Verklagsreglur

Starfsemi Íþróttafélagsins Fylkis byggir á lögum félagsins þar sem meginhlutverk þess er að vinna að eflingu íþróttastarfs í Reykjavík, glæða áhuga almennings fyri gildi íþrótta og virkja sem flesta til þátttöku í íþróttum og almennu félagsstarfi.

Það er stefna Íþróttafélagsins Fylkis að samvinna og samheldni ríki meðal félagsmanna og stjórnenda deilda auk þess sem þeir kappkosti að vinna að framgangi íþrótta og almennra félagsmála. Stjórnarmenn og þjálfarar eru hvattir til að hafa frumkvæði og stuðla að virkri og árangursríkri samvinnu. Hér er um margþætta samvinnu að ræða sem nær ekki aðeins til þeirra sem annast stjórnsýslu hjá félaginu, heldur einnig til iðkenda og starfsmanna. Þá nær samvinnan einnig út fyrir raðir Íþróttafélagsins Fylkis, eins og til foreldra, Íþróttabandalags Reykjavíkur, annarra íþróttafélaga, skóla, Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.

Stefnt er að því að deildir félagsins eigi með sér samstarf auk þess sem stjórnendur deilda eru hvattir til aukinnar samvinnu við stjórnendur grunnskóla og börn og unglinga. Þannig má skapa tækifæri til íþróttaiðkunar á breiðum grunni. Fjölhæf kunnátta og leikni barna í mörgum íþróttagreinum og félagsmálum á unga aldri skilar sér jafnt í öflugum keppnis- og afreksmönnum framtíðar sem góðum stjórnendum. Það er stefna félagsins að þróa áfram hugmyndir að íþróttaskóla fyrir börn frá þriggja ára aldri. Sjá nánari umfjöllum um íþróttaskóla í íþróttanámskrá.

Hér á eftir verður farið yfir helstu stefnur og markmið Íþróttafélagsins Fylkis og sett fram leiðbeinandi viðmið í samningum, tillögur að samningum við starfsmenn, styrktaraðila og fleira.