Aðalstjórn

Aðalstjórn Fylkis

Björn Gíslason formaður bjorngi55(hja)gmail.com

Örn Hafsteinsson orn(hja)sportlagnir.is

Atli Atlason atlia(hja)simnet.is

Kristinn Eiríksson kristinne(hja)lota.is

Hildur Mósesdóttir hildurmoa(hja)gmail.com

Ásgeir Ásgeirsson

Ása Haraldsdóttir

 

 

 

Verklagsreglur

Starfsemi Íþróttafélagsins Fylkis byggir á lögum félagsins þar sem meginhlutverk þess er að vinna að eflingu íþróttastarfs í Reykjavík, glæða áhuga almennings fyri gildi íþrótta og virkja sem flesta til þátttöku í íþróttum og almennu félagsstarfi.

Það er stefna Íþróttafélagsins Fylkis að samvinna og samheldni ríki meðal félagsmanna og stjórnenda deilda auk þess sem þeir kappkosti að vinna að framgangi íþrótta og almennra félagsmála. Stjórnarmenn og þjálfarar eru hvattir til að hafa frumkvæði og stuðla að virkri og árangursríkri samvinnu. Hér er um margþætta samvinnu að ræða sem nær ekki aðeins til þeirra sem annast stjórnsýslu hjá félaginu, heldur einnig til iðkenda og starfsmanna. Þá nær samvinnan einnig út fyrir raðir Íþróttafélagsins Fylkis, eins og til foreldra, Íþróttabandalags Reykjavíkur, annarra íþróttafélaga, skóla, Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.

Stefnt er að því að deildir félagsins eigi með sér samstarf auk þess sem stjórnendur deilda eru hvattir til aukinnar samvinnu við stjórnendur grunnskóla og börn og unglinga. Þannig má skapa tækifæri til íþróttaiðkunar á breiðum grunni. Fjölhæf kunnátta og leikni barna í mörgum íþróttagreinum og félagsmálum á unga aldri skilar sér jafnt í öflugum keppnis- og afreksmönnum framtíðar sem góðum stjórnendum. Það er stefna félagsins að þróa áfram hugmyndir að íþróttaskóla fyrir börn frá þriggja ára aldri. Sjá nánari umfjöllum um íþróttaskóla í íþróttanámskrá.

Hér á eftir verður farið yfir helstu stefnur og markmið Íþróttafélagsins Fylkis og sett fram leiðbeinandi viðmið í samningum, tillögur að samningum við starfsmenn, styrktaraðila og fleira.

 

Óveðursáætlun

 

Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn fylgist sjálfir með fréttum af veðri, veðurspám og öðrum upplýsingum sem gætu haft áhrif á frístundastarf barnanna og taki ákvörðun í samræmi við aðstæður hverju sinni. Aðstæður geta þróast með ófyrirséðum hætti og verið mismunandi eftir svæðum.

Foreldrar leggja ávallt sjálfir mat á það hvort fylgja þurfi barni á æfingu, óháð því hvort tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki æfingar/keppni skulu þeir tilkynna viðkomandi þjálfara um það. Sama gildir ef börn eða foreldrar lenda í vandræðum á leið sinni á æfinga- eða keppnisstað og verða frá að hverfa.

Mikilvægt er að fólk fari ekki af stað ef það treystir sér ekki eða er vanbúið til farar, t.d. vegna vanbúinnar bifreiðar til vetraraksturs.


Íþróttafélagið Fylkir kappkostar að koma tilkynningum um röskun á frístundastarfi tímanlega á framfæri í samvinnu við skóla og frístundaheimili hverfisins.
-Ef veðurstofa Íslands gefur út stormviðvörun fyrir Höfuðborgarsvæðið þá falla allar æfingar félagsins niður nema eitthvað annað hafa verið ákveðið. Einnig hættir Frístundavagninn að ganga.
-Ef færð raskast þá geta ferðir frístundavagnsins fallið niður.
-Útiæfingar falla niður ef hitastigið verður -6 gráður og kaldara (sjá töflu).
-Útiæfingar geta svo líka fallið niður vegna veðurs og vallarskilyrða.
-Félagið sendir tölvupóst á frístundaheimili ef málefnið tengist börnum í 1.-4. bekk.
-Þjálfarar senda tölvupóst og/eða láta tilkynningu inn á Facebooksíðu viðkomandi hóps falli æfinga niður.

Kælitafla2

Áríðandi er að foreldrar fylgist með tilkynningum og fari að tilmælum.
Símkerfin eru misvel undir það búin að anna miklu álagi og er foreldrum því bent á að fylgjast með tilkynningum og afla upplýsinga í fjölmiðlum, á heimasíðu Fylkis, á vef slökkviliðsins (www.shs.is) og á Facebook-síðum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einnig munu þjálfarar senda upplýsingar með tölvupósti og/eða skilaboðum á Facebook síðu viðkomandi hópa.
Foreldrar skulu ævinlega leita eftir staðfestum tilkynningum yfirvalda og forðast að láta stjórnast af mati barnanna á aðstæðum.
Útsendar tilkynningar SHS eiga ávallt við um höfuðborgarsvæðið í heild, en aðstæður geta verið mismunandi eftir hverfum og bæjarhlutum.
Mikilvægt að ítreka það að það eru alltaf foreldrar sem taka ákvörðun hvort senda skuli barnið á æfingu.

Íþróttanámsskrá

Í formála segir að markmið með gerð þessarar íþróttanámskrár sé að móta framtíðarstefnu í uppbyggingu íþrótta og tómstunda hjá Íþróttafélaginu Fylki. Þessi íþróttanámskrá nær m.a yfir almenn stjórnunarstörf hjá félaginu, fjallar um stefnu og markmið þess, helstu atriði sem snúa að þjálfun barna og unglinga og almenna uppbyggingu og stjórnun íþrótta.

Námskránni er skipt í fjóra hluta.

 

  • Fyrsti hluti nær yfir félagið, lög og starfsemi, stefnu, markmið, skipurit og aðstöðu.
  • Annar hluti fjallar um íþróttaskóla og þjálfun í íþróttafélögum, s.s. skipulag þjálfunar og helstu hlutverk þjálfara.
  • Þriðji hlutinn fjallar um þroska barna og unglinga og ýmis þjálffræðileg og uppeldisleg atriði sem hverjum þeim sem starfar með börn og unglinga er nauðsynlegt að vita.
  • Fjórði og síðasti hluti námskrárinnar fjallar um ýmis atriði sem tengjast íþróttafélaginu.

Þetta eru atriði eins og stefna íþróttafélagsins í vímuvörnum, íþróttareglur barna, foreldrasamstarf, helstu stefnumál Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og mat á starfi íþróttafélaga.


Lög félagsins

LÖG FYRIR ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ FYLKI

Samþykkt á aðalfundi 28. janúar 1975 og breytingar 28. febrúar 1978, 26. febrúar 1983, breytingar 28. nóvember 1996, 27. maí 2003, 16. mars 2004,  29. apríl 2009 og 17. febrúar 2011.

1. grein

Nafn og aðsetur

Félagið heitir Íþróttafélagið Fylkir og er aðili að ÍSÍ  Aðsetur þess er að Fylkisvegi 6, 110  Reykjavík.

2. grein

Markmið

Markmið félagsins er að iðka og útbreiða íþróttir og vinna að heilbrigðu, þroskandi, fjörugu og fjölbreyttu félagslífi.

Íþróttafélagið Fylkir starfar sjálfstætt og ber að hafna öllum þrýstingi, hvort sem hann er af pólitískum, trúarlegum eða efnahagslegum toga, sbr. ákvæði í lögum ÍSÍ.

Merki og búningur.

Merki félagsins er hringlaga, svart með esslaga striki, sem skiptir svörtum fletinum og nafnið FYLKIR með hvítum stöfum neðst í vinstri hluta þess.  Aðallitir í búningi félagsins skulu vera appelsínugulur (Panton Orange O21C) og svartur. (appelsínugul peysa og svartar buxur)  Heimilt er aðalstjórn að veita frávik frá þessari reglu í samræmi við hefðir sem skapast hafa í samskiptum félaga í viðkomandi keppnisgreinum.

3. grein

Deildaskipting

Félagið skiptist í deildir eftir ákvörðun aðalfundar.  Hver deild kýs sér stjórn.  Hver deild skal vera sérstakur lögaðili og hafa eigin kennitölu.

4. grein

Réttindi og skyldur félaga

Félagar geta allir orðið, konur jafnt sem karlar, yngri sem eldri.  Félagsaðild miðast við þátttöku í leik eða starfi og að viðkomandi virði þær reglur, sem í gildi eru í félaginu.

Kosningaréttur og kjörgengi miðast við 12 ára aldur.

Öllum sem klæðast búningi félagsins, er skylt að koma prúðmannlega fram í hvívetna.  Sama gildir um aðra, er koma fram í nafni félagsins.

 

5. grein

Verksvið aðalstjórnar

Aðalstjórn skipa 7 menn, formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri, spjaldskrárritari og 2 meðstjórnendur.  Formaður skal kosinn til eins árs í senn en aðrir stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára í senn.   í senn e.  Formaður skal vera fulltrúi félagsins útávið.  Honum ber að hafa frumkvæði um daglega stjórn og verkaskiptingu innan stjórnar og jafnframt fylgjast með störfum annarra trúnaðarmanna félagsins.

Aðalstjórn hefur sjálfstæðan fjárhag og eftirlit með fjárreiðum einstakra deilda félagsins.

Aðalstjórn ber að efla félagið á allan hátt og gæta hagsmuna þess í hvívetna. Aðalstjórn  hefur umráðarétt yfir íþróttamannvirkjum félagsins. Íþróttamannvirki eru eign félagsins en ekki einstakra deilda.  Aðalstjórn ræður starfsemi félagsins milli félagsfunda.  Aðalstjórn skipar fulltrúa á ársþing ÍBR og ÍSÍ.  Deildarstjórnir skipa fulltrúa á ársþing sérsambanda.  Úr stjórn mega mest ganga fjórir ár hvert.

 

6. grein

Samskipti aðalstjórnar og deilda

Aðalstjórn hefur rétt til að senda fulltrúa á alla stjórnarfundi deilda.

Hver deild getur hvenær sem er lagt skriflegt erindi fyrir aðalstjórn.  Skal afgreiða slík mál svo fljótt sem auðið er.


7. grein

Nefndir

Aðalstjórn og stjórnir deilda skipa nefndir eftir þörfum.  Fastanefndir eru laganefnd, sögunefnd manvirkjanefnd og kjörnefnd og skulu þær kosnar á aðalfundi og vera skipaðar þremur til fimm mönnum hver.  Allar starfandi nefndir innan félagsins skulu skila skýrslu til aðalfundar.

8.grein

Hlutverk fastanefnda

Hlutverk laganefndar er að fjalla um tillögur er henni berast.  Félagsmenn sem vilja koma á framfæri tillögum um lagabreytingar sendi slík erindi til aðalstjórnar.  Ef engar tillögur um lagabreytingar berast laganefnd á árinu skal formaður félagsins í tæka tíð boða fund með nefndinni til að ganga úr skugga um að engin röskun hafi orðið eða sé framundan sem kalli á lagabreytingu.  Aðalstjórn skal sjá um að félagsmenn hafi greiðan aðgang að lögum félagsins.

Hlutverk sögunefndar er að varðveita heimildir í máli og myndum, svo og minjagripi, sem tengjast starfi félagsins og hafa sögulegt gildi þannig að fyrir liggi glögg og sönn mynd af starfi félagsins frá stofnun þess.  Aðalstjórn skal sjá nefndinni fyrir viðunandi starfsaðstöðu þar sem unnt er að geyma þau gögn og muni sem varðveita þarf.

Hlutverk mannvirkjanefndar er að vera ráðgefandi aðili við stærri framkvæmdir mannvirkja og viðhald eftir atvikum. 

Kjörnefnd skal leggja fram tillögur til aðalfundar um stjórnarmenn eins og lög þessi gera ráð fyrir.

9. grein

Félagsfundur

Aðalfundur félagsins skal haldinn fyrir lok maí ár hvert og skal auglýstur með 2ja vikna fyrirvara í dagblaði.  Hann telst lögmætur sé löglega til hans boðað.  Aðalfundur félagsins hefur æðsta vald í öllum málum þess.  Rétt til atkvæðisréttar á aðalfundi eiga skuldlausir félagsmenn 12 ára og eldri. Tillögur um lagabreytingar skulu vera komnar í hendur aðalstjórnar viku fyrir aðalfund.  Framhaldsaðalfund skal halda, ef ekki reynist unnt að ljúka störfum aðalfundar svo sem lög mæla fyrir um.  Fundinn skal halda svo fljótt sem auðið er og gilda sömu reglur um boðun hans og aðalfundar.  Geta skal dagskrár í fundarboði.

Stjórn félagsins er heimilt að boða til félagsfundar ef hún álítur þess þörf.  Jafnframt skal halda félagsfund ef minnst 20 atkvæðisbærra félagsmanna óska þess.  Boða skal slíka fundi með sama hætti og aðalfund.

10. grein

Störf aðalfundar og reglur um stjórnarkjör

Þeir sem hyggjast gefa kost á sér í aðalstjórn Fylkis skulu tilkynna það til kjörnefndar ekki síðar en 5 dögum fyrir aðalfund.  Kjörnefnd hlutast til um tilnefningu aðila til stjórnarkjörs á aðalfundi ef þurfa þykir m.a. ef ekki berast framboð.

Fundarsetning.

Kosinn fundarstjóri og fundarritari(ar).

Skýrsla stjórnar.

Nefndir.

Reikningar félagsins

Lagabreytingar

Kosnar fastanefndir (laganefnd, sögunefnd, mannvirkjanefnd og kjörnefnd)

Kosning stjórnar.

Kosinn formaður.

Kosnir 3 menn úr fráfarandi stjórn.

Kosnir 3 menn í stjórn.

Kosinn löggiltur endurskoðandi/endurskoðunarfirma og tveir félagslegir skoðunarmenn.

Önnur mál.

Fundarslit.

11. grein

Atkvæðagreiðslur

Tillögur um lagabreytingar og heimild til að ráðstafa fasteignum félagsins þurfa samþykki 2/3 atkvæðisbærra fundarmanna.  Einfaldur meirihluti nægir til samþykkis annarra tillagna.  Tillaga fellur á jöfnum atkvæðum, nema í kosningu á milli manna, þá ræður hlutkesti.

12. grein

Félagsgjöld

Félagsgjald skal ákveða á aðalfundi og er innheimt af aðalstjórn.  Þeir sem stunda æfingar á vegum deilda og hafa greitt tilskilin æfingagjöld, eru fullgildir félagsmenn.  Hluti æfingagjalds er félagsgjald skv. ákvörðun aðalstjórnar.  Halda skal skrá yfir alla félagsmenn.

13. grein

Fundir

Stjórnarfundi boðar formaður þegar hann eða meirihluti stjórnarinnar telur nauðsynlegt.  Ákvarðanir stjórnarinnar öðlast gildi með einföldum meirihluta.  Annars eru stjórnarfundir lögmætir þegar 5 stjórnarmenn eru mættir.   Haldinn skal minnst einn sameiginlegur fundur með stjórnum deilda og aðalstjórn, árlega, og boðar formaður aðalstjórnar til hans.  Þessum fundi er meðal annars ætlað að vera vettvangur til skoðanaskipta um mál sem forráðamenn félagsins vilja að afgreidd séu á aðalfundi.  Til fundarins skal boða í tæka tíð fyrir aðalfund.

14.grein

Reikningar

Reikningsár félagsins er almanaksárið.  Reikningar skulu komnir til skoðunarmanna 14 dögum fyrir aðalfund.  Sjö dögum fyrir aðalfund skulu reikningar liggja frammi til skoðunar fyrir félagsmenn.  Félagið skal hafa í þjónustu sinni endurskoðanda er leiðbeini gjaldkerum með uppsetningu og frágang á bókhaldi félagsins.  Aðalstjórn setur reglur um meðferð fjármuna félagsins og frágang á bókhaldi.

15. grein

Deildir

Hver deild félagsins kýs sér stjórn og ákveður fjölda stjórnarmanna, sem síðan skipta með sér verkum.

Kjörtímabilið er eitt ár.

Deildarstjórnir kjósa fulltrúa í sérráðin, sem þær eru aðilar að.  Stjórnir deilda skulu annast allt sem viðkemur rekstri deildarinnar  og hefur hver deild sjálfstæðan fjárhag.

Meiriháttar fjáraflanir sem deildir hafa hug á að taka upp, skulu kynntar aðalstjórn til umsagnar mánuði áður en fjáröflun hefst.   Deildir skulu gera fjárhagsáætlun fyrir hvert starfsár skv. nánari ákvörðun aðalstjórnar og skal hún send aðalstjórn félagsins til umsagnar.  Deildum er skylt að bera allar meiriháttar ákvarðanir undir aðalstjórn félagsins.

Stjórn er skylt að skrá alla sem æfa hjá viðkomandi deild.

Deildir bera fulla ábyrgð á skuldbindingum sínum gagnvart aðalstjórn félagsins.  Hver deild skal halda gjörðabók um störf sín.

16. grein

Aðalfundir deilda

Sömu reglur gilda um boðun og dagskrá aðalfunda deilda, sem um aðalfund félagsins og skulu þeir haldnir á sama degi og aðalfundur félagsins.  Þó skal deildum heimilt, með leyfi aðalstjórnar, að halda aðalfund á öðrum tíma.

Hver deild hefur ráðstöfunarrétt yfir eignum sínum.

Vanræki einhver deild að halda aðalfund á tilsettum tíma, skal aðalstjórn boða til fundarins og sjá um framkvæmd hans.

 

17. grein

Eignir deilda

Hætti einhver deild störfum skulu eignir hennar renna til félagsins.

18. grein

Heiðursveitingar

Aðalstjórn er heimilt að semja reglugerð um veitingu heiðursmerkja og annarra viðurkenninga fyrir íþróttaárangur eða störf í þágu félagsins.  Slík reglugerð skal samþykkt á aðalfundi eða sameiginlegum stjórnarfundi með deildum.

19. grein

Hegning

Hafi félagsmaður brotið lög þess eða með framkomu sinni hnekkt áliti þess og markmiði, skal aðalstjórn hafa heimild til þess að víkja félagsmanni tímabundið úr félaginu eða ákveða aðra málsmeðferð.  Áður skal þó gefa viðkomandi kost á að tala máli sínu.  Áfrýja má úrskurði aðalstjórnar til næsta félagsfundar.

20. grein

Ráðstöfun á eignum félagsins

Fasteignum félagsins má aðeins ráðstafa (selja eða veðsetja) eftir tillögu frá stjórn félagsins og að fyrir liggi samþykki 2/3 atkvæðisbærra fundarmanna á félagsfundi.

21. grein

Félagsslit

Tillaga um félagsslit þarf samþykki 2/3 atkvæðisbærra fundarmanna á tveimur félagsfundum til þess að  hún nái fram að ganga.

Skulu líða a.m.k. 30 dagar á milli funda.

22. grein

Lög þessi öðlast þegar gildi og þar með eru eldri lög úr gildi fallin.


 

Fleiri greinar...