheldur aðgerðaráætlun. Félagið einsetur sér að vinna af vandvirkni og virðingu og eiga öll mál sem upp koma að fara í viðeigandi ferli. Nú á vordögum mun félagið bjóða upp á fræðslu um kynferðislega áreitni og verður fræðslan opin fyrir alla. Nánari dagsetning verður auglýst fljótlega.

Hér má nálgast bækling ÍSÍ um Forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi í íþróttum.

http://isi.is/fraedsla/forvarnir/kynferdislegt-ofbeldi-i-ithrottum/

FYLKIR

Iveta og Ólafur íþróttafólk Fylkis 2017

Kjör á íþróttakonu og íþróttakarli Fylkis var kunngjört í áramótakaffi félagsins í Fylkishöll í dag. 

Íþróttakona Fylkis 2017 er Iveta Ivanova (Karate).

Iveta er í 54. sæti á heimslista í sínum flokki. Hún náði frábærum árangri á árinu og má þar ma.

nefna: 1. sæti á Reykjavíkurleikunum, 1. sæti á Smáþjóðaleikunum og 1. sæti á  Íslandsmeistarmóti.

Karatesamband Íslands útnefndi svo Ivetu karatekonu ársins 2017

Íþróttakarl fylkis 2017 er Ólafur Engilbert Árnason (Karate).

Ólafur er í  35. Sæti á heimslistanum  í sínum flokki og náði frábærum árangi bæði á mótum innanlands og erlendis.  

Hann varð m.a. í 1. sæti á Reykjavíkurleikunum,  2. Sæti á NM ( Norðurlandameistarmót ), 1. sæti á Álaborg open og 2. sæti á Smáþjóðaleikunum.  

Fylkir 2018

Samkomulag um uppbyggingu hjá Fylki

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björn Gíslason formaður Fylkis undirrita í dag kl. 15.00 samkomulag um uppbyggingu hjá Fylki.  Skrifað verður undir á aðalvelli Fylkis við Fylkisveg. 

 

Frístundavagn Fylkis fer í jólafrí 16.desember

Frístundavagn Fylkis sem gengur alla virka daga fer í jólarí 16.desember og byrjar svo aftur mánudaginn 8.janúar.  Þau sem eru ekki skráð í allan vetur verða að skrá sig í gegnum skráningarkerfi félagsins og svo sækja kort í Fylkishöll/Fylkissel til að sýna í vagninum.  

Kvöldstarfsmaður óskast !

Íþróttafélagið Fylkir auglýsir eftir starfsmanni til að taka kvöldvaktir í Fylkishöll.  Viðkomandi þarf að vera orðinn 18 ára, duglegur og með góða þjónustulund.

Frekari  upplýsingar veitir Hörður Guðjónsson í síma 861-3317 eða netfangið  This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Villa
  • Error loading feed data