Jafnréttisstefna Fylkis

Undanfarið hefur mikil umræða átt sér stað í samfélaginu um kynferðislega áreitni og kynbundið ofbeldi í kjölfar #METOO  samfélagsmiðlabyltingarinnar. Konur úr öllum stigum þjóðfélagsins hafa stigið fram með yfirlýsingar og reynslusögur og eru íþróttakonur þar ekki undanskildar. Íþróttaheimurinn hefur verið gagnrýndur fyrir að vera karllægur og konur hafa upplifað að ekki sé tekið mark á athugasemdum þeirra og kvörtunum þegar kemur að kynferðislegri áreitni eða ofbeldi.

Íþróttafélagið Fylkir vill vera félag sem byggir á jafnrétti og félag sem hlúir vel að sínu fólki, óháð kyni. Hjá Fylki gilda Siðareglur sem öllum sem tengjast félaginu ber að fylgja.

 

Einnig er Fylkir með Jafnréttisáætlun  sem á að halda utan um og tryggja jafnræði innan félagsins.

Ef iðkandi, þjálfari eða aðrir sem félaginu tengjast upplifir/hefur vitneskju um eða verður vitni að áreiti eða ofbeldi þá biðjum við viðkomandi að láta framkvæmdastjóra eða íþróttafulltrúa félagsins strax vita. Hægt er að kynna sér Velferðaráætlun félagsins sem meðal annars inniheldur aðgerðaráætlun. Félagið einsetur sér að vinna af vandvirkni og virðingu og eiga öll mál sem upp koma að fara í viðeigandi ferli. Nú á vordögum mun félagið bjóða upp á fræðslu um kynferðislega áreitni og verður fræðslan opin fyrir alla. Nánari dagsetning verður auglýst fljótlega.

Hér má nálgast bækling ÍSÍ um Forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi í íþróttum.

http://isi.is/fraedsla/forvarnir/kynferdislegt-ofbeldi-i-ithrottum/

FYLKIR

Villa
  • Error loading feed data