Frístundastrætó Fylkis

Nú þegar æfingar Fylkis hafa dreifst enn víðar hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að ferja börnin á milli staða. Margir iðkendur hefja æfingar snemma á daginn, áður en foreldrar eru komnir úr vinnu og mun frístundastrætó Fylkis og ÍTR sjá um að koma krökkunum á milli staða. Þetta á við um æfingar í Norðlingaholti, á Fylkisvelli, í Selásskóla og í Árbæjarskóla. Félagið mun fara af stað með frístundastrætóinn mánudaginn 11. október og ættu allir iðkendur sem byrja æfingar snemma að geta nýtt sér ferðir hans.  Nánari útlistun verður gefin út eftir helgi.

Schoolbus

Aðventumót 2009 í fimleikum

Aðventumót 2009 var haldið helgina 28. og 29. nóvember af Ármanni í Laugabóli í Laugardal.  Keppendur voru 327 og komu frá 10 félögum:  Björk, Fimak, Fjölni, Fylki, Gerplu, Gróttu, Keflavík, Rán, Stjörnunni og Ármanni. Fylkir sendi 27 stúlkur til keppni í 3.-6. þrepi. Stúlkurnar í 5. þrepi (fæddar 2000) náðum bestum árangri ásamt Thelmu Rún Guðjónsdóttur í 6. þrepi (2002 og yngri), sem var í fyrsta sæti í einstaklingskeppni og fékk jafnframt hæstu einkunn sem gefin hefur verið í 6. þrepi, 65,05. Óskum við henni til hamingju með þetta frábæra afrek.

Fjölskylduskemmtun Fimleikadeildarinnar þriðjudaginn 15. desember

Árleg fjölskylduskemmtun Fimleikadeildarinnar verður haldin þriðjudaginn 15. desember kl. 17-19.  Þetta er jafnframt síðasta æfingin fyrir jól og hvetjum við alla fjölskylduna til að koma með og spreyta sig í skemmtilegri upphitun og æfingum á áhöldum. Gaman væri ef sem flestir mættu í einhverju rauðu og með jólsveinahúfu.


Villa
  • Error loading feed data