Íþróttanámsskrá

Í formála segir að markmið með gerð þessarar íþróttanámskrár sé að móta framtíðarstefnu í uppbyggingu íþrótta og tómstunda hjá Íþróttafélaginu Fylki. Þessi íþróttanámskrá nær m.a yfir almenn stjórnunarstörf hjá félaginu, fjallar um stefnu og markmið þess, helstu atriði sem snúa að þjálfun barna og unglinga og almenna uppbyggingu og stjórnun íþrótta.

Námskránni er skipt í fjóra hluta.

 

  • Fyrsti hluti nær yfir félagið, lög og starfsemi, stefnu, markmið, skipurit og aðstöðu.
  • Annar hluti fjallar um íþróttaskóla og þjálfun í íþróttafélögum, s.s. skipulag þjálfunar og helstu hlutverk þjálfara.
  • Þriðji hlutinn fjallar um þroska barna og unglinga og ýmis þjálffræðileg og uppeldisleg atriði sem hverjum þeim sem starfar með börn og unglinga er nauðsynlegt að vita.
  • Fjórði og síðasti hluti námskrárinnar fjallar um ýmis atriði sem tengjast íþróttafélaginu.

Þetta eru atriði eins og stefna íþróttafélagsins í vímuvörnum, íþróttareglur barna, foreldrasamstarf, helstu stefnumál Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og mat á starfi íþróttafélaga.


Villa
  • Error loading feed data