Vetrarfrí 19.-23. október

Dagana 19.-23.október er vetrarfrí í skólum hverfisins og munu sumir hópar gefa frí á æfingum sömu daga.  Það sem er klárt er að Fimleikadeildin gefur alveg frí og svo munu yngstu fótboltahóparnir vera í fríi.  Foreldrar eru hvattir til að fylgjast vel með tilkynningu frá þjálfurum.

Frístundavagn Fylkis 2017-2018

Frístundavagn Fylkis mun fara af stað mánudaginn 4.september 2017. Fylkir hefur samið við Hópbíla um að sjá um aksturinn í vetur og erum við bjartsýn á að samstarfið muni ganga vel.

Vagninn mun keyra alla virka daga frá 4.september 2017 til 31.maí 2018 samkvæmt meðfylgjandi aksturplani.
Vagninn keyrir ekki í kringum jól (11.desember-5.janúar), páska (26.mars-2.apríl) og á frídögum (19.apr, 1.maí, 10.maí og 21.maí) . Félagið áskilur sér rétt til að gera breytingar á dagskránni sé þess þörf vegna t.d. þátttöku.
Allir sem nýta sér vagninn verða að vera skráðir og fer skráning fram á heimasíðu félagsins www.fylkir.is í gegnum skráningarkerfið. Sú breyting hefur verið gerð á skráningarferlinu að núna er um að ræða sér „námskeið“ sem heitir Frístundavagn Fylkis. Allir sem skrá sig í vagninn fá afhent kort sem krakkarnir sýna bílstjóranum, reiknað með að afhending kortana verði um miðjan september og þess vegna þarf ekki að framvísa neinu fram að þeim tíma. Hægt er að greiða haustið sér og vorið sér og er þá gjaldið 5.000 fyrir hvora önn. Einnig er hægt að greiða fyrir allan veturinn og er þá gjaldið 9.000 kr.
Ferðirnar eru aðallega fyrir krakka í 1. til 4. bekk í grunnskólum hverfisins: Ártúnsskóla, Árbæjarskóla, Selásskóla og Norðlingaskóla. Eldri krakkar geta nýtt sér ferðirnar sé pláss.

Það er á ábyrgð foreldra að frístundaheimilið viti hvenær barnið á að taka vagninn.

Starfsmaður frístundaheimilis mun fylgja þeim sem skráðir eru í frístundaheimili að vagninum.

Það er alltaf á ábyrgð foreldra að börnin fari út á réttum stað og skili sér á æfingu.

Þeir krakkar sem eru með töskur og föt geta geymt það á æfingastaðnum meðan æfingin er. Eftir að æfingu er lokið eru krakkarnir á ábyrgð foreldra.

Ef eitthvað gleymist í vagninum þá er farið með það í Fylkishöll.

Mikilvægt er að foreldrar séu vel vakandi fyrir því hvernig dagskrá hópsins er sem barnið er að æfa með. Æfingar geta fallið niður og stundum er æfingatíma breytt.

Vagninn bíður ekki eftir neinum heldur leggur af stað á umsettum tíma.

Vakni einhverjar spurningar skal þá hafa samband við íþróttafulltrúa Fylkis Hörð Guðjónsson This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..">This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Einnig eru allar ábendingar vel þegnar.

Mikilvæg símanúmer:

Fylkishöll 571-5601
Fylkissel 571-5602
Hópbílar 599-6000


Árbæjarvagninn (Dagskrá alla virka daga)

Ártúnsskóli 14:05
Árbæjarskóli 14:10
Selásskóli 14:16
Fylkissel 14:20
Norðlingaskóli 14:23

Ártúnsskóli 14:33
Árbæjarskóli 14:38
Fylkishöll 14:42
Selásskóli 14:47
Fylkissel 14:52
Norðlingaskóli 14:55

Ártúnsskóli 15:05
Árbæjarskóli 15:10
Selásskóli 15:16
Fylkissel 15:20
Norðlingaskóli 15:23

Ártúnsskóli 15:33
Árbæjarskóli 15:38
Fylkishöll 15:42
Selásskóli 15:47
Fylkissel 15:52
Norðlingaskóli 15:55

-Ártúnsskóli: Vagninn stoppar á hringtorginu við skólann.
-Árbæjarskóli: Vagninn stoppar á bílastæðinu við Árbæjarkirkju / Ársel.
-Fylkishöll: Vagninn stoppar við Fylkishöll ( að neðanverðu ).
-Selásskóli: Vagninn stoppar á bílastæðinu við Selásbraut.
-Fylkissel: Vagninn stoppar fyrir fram aðalinngang.
-Norðlingaskóli: Vagninn stoppar á bílastæðinu við skólann.

 

Sumarnámskeið Fylkis

Fylkir mun bjóða uppá fjölbreytt úrval námskeiða í sumar. Strandblak, fótbolti, handbolti, fimleikar og parkour er það sem í boði verður og er skráning hafin á heimasíðu félagsins.

Fjóla og Máni íþróttafólk Fylkis

Vali á íþróttakonu og íþróttakarli Fylkis 2016 var tilkynnt á fimmtíu ára afmæli félagsins 28.maí síðastliðinn.   Íþróttakona Fylkis er Fjóla Rún Þorsteinsdóttir (fimleikum) og íþróttakarl Fylkis er Máni Karl Guðmundsson (karate) en þau stóðu sig frábærlega á árinu 2016 og eru í fremstu röð í sinni íþróttagrein. Auk þeirra voru tilnefnd Eva Núra Abrahamsdóttir (fótbolti), Katrín Ingunn Björnsdóttir (karate), Natalia Gomzina (blak), Thea Imani Sturludóttir (handbolti), Andrés Már Jóhannesson (fótbolti) og Sergej Diatlovic (blak).

 

fjola og mani

Aðalfundur Íþróttafélagsins Fylkis.

Mánudaginn 29. maí 2017 kl. 19:30 er boðað til aðalfundar Íþróttafélagsins Fylkis í samkomusal Fylkishallar.

Dagskrá:
Hefðbundin aðalfundastörf samkvæmt 10. gr. laga Íþróttafélagsins Fylkis.
Önnur mál.


Aðalstjórn Fylkis.

 


Villa
  • Error loading feed data