Stór fimleikahelgi framundan

Helgina 4. og 5. febrúar nk. verður sannkölluð fimleikaveisla í Reykjavík þegar fimleikadeildir Ármanns, Fjölnis og Fylkis, fyrir hönd Fimleikaráðs Reykjavíkur og í samstarfi við Fimleikasamband Íslands, standa fyrir alþjóðlegu fimleikamóti á Reykjavíkurleikunum (RIG 2017) og þrepamóti í 4. þrepi kvenna og 4. og 5. þrepi karla. Mótin verða haldin í Laugardalshöll sem hefur ekki verið vettvangur áhaldafimleikamóts í mörg ár. Á RIG 2017 mun allt fremsta fimleikafólk landsins etja kappi við keppendur frá öðrum löndum, en að öðrum ólöstuðum fara þar fremst í flokki Eyþóra Elísabet Þórsdóttir og Oleg Verniaiev, sem bæði kepptu til úrslita á Ólympíuleikunum í Ríó á síðasta ári. Þetta einstaka tækifæri til að upplifa áhaldafimleika í hæsta gæðaflokki má áhugafólk um áhaldafimleika alls ekki missa af. Það er því um að gera að taka þessa helgi frá nú þegar.

Frekari upplýsingar um mótin verða settar inn þegar nær dregur en þetta metnaðarfulla verkefni kallar á talsverða vinnu við undirbúning, framkvæmd og frágang. Til að allt gangi vel þurfum við á sjálfboðaliðum að halda við uppsetningu og frágang áhalda, í miðasölu, sjoppu og fleira. Þeir sem áhuga hafa á að aðstoða geta sett sig í samband við fimleikadeildina á Facebook eða með því að hafa samband við Guðrúnu Ósk (This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.).

wow

Villa
  • Error loading feed data