Fylkir semur við Macron

íþróttafélagið Fylkir hefur skrifað undir nýjan búnaðarsamning við Macron sem gildir til 1.september 2022.  Samingurinn tekur gildi í áföngum eftir deildum félagsins.  Knattspyrnudeildin mun fara yfir 1.október 2018, blak-, fimleika- og karate munu vera í Jako út þetta ár og fara yfir í Macron 1.janúar 2019.  Handknattleiksdeildin er hins vegar með samning við Jako út þetta tímabil og mun því ekki fara yfir í Macron fyrr en sumarið 2019.  Knattspyrnudeildin mun fljótlega senda út frekari upplýsingar um hvernig og hvenær skiptin verða. Félagið vill við þetta tækifæri þakka starfsmönnum Jako fyrir gott og gleðilegt samstarf á liðnum árum.

Hér fyrir neðan má sjá forsvarsmenn Fylkis ásamt forsvarsmönnum Macron eftir undirskriftina

macron undirskr

Villa
  • Error loading feed data