Rafíþróttadeild Fylkis stofnuð

Aðalfundur félagsins var haldinn miðvikudaginn 10.apríl síðastliðinn.  Á fundinn var kosin ný aðalstjórn félagsins og hlaut formaðurinn Björn Gíslason endurkosningu.  Einnig voru kosnar stjórnir deilda félagsins, fastanefndir og í önnur störf samkvæmt lögum félagsins.  Aðalfundurinn samþykkti svo að stofna rafírþróttadeild.

Fastanefndir
Laganefnd
Aðalstjórn Fylkis gerir að tillögu sinni að Laganefnd verði skipuð þeim:
Halldóri Frímannssyni
Jóni Magnússyni
Leifi Árnasyni

Sögunefnd
Aðalstjórn Fylkis gerir að tillögu sinni að Sögunefnd verði skipuð þeim:
Einari Ásgeirssyni
Gunnari Ásgeirssyni
Ásu Haraldsdóttur
Kristni Kristjánssyni
Birni Z. Sigurðssyni

Mannvirkjanefnd
Aðalstjórn Fylkis gerir að tillögu sinni að Mannvirkjanefnd verði skipuð þeim:
Einari Ágústssyni
Gunnari Viggóssyni
Kristni Eiríkssyni
Árna Jónssyni

Kjörnefnd
Aðalstjórn Fylkis gerir að tillögu sinni að Kjörnefnd verði skipuð þeim:
Halldóri Frímannssyni
Rúnari Geirmundssyni
Guðrúnu Ósk Jakobsdóttur

Stjórnir félagsins:

Blakdeild
Aðalfundur blakdeildar verður haldinn í maí
Núverandi stjórn
Guðný Guðnadóttir
Guðmundur Jónsson
Gunnþór Jens Matthíasson
Helgi Einarsson
Hrefna Stefánsdóttir
Mikael Jóhann Traustason
Sóley Sól Einarsdóttir

Fimleikadeild
Judith Traustadóttir
Íris Reynisdóttir
Þorsteinn Þorgeirsson
Guðlaugur Ottesen Karlsson
Guðrún Ósk Jakobsdóttir

Handknattleiksdeild
Arna Hrund Arnardóttir
Hulda Birna Baldursdóttir
Freygarður Þorsteinsson

Karatedeild
Pétur Ragnarsson
Arnar Jónsson
Katrín Ingunn Björnsdóttir
Elías Guðni Guðnason

Knattspyrnudeild
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir
Þórður Gíslason
Sigfús Kárason
Arnar Þór Jónsson
Stefanía Guðjónsdóttir

Aðalstjórn Fylkis
Björn Gíslason, formaður
Hildur Mósesdóttir
Ása Haraldsdóttir
Helga Birna Ingimundardóttir
Atli Atlason
Kristinn Eiríksson
Jón Birgir Eiríksson

Löggiltur endurskoðandi félagsins:
Eymundur Sveinsson
Endurskoðun og ráðgjöf

Félagslegir skoðunarmenn félagsins:
Rúnar Geirmundsson
Björn Ágústsson


Aðalfundurinn samþykkti svo að stofnuð verði Rafíþróttadeild Fylkis, sem starfa skal samkvæmt lögum Fylkis.

Greinargerð með tillögunni
Aðalstjórn Fylkis viðraði þá hugmynd í vetur að innleiða rafíþróttir inn í starf félagsins. Þessar hugmyndir hafa hlotið jákvæðar undirtektir og sérstaklega hjá ÍTR þegar þetta var borið undir ráðið.
Rannsóknir hafa sýnt fram á að þátttaka barna og ungmenna í íþróttastarfi getur haft mjög jákvæð áhrif á félagsfærni þeirra, ekki síst til framtíðar litið. Nauðsynlegt er að börn fái þjálfun í félagsfærni enda getur slík færni hjálpað þeim á öllum stigum lífsins.
Nú hafa rafíþróttir verið að ryðja sér til rúms víða á Norðurlöndunum. Rafíþróttir ganga út á að börn og unglingar mæli sér mót og æfi sig saman sem lið og einstaklingar í alls konar tölvuleikjum. Rafíþróttir eru þannig eins og hefðbundnar íþróttir í þeim skilningi að iðkendur hittast á æfingum og keppa svo sín á milli á mótum, sams konar mótum og íþróttamótum. Þetta eitt og sér fær ungmenni til þess að fara út úr húsi, hitta aðra einstaklinga og mynda nauðsynleg félagsleg tengsl. Innleiðing rafíþrótta inn í starf Fylkis er m.a. ætlað að rjúfa þessa einangrun.
Byltingarkennd og hröð tækniþróun þarf ekki endilega að vera neikvæð. Hún getur verið mjög jákvæð og einfaldað okkur lífið til muna.
Þátttaka í skipulögðu hópastarfi hefur almennt jákvæð áhrif og læra ungmenni þar m.a. markmiðasetningu, sjálfsaga, ábyrgð og tilfinningastjórnun svo fátt eitt sé nefnt. Þetta rímar við það sem sést hefur í skipulögðu rafíþróttastarfi á Norðurlöndunum, þar sem iðkendur merkja aukna færni í félagslegum samskiptum, aukið líkamlegt hreysti og státa sig af betri árangri í leik og starfi.
Í vetur var haldin ráðstefna um Rafíþróttir hérlendis, sem margir sérfræðingar á sviði tölvutækni sóttu. Á ráðstefnunni kom m.a. fram að víða á Norðurlöndunum, séu rafíþróttadeildir innan íþróttafélaga orðnar mjög umsvifamiklar í starfsemi félaganna.
Í Danmörku njóta starfræktar rafíþróttadeildir mikilla vinsælda meðal iðkenda. Raunar hafa þær vaxið mjög hratt á síðustu árum enda njóta tölvuleikir sívaxandi vinsælda. Þar eru líkamlegar æfingar hluti af rafíþróttastarfinu. Þarlendis hefur þátttaka foreldra jafnframt verið mikil, s.s. eins og gerist og gengur í hefðbundnu sjálfboðastarfi innan íþróttahreyfingarinnar.
Nú leggjum við það til hér að þessi aðalfundur samþykki þá tillögu sem hér liggur fyrir að stofnuð verði rafíþróttadeild innan Íþróttafélagsins Fylkis.

Villa
  • Error loading feed data