Frábær árangur hjá Fylki

Íslandsmót í frjálsum hjá Fimleikasambandi Íslands lauk nú um helgina. Fimleikadeild Fylkis átti 5 keppendur á þessu móti og stóðu þær sig allar mjög vel en þær eru allar í unglingaflokki.

Fjóla Rún valin í landslið Íslands

Fjóla Rún hefur verið valin til að fara með Íslenska landsliðinu í fimleikum til Georgíu  síðustu vikuna í júlí.  Mótið sem Fjóla tekur þátt í er Ólympíumót Æskunnar og fara þrír keppendur út fyrir hönd Íslands.  Óskum við Fjólu til hamingju með valið og óskum henni góðs gengis.   Þess ber svo að geta að Fjóla Rún er einnig að fara út með landsliðinu í næstu viku ásamt Thelmu Rún til Hollands.  Til hamingju stelpur og Fylkir!!

Skráning í fimleika hefst 25. ágúst

Fimleikadeild Fylkis opnar fyrir skráningar á eldri iðkendum mánudaginn 25 ágúst, þá verðum við einnig búin að senda póst á alla okkar iðkendur og láta vita um hópanúmer.

Nýir iðkendur verða skráðir hjá deildinni á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fullt nafn og kennitala barns þarf að fylgja með og síðan verður látið vita í hvaða hóp barnið fer.

Um parkour iðkendur gildir það sama.

Fimleikaskóli fyrir börn 3 – 5 ára (2009 – 2011) byrjar sunnudaginn 7 september allar skráningar eru hjá This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fullt nafn barns og kennitala þarf að fylgja með.

Ungbarnafimi fyrir börn 1 – 2 ára (2012 – 2013) byrjar laugardaginn 6 september allar skráningar eru hjá This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fullt nafn barns og kennitala þarf að fylgja með.

Fimleikar fyrir fullorðna verður rifið upp í vetur með nýjum þjálfara Þresti Hrafnssyni æfingar verða á mánudögum og miðvikudögum kl. 21:00.

Allar skráningar og greiðslur fara í gegn á heimasíðu okkar www.fylkir.com

Æfingagjöld eru ekki afturkræf ef barn hættir

Haustmót FSÍ í áhaldafimleikum

 

Helgina 17. – 18. nóvember sl. fór fram seinni hluti haustmóts FSÍ í áhaldafimleikum á Akureyri. Mótið átti upphaflega að fara fram í byrjun nóvember en var frestað um tvær vikur sökum veðurs. Keppt var í 3. – 5. þrepi fimleikastigans í stúlkna- og drengjaflokki og fyrir hönd Fylkis kepptu 10 stúlkur. Þær stóðu sig allar mjög vel og voru félaginu til sóma en samanlagt unnu þær til 10 verðlauna sem er fínn árangur á fyrsta móti tímabilsins og lofar góðu um framhaldið.

Haustmót FSÍ í áhaldafimleikum 2012

 

FSI-logo

Fyrri hluti haustmóts Fimleikasambands Íslands í áhaldafimleikum verður haldið í Laugabóli - Ármanni, laugardaginn 27. október nk. í umsjón Fylkis. Keppt verður til verðlauna í fjölþraut og á einstökum áhöldum í frjálsum æfingum kvenna og karla og 1. og 2. þrepi íslenska fimleikastigans.

Úrslit Mínervumóts 2012

Laugardaginn 29. apríl fór fram Mínervumót í Íþróttamiðstöðinni Björk.  Keppt var í 6. – 3. þrepi stúlkna á aldrinum 7-12 ára og keppstu yngstu stúlkurnar í liðakeppni en þær eldri í einstaklingskeppni. Fylkir átti tvö lið í 6. þrepi sem stóðu sig vel, en Fylkir A lenti í 2. sæti í sínum aldursflokki og einnig í 2. sæti af öllum liðum í 6. þrepi.


Villa
  • Error loading feed data