Fimleikar veturinn 2017-2018

Allar skráningar hjá Fimleikadeild Fylkis eru byrjaðar á heimasíðu okkar www.fylkir.is

Skráð er í hóp sem heitir nýskráning haust 2017 þar eru allir skráðir inn sem eru fæddir 2011 og eldri bæði strákar og stelpur.

Skráningar eru til föstudaginn 25 ágúst eftir það er lokað fyrir skráningu en áfram verður tekið á móti skráningum en þá á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hópalistar verða sendir út um leið og þeir verða tilbúnir en það byrjar allt eftir stundarskrá mánudaginn 4 september 2017.

 

Fimleikaskóli fyrir börn fædd 2014, 2013 og 2012 byrjar sunnudaginn 17 september og eru allar skráningar með fullu nafni barns og kennitölu á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  Námskeiðið er í 12 vikur og kostar kr. 19.000.-

 

Ungbarnafimi Fylkis er fyrir börn fædd 2016 og 2015 og byrjar laugardaginn 16 september 2017 og eru allar skráningar með fullu nafni barns og kennitölu á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..  Námskeiðið er í 12 vikur og kostar kr. 19.000.-

 

Fimleikar fyrir fullorðna byrjar mánudaginn 4 september og eru allar skráningar inn á heimasíðu okkar í hóp nýskráning haust 2017.

 

Parkourhópar byrja í september og eru allar skráningar í hóp sem heitir parkour haust 2017 og er opið fyrir skráningar í þann hóp til föstudagsins 1 september 2017 eftir það er hópurin lokaður og eru þá skráningar á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Almennir fimleikar verða hjá fimleikadeild fylkis í vetur en það er fyrir stelpur og stráka sem vilja ekki keppa eða vera mörgum sinnum í viku heldur vera í fimleikum og hafa gaman.  Skráningar í það eru á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. taka fram Almennir fimleikar og hafa nafn barns og kennitölu í skráningu.

Villa
  • Error loading feed data