Íslandsmót í þrepum 2012

 

Íslandsmót Fimleikasambands Íslands í þrepum fer fram í íþróttamiðstöðinni Björk v/Haukahraun í Hafnarfirði, laugardaginn 17. mars. Keppt verður í 1. - 5. þrepi og á Fylkir fulltrúa í öllum þrepum stúlkna (sjá lista FSÍ). Sannarlega frábær árangur sem eingöngu stærstu félögin leika eftir. 

Þrepamót FSÍ 2012

FSI-logo

Fyrri hluti Þrepamóts FSÍ fer fram í Laugabóli, hjá fimleikadeild Ármanns, Engjavegi 7, Reykjavík, helgina 28.-29. janúar. Keppt verður í 1.-5. þrepi kk og 1.-4. þrepi kvk.

Frístundastrætó Fylkis

Nú þegar æfingar Fylkis hafa dreifst enn víðar hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að ferja börnin á milli staða. Margir iðkendur hefja æfingar snemma á daginn, áður en foreldrar eru komnir úr vinnu og mun frístundastrætó Fylkis og ÍTR sjá um að koma krökkunum á milli staða. Þetta á við um æfingar í Norðlingaholti, á Fylkisvelli, í Selásskóla og í Árbæjarskóla. Félagið mun fara af stað með frístundastrætóinn mánudaginn 11. október og ættu allir iðkendur sem byrja æfingar snemma að geta nýtt sér ferðir hans.  Nánari útlistun verður gefin út eftir helgi.

Schoolbus