Happdrætti!

Þrjár deildir félagsins, blakið, handboltinn og fótboltinn, hafa sett í gang veglegt páskahappdrætti og verða miðar til sölu núna næstu daga. Dregið verður miðvikudaginn 16. apríl. 

Yfir 300 vinningar eru í boði!  Fyrsti vinningur er 47" sjónvarp frá Sjónvarpsmiðstöðinni að verðmæti 250 þúsund, annar vinningur stórt og veglegt Berghoff grill frá Takk að verðmæti 191 þúsund, svo koma þrír vinningar á 100 þúsund sem eru ferðavinningur frá Vita ferðum, 39" sjónvarp frá Sjónvarpsmiðstöðinni og 29" reiðhjól frá Erninum. Fjöldi annarra glæsilegra vinninga - heildarskrá yfir vinninga má nálgast hér!

Kaupið endilega miða og styrkið með því starfið í þessum deildum og um leið þá iðkendur sem eru að selja!

Viltu kaupa hlut í nýju Fylkisstúkunni ?

Framkvæmdir við nýju stúkuna við Fylkisvöll eru á fullu þessa dagana enda ekki nema rúmur mánuður í fyrsta leik.  Ennþá gefst Fylkisfólki tækifæri til að kaupa hlut í stúkunni og bætast þannig í hóp fjölmargra stuðningsmanna félagsins.  Núna er verið að grafa nöfn þeirrra sem hafa keypt hlut á stóran veggplatta sem reistur verður við stúkuna og fleiri geta bæst í hópinn. Hluturinn kostar kr. 36.000.- og er í boði að millifæra beint á stúkusjóð félagsins, bnr. 0535-14-400039, kt. 481173-0359.  Einnig er hægt að dreifa greiðslum í allt að 36 mánuði, allt eftir óskum þeirra sem vilja leggja þessu máli lið.

Sjálfboðaliðar í steypun

Föstudaginn 4. apríl er ráðgert að steypa gólf í stúkubyggingu. Múrlínan mun stýra framkvæmdinni en Fylkir ætlar að aðstoða við framkvæmdina.  Vinnan hefst kl. 8:00 og mun standa fram eftir degi. Við óskum því eftir tveimur sjálfboðaliðum til að taka þátt í framkvæmdinni. Áhugasamir er beðnir að hafa samband við Árna með tölvupósti á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 6955046.

Starfsfólk Fylkishallar

nafn Titill Sími GSM Netfang
Hörður Guðjónsson Framkvæmdastjóri 5715603 8613317  This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Guðmann Hauksson Vallarstjóri 5715600 8400552 This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Hafsteinn Steinsson Verkefnastjóri 5715607 8979295 This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Halldór Steinsson Íþróttafulltrúi 5715604 7835070 This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Jakob Halldórsson  Bókari 5715605 8400551  This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Rún Rafnsdóttir  Húsvörður 5715600 8400553  This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Svanfríður Hjaltadóttir  Vaktstjóri 5715600 8400550  This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Villa
  • Error loading feed data