Afmælisveisla 28.maí !

Á afmælisdegi félagsins laugardaginn 28.maí verður mikil veisla á Fylkissvæðinu.  Þau sem taka þátt í hlaupinu fá verðlaunapening, grillveislu, frítt í sund og frítt á leik Fylkis og ÍA í pepsi-deildinni, ekkert þátttökugjald, bara mæta í Fylkisstuði..

Arbaejarhlaup Fylkis 2016 02

Afmælisveisla !

Á afmælisdegi félagsins laugardaginn 28.maí verður mikil veisla á Fylkissvæðinu.  Þau sem taka þátt í hlaupinu fá verðlaunapening, grillveislu, frítt í sund og frítt á leik Fylkis og ÍA í pepsi-deildinni, ekkert þátttökugjald, bara mæta í Fylkisstuði..

 

Arbaejarhlaup Fylkis 2016 02

Sumarnámskeið, skráning hefst 1.maí

Það verður boðið upp á fjölbreytt námskeið í sumar hjá Fylki í Fylkishöll, Fylkisseli og á Fylkisvelli.  Hér fyrir neðan má sjá hvað er í boði og hefst skráning 1.maí í skráningarkerfi félagsins á heimasíðunni.   Eins og staðan er núna er ekki komið á hreint hvort það náist að vera með Parkour námskeið en það skýrist endanlega á næstu dögum.


Fimleikanámskeið

Fimleikadeild Fylkis mun í sumar bjóða upp á fimleikanámskeið fyrir pilta og stúlkur 5 ára (fædd 2011) til 13 ára (fædd 2003). Námskeiðin fara fram í glæsilegri aðstöðu fimleikadeildar Fylkis í Fylkisseli Norðlingaholti.  Um er að vikunámskeið þar sem hægt er að vera annað hvort hálfan daginn frá 9.00 - 12.00 / 12:00 – 15:00 eða allan daginn frá 9.00 – 15.00. Ekki er boðið upp á gæslu en húsið opnar 08:30 og lokar 15:30.

Eftirfarandi námskeið verða í boði næsta sumar

Námskeið 1:              13. – 16. Júní *

Námskeið 2:              20. - 24. júní

Námskeið 3:              27. júní - 01.  júlí

Námskeið 4:              04. - 08.  júlí

Námskeið 5:              02. - 05. Ágúst *

Námskeið 6:              08. - 12. Ágúst

Námskeið 7:              15. - 19. ágúst

* 4 daga námskeið

Á námskeiðunum er farið í grunnatriði fimleikaþjálfunar og lagt mikið upp úr því að allir fái verkefni við hæfi.  Einnig er lögð mikil áhersla á að gera starfið skemmtilegt og áhugavert fyrir þátttakendur. Starfið verður svo brotið upp með því að fara í skemmtilega leiki og styttri gönguferðir. Kennarar í fimleikaskólanum eru eru reyndir og flottir fimleikaþjálfarar hjá fimleikadeild Fylkis.

Lögð er mikil áhersla á að þátttakendur beri virðingu fyrir eigum félagsins, kennurum og hvert öðru.  Öllum á að líða vel og tekið verður hart á öllum eineltismálum sem og því ef ekki er farið eftir því sem lagt er upp með.

Þátttakendur á námskeiðunum mæta með sitt eigið nesti í nestis- og matartímum. Brýnt er fyrir foreldrum að senda börnin með holt og gott nesti.

Alla föstudaga er pizzaveisla fyrir alla kl. 12:00

Þjálfarar Fimleikaskóla Fylkis í sumar verða Ardalan Nik Sima,  Rósa Johansen og Rebekka Ósk Heiðarsdóttir.

Þetta eru allt mjög góðir þjálfarar og verður skipt niður eftir getur hvers og eins.

Námskeiðið verður byggt upp þannig að fyrir hádegi verður farið í fimleika og þrek og eftir hádegi verður meira farið í leiki og funny fimleika.

Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Skráningar eru byrjaðar.

Skráning

Skráning hefst 1. maí á heimasíðu félagsins.

Verð

Heilsdagsnámskeið í fimm daga kostar 15.000 krónur

Hálfsdagsnámskeið í fimm daga kostar 8.000 krónur

Heilsdagsnámskeið í fjóra daga kostar 12.000 krónur

Hálfsdagsnámskeið í fjóra daga kostar 6.000 krónur

Veittur er 5% systkinaafsláttur af hverju gjaldi innan námskeiðs. 

Handknattleiksskóli Fylkis              

Handknattleiksdeild Fylkis mun í sumar bjóða upp á handknattleiksnámskeið fyrir pilta og stúlkur 5 ára (fædd 2011) til 12 ára (fædd 2004). Um er að ræða vikunámskeið, virka daga frá kl. 12:30-15:30. Á námskeiðunum sjálfum verður iðkendum skipt upp eftir aldri, getu og kyni þannig að allir fái verkefni við sitt hæfi. Eftirfarandi námskeið verða í boði næsta sumar:

Kynningardagar (frítt):      9. júní – 10. júní ( skrá þarf samt á www.fylkir.is)

Fyrri hluti :                           13. júní– 22. júlí

Námskeið 1:                          13. – 16. júní

Námskeið 2:                          20. - 24. júní

Námskeið 3:                          27. júní - 1.  júlí

Námskeið 4:                          4. - 8.  júlí

Námskeið 5:                          11. - 15.  júlí

Námskeið 6:                          18. - 22.  júlí

Seinni hluti :                         4. ágúst– 19. ágúst

Námskeið 7:                          4. - 12. ágúst

Námskeið 8:                          15. - 19. ágúst

Á námskeiðunum sjálfum verður iðkendum skipt upp eftir aldri, getu og kyni þannig að allir fái verkefni við sitt hæfi.  Farið í grunnatriði handboltans og mikil áhersla lögð á að gera starfið skemmtilegt og áhugavert fyrir þátttakendur. Kennarar í handknattleiksskólanum eru m.a. handknattleiksþjálfarar hjá Fylki og leikmenn.

Lögð er mikil áhersla á að þátttakendur beri virðingu fyrir eigum félagsins, kennurum og hvert öðru.  Öllum á að líða vel og tekið verður hart á öllum eineltismálum.

Þátttakendur á námskeiðunum mæta með sitt eigið nesti í nestis- og matartímum.

Alla föstudaga er grillveisla fyrir alla.

Skráning

Skráning hefst 1. maí á heimasíðu félagsins.

Verð

Tilboð 1  Fyrri hluti               13.júní – 22. Júlí                    22.000 krónur

Tilboð 2  Seinni hluti             4.ágúst – 26. Ágúst                10.000 krónur

Vikunámskeið ( fimm dagar )                                               7.000 krónur

Hver dagur kostar                                                                 1.400 krónur

Veittur er 5% systkinaafsláttur af hverju gjaldi innan námskeiðs. 

Knattspyrnuskóli Fylkis    

         

Knattspyrndeild Fylkis mun í sumar bjóða upp á knattspyrnunámskeið fyrir pilta og stúlkur    5 ára (fædd 2011) til 13 ára (fædd 2003). Um er að ræða vikunámskeið, virka daga frá kl. 9-12. Eftirfarandi námskeið verða í boði næsta sumar:

Kynningardagar (frítt):      9. júní – 10. júní ( skrá þarf samt á www.fylkir.is)

Fyrri hluti :                           13. júní– 22. júlí

Námskeið 1:                          13. – 16. júní

Námskeið 2:                          20. - 24. júní

Námskeið 3:                          27. júní - 1.  júlí

Námskeið 4:                          4. - 8.  júlí

Námskeið 5:                          11. - 15.  Júlí

Námskeið 6:                          18. - 22.  júlí

Seinni hluti :                         4. ágúst– 26. ágúst

Námskeið 7:                          4. - 12. ágúst

Námskeið 8:                          15. - 19. ágúst

Námskeið 9:                          22. - 26. ágúst

Á námskeiðunum sjálfum verður iðkendum skipt upp eftir aldri, getu og kyni þannig að allir fái verkefni við sitt hæfi.  Farið í grunnatriði knattspyrnunnar og mikil áhersla lögð á að gera starfið skemmtilegt og áhugavert fyrir þátttakendur. Kennarar í knattspyrnuskólanum eru m.a. knattspyrnuþjálfarar hjá Fylki og leikmenn Fylkis.

Lögð er mikil áhersla á að þátttakendur beri virðingu fyrir eigum félagsins, kennurum og hvert öðru.  Öllum á að líða vel og tekið verður hart á öllum eineltismálum.

Þátttakendur á námskeiðunum mæta með sitt eigið nesti í nestis- og matartímum ef barnið er á námskeiði eða æfingum eftir hádegi.

Alla föstudaga er grillveisla fyrir alla kl. 12:00

Skráning

Skráning hefst 1. maí á heimasíðu félagsins.

Verð

Tilboð 1  Fyrri hluti               13.júní – 22. Júlí                    25.000 krónur

Tilboð 2  Seinni hluti             4.ágúst – 26. Ágúst                14.000 krónur

Vikunámskeið ( fimm dagar )                                               8.000 krónur

Hver dagur kostar                                                                 1.600 krónur

Veittur er 5% systkinaafsláttur af hverju gjaldi innan námskeiðs.

Tækniskóli knattspyrnudeildar Fylkis

5. flokkur, 4.flokkur, 3.flokkur karla og kvenna (Skipt verður í hópa eftir aldri)

Markmið er að bæta tækni, móttöku og sendingargetu.

Tvö tímabil:

Fyrra tímabilið er:       13.júní  – 15.júlí

Seinna tímabilið er:    4. ágúst  -  19.ágúst

Kennt er á eftirtöldum dögum:

Mánudögum               10:30 – 12:00

Miðvikudögum           10:30 – 12:00

Föstudögum                10:30 – 12:00

 

Verð

Fyrra tímabilið  13.júní – 15. Júlí                 20.000 krónur

Seinna tímabilið 4.ágúst – 19. Ágúst            11.000 krónur

Veittur er 5% systkinaafsláttur af hverju gjaldi innan námskeiðs.

Kennarar eru leikmenn meistaraflokka félagsins. Einnig koma þjálfarar Fylkis að námskeiðinu.

Landsliðsmenn og leikmenn meistaraflokks koma svo í heimsókn.

Skráning

Skráning hefst 1. maí á heimasíðu félagsins. 

Sumarnámskeið Fylkis 2016

Það verður boðið upp á fjölbreytt námskeið í sumar hjá Fylki í Fylkishöll, Fylkisseli og á Fylkisvelli.  Hér fyrir neðan má sjá hvað er í boði og hefst skráning 1.maí í skráningarkerfi félagsins á heimasíðunni.   Eins og staðan er núna er ekki komið á hreint hvort það náist að vera með Parkour námskeið en það skýrist endanlega á næstu dögum.

Aðalfundur á miðvikudaginn

Aðalfundur Fylkis

Miðvikudaginn 6. apríl verður aðalfundur Fylkis haldinn í samkomusal Fylkishallar og hefst fundurinn stundvíslega kl. 19:30. Þar munu deildir félagsins kynna starfsskýrslur og kjósa til stjórna.

Dagskrá :

Hefðbundin aðalfundastörf samkvæmt 10. gr. laga Íþróttafélagsins Fylkis. Önnur mál.

Aðalstjórn Fylkis

 

FYLKIR

Aðalfundur Fylkis

Aðalfundur Fylkis

Miðvikudaginn 6. apríl verður aðalfundur Fylkis haldinn í samkomusal Fylkishallar og hefst fundurinn stundvíslega kl. 19:30. Þar munu deildir félagsins kynna starfsskýrslur og kjósa til stjórna.

Dagskrá :

Hefðbundin aðalfundastörf samkvæmt 10. gr. laga Íþróttafélagsins Fylkis. Önnur mál.

Aðalstjórn Fylkis

FYLKIR


Villa
  • Error loading feed data