Frístundavagn Fylkis fer að stað mánudaginn 5.september

• Allir sem nýta sem vagninn verða að vera skráðir.
• Innheimt verður skráningargjald að upphæð 2000 kr önnin, 4000 kr veturinn sem leggst við æfingagjaldið.
• Dagskrá vagnsins er hægt að sjá á heimasíðu félagsins.
• Frístundavagn Fylkis mun frá og með 5. september 2016 til 1. júní 2017 keyra á virkum dögum samkvæmt plani í tengslum við æfingar í Fylkisseli, Norðlingaskóla, Árbæjarskóla og á Fylkissvæðinu við Fylkisveg. Vagninn gengur ekki í kringum jólin og í vikunni fyrir páskana. Einnig er engin keyrsla á rauðum dögum ( frídögum).
• Félagið áskilur sér rétt til að gera breytingar á þessari áætlun vegna mögulegrar breytinga á fjármögnum, æfingatímum og þátttöku.
• Ferðirnar eru aðallega fyrir krakka í 1. til 4. bekk í grunnskólum hverfisins: Ártúnsskóla, Árbæjarskóla, Selásskóla og Norðlingaskóla. Eldri krakkar geta nýtt sér ferðirnar sé pláss.
• Skráning í frístundavagninn fer fram í skráningarkerfi Fylkis á heimasíðu félagsins um leið og skráð er í deild/flokk og gengið frá æfingagjöldunum. Allir sem ætla að nýta sér vagninn verða að skrá sig. Muna að haka við á réttum stað ( sjá mynd ). Mikilvægt að haka bara við á einu námskeiði ef barnið er í fleiri greinum svo gjaldið komi bara einu sinni.

• Starfsmaður frístundaheimilis mun fylgja þeim sem skráðir eru í frístundaheimili að vagninum.
• Þar sem enginn auka starfmaður verður í vagninum er það á ábyrgð foreldra að börnin fari út á réttum stað og skili sér á æfingu.
• Þeir krakkar sem eru með töskur og föt geta geymt það á æfingastaðnum meðan æfingin er. Eftir að æfingu er lokið eru krakkarnir á ábyrgð foreldra.
• Mikilvægt er að foreldrar séu vel vakandi fyrir því hvernig dagskrá hópsins er sem barnið er að æfa með. Æfingar geta fallið niður og stundum er æfingatíma breytt.
• Vagninn bíður ekki eftir neinum heldur leggur af stað á umræddum tíma.
• Vakni einhverjar spurningar skal þá hafa samband við íþróttafulltrúa Fylkis Hörð Guðjónsson This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. / 571-5604.
• Einnig eru allar ábendingar vel þegnar.

Dagskrá alla virka daga
Brottfarastaður Tími

Ártúnsskóli 14:10
Árbæjarskóli 14:15
Selásskóli 14:21
Fylkissel 14:26
Norðlingaskóli 14:29
Selásskóli 14:33
Ártúnsskóli 14:40
Árbæjarskóli 14:45
Fylkishöll 14:49
Selásskóli 14:53
Fylkissel 14:58
Norðlingaskóli 15:00
Ártúnsskóli 15:10
Árbæjarskóli 15:15
Selásskóli 15:21
Fylkissel 15:26
Norðlingaskóli 15:29
Selásskóli 15:33
Ártúnsskóli 15:40
Árbæjarskóli 15:45
Fylkishöll 15:49
Selásskóli 15:53
Fylkissel 15:58
Norðlingaskóli 16:00
Ártúnsskóli 16:10
Árbæjarskóli 16:15
Selásskóli 16:21
Fylkissel 16:26
Norðlingaskóli 16:29
Selásskóli 16:33
Ártúnsskóli 16:40
Árbæjarskóli 16:45
Fylkishöll 16:49
Selásskóli 16:53
Fylkissel 16:58
Norðlingaskóli 17:00
Selásskóli 17:04
Fylkishöll 17:08

-Ártúnsskóli: Vagninn stoppar á hringtorginu við skólann.
-Árbæjarskóli: Vagninn stoppar á bílastæðinu við Árbæjarkirkju / Ársel.
-Fylkishöll: Vagninn stoppar við Fylkishöll ( að neðanverðu ).
-Selásskóli: Vagninn stoppar á bílastæðinu við Selásbraut.
-Fylkissel: Vagninn stoppar fyrir fram aðalinngang.
-Norðlingaskóli: Vagninn stoppar á bílastæðinu við skólann.

 

Frístundavagn kort