Vetrarstarf Fimleikadeildar Fylkis 2009-2010

Fimleikar eru ein af bestu íþróttagreinunum fyrir alhliða þjálfun barna og unglinga, enda mikil áhersla lögð á þrek, þol og teygjur. Þetta hefur glögglega komið í ljós í Skólahreysti, þar sem keppendur hafa oftar en ekki grunn úr fimleikum en Fimleikadeild Fylkis hefur alið upp nokkra af frábærum keppendum í Skólahreysti síðustu ára. Fylkir hefur einnig átt mjög sterka keppnishópa í áhaldafimleikum, sem sýnt hafa frábæran árangur á mótum.

Fimleikadeild Fylkis hefur rekið blómlegt starf í Árbænum í 33 ár og síðustu árin hefur deildin farið ört vaxandi. Fjöldi iðkenda hefur aldrei verið meiri og þjálfarahópurinn státar nú af nokkrum af reyndustu þjálfurum landins.

Í vetur er boðið er upp á þjálfun í almennum fimleikum og áhaldafimleikum fyrir bæði stúlkur og drengi.

Grunn- og framhaldshópar fyrir stúlkur fæddar 2004 og eldri. Almennir fimleikar og áhaldafimleikar.

Grunnhópar fyrir drengi fædda 2002-2003. Almennir fimleikar, tilvalið sem viðbót fyrir drengi í öðrum íþróttum fyrir aukið þol, þrek og teygjur.

Einnig stendur Fimleikadeildin fyrir danskennslu fyrir börn í 1.-3. bekk (6-8 ára) á mánudögum kl. 14.30-15.30 og 15.30-16.30. Hægt er að koma bara í dans eða bæta honum við fimleikaþjálfun.

Innritun í alla hópa Fimleikadeildar Fylkis fer fram mánudaginn 31. ágúst og þriðjudaginn 1. september kl. 17-20 í Fylkishöll. Ganga þarf frá greiðslu við innritun.

dsc_0053-b

Villa
  • Error loading feed data