Vetrarstarf Fylkis

Vetrarstarf handknattleiksdeildar og blakdeildar hefst 1.september. Starf fimleikadeildar og karatedeildar Fylkis hefst 7.september. Stundatöflur í fimleikum verða gefnar út í vikunni 1.-5. sept. Nýtt tímabil hjá knattspyrnudeildinni hefst 15. september.  Frístundastrætó Fylkiis byrjar að ganga 1. september. Allir sem nota strætóinn verða að vera skráð......

Skrifstofur Fylkishallar og Fylkissels eru lokaðar 16. og 17. október

Kæru Fylkisfélagar

Fimmtudaginn 16. október og föstudaginn 17. október verða skrifstofur Fylkishallar og Fylkissels lokaðar vegna starfsdaga hjá starfsfólki Fylkis. Við vonumst til að þetta valdi sem minnstum truflunum. Lágmarksmönnum verður á vöktum á báðum stöðum og vonumst við til að félagsmenn sýni okkur þolinmæði vegna þessa.

Vetrarstarf Fylkis byrjar 1. september

Vetrardagskrá Fylkis mun hefjast 1. september í öllum deildum nema í fótboltanum en þar verða flokkaskiptin 15.september og þá tekur vetrartaflan strax gildi.  Hægt er að sjá æfingatöflur deildanna inni á síðunni og svo verður hægt að ganga frá skráningu og greiðslu inni á síðunni um leið og vetrarstarfið byrjar frá og með 1. september.  Frístundavagn Fylkis mun byrja að ganga frá 1. september samkvæmt þeirri dagskrá sem er á heimasíðunni.  Allir sem nýta sér vagninn verða að merkja við það þegar gengið er frá skráningu og greiðslu í starfið.

Golfmót Fylkis

Sunnudaginn 10. ágúst verður haldið Golfmót Fylkis. Mótið fer fram á golfvelli Golfklúbbs Þorlákshafnar og verður ræst út á öllum teigum samtímis kl. 10:00. Verð á mótinu eru 4.000 kr. Fyrirkomulag mótsins er Texas scramble.

Bréf til hverfisbúa

 

Neðanritað er bréf sem íþróttafélagið sendi öllum hverfisbúum 

Kæri Árbæingur!

Íþróttafélagið Fylkir stendur nú á ákveðnum tímamótum þar sem undanþága til keppni meistaraflokka félagsins í knattspyrnu á heimavelli Fylkis er runnin út nema bætt verði áhorfendaaðstaða félagsins.  Reglur KSÍ gera kröfur um að þeir vellir sem spilað verður á uppfylli kröfur sambandsins um aðstöðu en það þýðir að byggja þarf yfirbyggða áhorfendastúku með salernum, skyndihjálp og aðstöðu fyrir fréttamenn ofl.


Villa
  • Error loading feed data