Jólakveðja!

Starfsfólk Fylkis óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Minnum á skötuna á Þorlák, flugeldasöluna og Fylkisbrennuna á gamlársdagskvöld.

 

jólakveðja

 

Jólaaugl2016

Fylkir og Landsspítalinn í samstarf

Fylkir og Sérhæfð endurhæfingargeðdeild hófu samstarf á síðasta ári sem hefur gengið mjög vel.  Fulltrúar Fylkis og Landsspítalans hittust á dögunum og fóru yfir stöðuna og þá var ákveðið að halda verkefninu áfram. Verkefnið snýr að því að Landspítalinn hefur fengið inni í íþróttasalnum einu sinni í viku fyrir hreyfingu skjólstæðinga sinna.