Parkour fyrir stelpur

Parkourdeild Fylkis ætlar að bjóða upp á parkour fyrir stúlkur á vorönn. Tíminn verður á föstudögum kl. 15:00 - 16:00 og verður janúar mánuður frír prufumánuður. þjálfarar eru Aron og Kristófer. allar skráningar fyrir frían prufutíma er á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. allar stúlkur á öllum aldri eru velkomnar í fjörið

 

Eyrogym hópur Fylkis

Fyrsta æfing vetrarins hjá Eyrogym hóp Fylkis verður mánudaginn 4.september frá 19.30 til 21.00 í Fylkisseli, Norðlingaholti.
Allir eru velkomnir að prófa hvort sem þú hefur verið í fimleikum áður eða ekki.
Markmiðið með hópnum er skemmtileg og krefjandi hreyfing í góðum félagsskap með skemmtilegum þjálfurum ;). Fimleikaæfingar í bland við almenna hreyfingu til dæmis dans, hlaup og annað. Hluti tímans fer í undirbúning atriðis fyrir Eurogym hátíðina.
Ef þú ert á aldrinum 13-18 ára hvetjum við þig til að koma að prófa opnar æfingar fyrstu tvær vikurnar í september. Æfingarnar verða við allra hæfi, hvort sem maður er fyrrverandi fimleikastjarna eða langar bara að prófa nýja hreyfingu eftir hlé.

Æfingar verða þrisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum kl. 19.30-21.00. Þriðja æfing vikunnar verður með fjölbreytti sniði og getur verið á mismunandi dögum og tímum. Þá stefnum við að því að fá inn til dæmis gestaþjálfarar í dansi, hafa hlaupaæfingar og fleira sem kemur í ljós.
Æfingar verða í góðu samráði við iðkendur og verðum við með Facebook hóp fyrir hópinn þar sem við munum setja inn skipulag æfinganna og hvað er framundan með gestaþjálfara og annað.

Fyrstu tvær vikurnar verðum við tvisvar í viku og eftir það bætist þriðja æfingin við.
Prufuæfingar verða á þessum dagsetningum
4. september
6. september
11. september
13. september
Endilega deila þessu með öllum sem gætu haft áhuga til að fá sem flesta með í vetur :)

Hvað er Eurogym?
Eurogym er fimleikahátíð sem er haldin annað hvert ár og nú í Belgíu sumarið 2018. Hátiðin er fyrir aldurshópinn 12-18 ára og samanstendur af sýningum, skemmtilegum og fjölbreyttum námskeiðum, böllum, öðrum viðburðum og fjöri. Þjálfarar hópsins hafa farið síðustu tvö skipti með hóp á hátíðina, Svíþjóð 2014 og Tékkland 2016. Hópurinn hefur verið á aldrinum 12-16 ára og hafa ferðirnar heppnast mjög vel og allir haft mjög gaman, iðkendur, þjálfarar sem og fararstjórar :)
Hér er heimasíða hátíðarinnar: https://www.eurogym2018.com/home

Jóhanna og Marta

Tilkynning frá fimleikadeild Fylkis

Fimleikadeild Fylkis er að vinna í stundartöflum og skráningum í hópa þessa dagana og á það að vera tilbúið um miðja þessa viku

Og verður sent út um leið og það verður tilbúið.

Á meðan er mikið álag á skrifstofu og verður tölvupóstum seint svarað, útaf miklum tölvupósti og önnum.

Afsakið þetta.

FIMLEIKADEILD FYLKIS HAUST 2017

Föstudag 25 ágúst lokar fyrir skráningu inni á heimasíðu Fylkis.

Skráningu er hægt að senda á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Næstu viku verður unnið úr skráningum og stundartöflu og verður hún

Væntanlega send út um miðja næstu viku þ.e. 31 ágúst – 1 sept. 2017.

Allar æfingar byrja síðan samkvæmt stundarskrá mánudaginn 4 september 2017.

Fimleikaskólinn fyrir 3 – 5 ára byrjar sunnudaginn 17 september 2017

Ungbarnafimi fyrir 1 – 2 ára byrjar laugardaginn 16 september 2017.


Villa
  • Error loading feed data