Skráning í fimleika hefst 25. ágúst

Fimleikadeild Fylkis opnar fyrir skráningar á eldri iðkendum mánudaginn 25 ágúst, þá verðum við einnig búin að senda póst á alla okkar iðkendur og láta vita um hópanúmer.

Nýir iðkendur verða skráðir hjá deildinni á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fullt nafn og kennitala barns þarf að fylgja með og síðan verður látið vita í hvaða hóp barnið fer.

Um parkour iðkendur gildir það sama.

Fimleikaskóli fyrir börn 3 – 5 ára (2009 – 2011) byrjar sunnudaginn 7 september allar skráningar eru hjá This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fullt nafn barns og kennitala þarf að fylgja með.

Ungbarnafimi fyrir börn 1 – 2 ára (2012 – 2013) byrjar laugardaginn 6 september allar skráningar eru hjá This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fullt nafn barns og kennitala þarf að fylgja með.

Fimleikar fyrir fullorðna verður rifið upp í vetur með nýjum þjálfara Þresti Hrafnssyni æfingar verða á mánudögum og miðvikudögum kl. 21:00.

Allar skráningar og greiðslur fara í gegn á heimasíðu okkar www.fylkir.com

Æfingagjöld eru ekki afturkræf ef barn hættir

Haustmót FSÍ í áhaldafimleikum

 

Helgina 17. – 18. nóvember sl. fór fram seinni hluti haustmóts FSÍ í áhaldafimleikum á Akureyri. Mótið átti upphaflega að fara fram í byrjun nóvember en var frestað um tvær vikur sökum veðurs. Keppt var í 3. – 5. þrepi fimleikastigans í stúlkna- og drengjaflokki og fyrir hönd Fylkis kepptu 10 stúlkur. Þær stóðu sig allar mjög vel og voru félaginu til sóma en samanlagt unnu þær til 10 verðlauna sem er fínn árangur á fyrsta móti tímabilsins og lofar góðu um framhaldið.

Haustmót FSÍ í áhaldafimleikum 2012

 

FSI-logo

Fyrri hluti haustmóts Fimleikasambands Íslands í áhaldafimleikum verður haldið í Laugabóli - Ármanni, laugardaginn 27. október nk. í umsjón Fylkis. Keppt verður til verðlauna í fjölþraut og á einstökum áhöldum í frjálsum æfingum kvenna og karla og 1. og 2. þrepi íslenska fimleikastigans.

Úrslit Mínervumóts 2012

Laugardaginn 29. apríl fór fram Mínervumót í Íþróttamiðstöðinni Björk.  Keppt var í 6. – 3. þrepi stúlkna á aldrinum 7-12 ára og keppstu yngstu stúlkurnar í liðakeppni en þær eldri í einstaklingskeppni. Fylkir átti tvö lið í 6. þrepi sem stóðu sig vel, en Fylkir A lenti í 2. sæti í sínum aldursflokki og einnig í 2. sæti af öllum liðum í 6. þrepi.

Hildur Ólafsdóttir vann til bronsverðlauna í gólfæfingum á Norðurlandamótinu

 

Hildur Ólafsdóttir var í íslenska landsliðinu sem keppti á Norðurlandamótinu í áhaldafimleikum í Greve í Danmörku um helgina. Hildur stóð sig mjög vel og komst í úrslit í gólfæfingum þar sem hún lenti í þriðja sæti. Skemmst er að minnast að Hildur vann einnig til bronsverðlauna í gólfæfingum á Norður-Evrópumótinu á síðasta ári. Við óskum Hildi til hamingju með þennan frábæra árangur.

Úrslit hópfimleikamóts Fylkis

 

Hópfimleikamót Fylkis fór fram laugardaginn 21. apríl. Mótið var mjög fjölmennt en nítján lið frá 8 félögum tóku þátt. Keppt var í tveimur aldurshópum og í eldri hópnum varð Rán Tromp 2 í fyrsta sæti, Grótta í öðru sæti og Fylkir A í þriðja sæti. Í yngri hópnum varð Björk í fyrsta sæti, Fylkir B í öðru sæti og FIMA I1 í þriðja sæti.