Eyrogym hópur Fylkis

Fyrsta æfing vetrarins hjá Eyrogym hóp Fylkis verður mánudaginn 4.september frá 19.30 til 21.00 í Fylkisseli, Norðlingaholti.
Allir eru velkomnir að prófa hvort sem þú hefur verið í fimleikum áður eða ekki.
Markmiðið með hópnum er skemmtileg og krefjandi hreyfing í góðum félagsskap með skemmtilegum þjálfurum ;). Fimleikaæfingar í bland við almenna hreyfingu til dæmis dans, hlaup og annað. Hluti tímans fer í undirbúning atriðis fyrir Eurogym hátíðina.
Ef þú ert á aldrinum 13-18 ára hvetjum við þig til að koma að prófa opnar æfingar fyrstu tvær vikurnar í september. Æfingarnar verða við allra hæfi, hvort sem maður er fyrrverandi fimleikastjarna eða langar bara að prófa nýja hreyfingu eftir hlé.

Æfingar verða þrisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum kl. 19.30-21.00. Þriðja æfing vikunnar verður með fjölbreytti sniði og getur verið á mismunandi dögum og tímum. Þá stefnum við að því að fá inn til dæmis gestaþjálfarar í dansi, hafa hlaupaæfingar og fleira sem kemur í ljós.
Æfingar verða í góðu samráði við iðkendur og verðum við með Facebook hóp fyrir hópinn þar sem við munum setja inn skipulag æfinganna og hvað er framundan með gestaþjálfara og annað.

Fyrstu tvær vikurnar verðum við tvisvar í viku og eftir það bætist þriðja æfingin við.
Prufuæfingar verða á þessum dagsetningum
4. september
6. september
11. september
13. september
Endilega deila þessu með öllum sem gætu haft áhuga til að fá sem flesta með í vetur :)

Hvað er Eurogym?
Eurogym er fimleikahátíð sem er haldin annað hvert ár og nú í Belgíu sumarið 2018. Hátiðin er fyrir aldurshópinn 12-18 ára og samanstendur af sýningum, skemmtilegum og fjölbreyttum námskeiðum, böllum, öðrum viðburðum og fjöri. Þjálfarar hópsins hafa farið síðustu tvö skipti með hóp á hátíðina, Svíþjóð 2014 og Tékkland 2016. Hópurinn hefur verið á aldrinum 12-16 ára og hafa ferðirnar heppnast mjög vel og allir haft mjög gaman, iðkendur, þjálfarar sem og fararstjórar :)
Hér er heimasíða hátíðarinnar: https://www.eurogym2018.com/home

Jóhanna og Marta

Villa
  • Error loading feed data