Lýsing hópa

 

Fimleikadeild Fylkis opnar fyrir skráningar mánudaginn 17 ágúst.

Allir okkar iðkendur skrá sig inn í sinn hóp sem þeir/þær voru í eftir áramót 2015.

Nýir iðkendur skrá sig inn í hóp sem stendur nýskráning og við munum síðan hafa samband, þegar við eru búin að finna hóp fyrir viðkomandi.  Við reynum að koma öllum að sem skrá sig.

Parkour strákar skrá sig einnig í sama hóp og þeir/þær voru í eftir áramót,  nýir skrá sig inn í nýskráning parkour.

Parkour deildin ætlar að opna hóp fyrir yngstu börnin á virkum dögum beint á eftir skóla.

Fimleikaskóli sem er á sunnudögum frá kl. 9:30, 10:30 og 11:30 og er ætlaður börnum frá 3 – 5 ára byrjar með skráningu mánudaginn 17 ágúst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. skrá þarf inn fullt nafn barns og kennitölu  námskeið er í 12 vikur og kostar kr. 17.000.-.

Ungbarnafimin sem er á laugardögum kl. 8:30 og 9:30 er fyrir börn 1 – 2 ára þau yngri í fyrri tímann og eldri í seinni tímann.  Skráning byrjar mánudaginn 17 ágúst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. skrá þarf inn fullt nafn barns og kennitölu námskeiðið er í 12 vikur og kostar kr. 17.000.-

Allar upplýsingar um hópa sem eldri iðkendur voru í er hægt að fá í síma 571-5602 eða áThis e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  einnig veitum við allar upplýsingar um nýskráningu og fl.

Gjaldskrá og stundartafla er í vinnslu og er ekki aðgengileg fyrr en í enda ágúst.   Öll okkar kennsla fer fram í fimleikahúsi okkar í Norðlingaholti, Norðlingabraut 12.

 

Áhaldafimleikar

 

G-hópar

Grunnhópar. Áhaldafimleikar, byrjendur.

Aldur: 5-6 ára stúlkur

Æfingatími: 1-2 stundir á viku

C-hópar

Framhaldshópar, næsta stig fyrir ofan grunnhópa. Áhaldafimleikar í 6. þrepi.

Aldur: 6-8 ára

Æfingatími: 2-4 stundir á viku

B-hópar

Framhaldshópar, næsta stig fyrir ofan C-hópa. Áhaldafimleikar í 5. þrepi. B-hópar eru í mismunandi styrkleikaflokkum, því lægri tölustafur sem fylgir, því hærri styrkleikaflokkur. B-hópar eru að jafnaði keppnishópar.

Aldur: 9-11 ára

Æfingatími: 6-8 stundir á viku

A-hópar

Úrvalshópar. Áhaldafimleikar í 4. og 3. þrepi. A-hópar eru í mismunandi styrkleikaflokkum, því lægri tölustafur sem fylgir, því hærri styrkleikaflokkur. A-hópar eru keppnishópar.

Aldur: 8-13 ára

Æfingatími: 14 stundir á viku

M-hópur

Meistarahópur. Áhaldafimleikar í 3. þrepi og ofar. M-hópur er keppnishópur.

Aldur: 12 ára og eldri

Æfingatími: 17,5 stundir á viku

 

S-hópar

Strákar, byrjenda- og framhaldshópar. Áhaldafimleikar. S-hópar eru í mismunandi styrkleikaflokkum, því lægri tölustafur sem fylgir, því hærri styrkleikaflokkur.

Aldur: 6-11 ára strákar

 

* Keppnishópar í áhaldafimleikum fá einnig kennslu í ballett hjá danskennara á æfingatíma.

 

 

Hópfimleikar, almennir fimleikar og aðrir hópar

 

T-hópar

Hópfimleikar (trompfimleikar) og almennir fimleikar. Grunnhópar og framhaldshópar.

Aldur: 9-12 ára

Æfingatími: 3-6 stundir á viku

* Keppnishópar í hópfimleikum fá einnig kennslu í ballett hjá danskennara á æfingatíma.

F-hópar

Fullorðinsfimleikar. Þrek, teygjur og grunnæfingar áhaldafimleika.

Aldur: 18 ára og eldri

Æfingatími: 2 stundir á viku

 

Stubbaleikfimi-fimleikar fyrir 3-5 ára

Íþróttaskóli fyrir yngstu börnin í umsjón íþróttakennara. Kennt í Fylkisseli.

Aldur: 3-6 ára

Æfingatími: 1 stund á viku

 

 

Börn 3 - 4 ára verða kl. 10:00 - 11:00 og 5 ára kl. 11:00 - 12:00.

Þjálfari er Alda Hanna, Allar skráningar fara fram á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..">This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 

Námskeiðið er í 12 vikur 

Skráning fer fram á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þjálfari er Suzzí.

 

P-hópar

Parkour. Grunnhópar og framhaldshópar.

Aldur: 11-16 ára

Æfingatími: 3 stundir á viku

 

P hópur yngri

1 og hálfur tími fyrir 7 – 11 ára.

Æfingatími: 2 stundir á viku

Þ-hópar

Þrek, teygjur og grunnæfingar áhaldafimleika fyrir knattspyrnudeild og aðrar deildir.

Aldur: 14 ára og eldri

Æfingatími: 2 stundir á viku

Villa
  • Error loading feed data