Hildur Ólafsdóttir vann til bronsverðlauna í gólfæfingum á Norðurlandamótinu

 

Hildur Ólafsdóttir var í íslenska landsliðinu sem keppti á Norðurlandamótinu í áhaldafimleikum í Greve í Danmörku um helgina. Hildur stóð sig mjög vel og komst í úrslit í gólfæfingum þar sem hún lenti í þriðja sæti. Skemmst er að minnast að Hildur vann einnig til bronsverðlauna í gólfæfingum á Norður-Evrópumótinu á síðasta ári. Við óskum Hildi til hamingju með þennan frábæra árangur.

Úrslit hópfimleikamóts Fylkis

 

Hópfimleikamót Fylkis fór fram laugardaginn 21. apríl. Mótið var mjög fjölmennt en nítján lið frá 8 félögum tóku þátt. Keppt var í tveimur aldurshópum og í eldri hópnum varð Rán Tromp 2 í fyrsta sæti, Grótta í öðru sæti og Fylkir A í þriðja sæti. Í yngri hópnum varð Björk í fyrsta sæti, Fylkir B í öðru sæti og FIMA I1 í þriðja sæti.

Innanfélagsmót Fylkis 23. og 24. mars

 

Innanfélagsmót fimleikadeildar Fylkis fer fram föstudaginn 23. og laugardaginn 24. mars. Mótið fer fram í tvennu lagi, en keppt verður í 6. þrepi á föstudeginum og frjálsum æfingum og 2.-5. þrepi á laugardeginum. Við hvetjum alla til að fjölmenna og sjá krakkana gera sitt sýna afrakstur æfinga vetrarins.

Íslandsmót í þrepum 2012

 

Íslandsmót Fimleikasambands Íslands í þrepum fer fram í íþróttamiðstöðinni Björk v/Haukahraun í Hafnarfirði, laugardaginn 17. mars. Keppt verður í 1. - 5. þrepi og á Fylkir fulltrúa í öllum þrepum stúlkna (sjá lista FSÍ). Sannarlega frábær árangur sem eingöngu stærstu félögin leika eftir. 

Þrepamót FSÍ 2012

FSI-logo

Fyrri hluti Þrepamóts FSÍ fer fram í Laugabóli, hjá fimleikadeild Ármanns, Engjavegi 7, Reykjavík, helgina 28.-29. janúar. Keppt verður í 1.-5. þrepi kk og 1.-4. þrepi kvk.