Þjálfarareglur fimleikadeildar

 • ÞJÁLFARAREGLUR FIMLEIKADEILDAR FYLKIS.

  • ÞJÁLFARAR MÆTA Á RÉTTUM TÍMA OG VEL SKIPULAGÐIR.
  • SKYLDA ER AÐ VERA Í ÞJÁLFARAFÖTUM MERKTUM FYLKIR.
  • MATUR OG DRYKKIR INNI Í SAL ER STRANGLEGA BANNAÐ OG EIGA ÞJÁLFARAR AÐ PASSA AÐ IÐKENDUR ÞEIRRA SÉU EKKI MEÐ MAT OG DRYKKI ANNAÐ EN VATN INNI Í SAL.
  • ÞJÁLFARAR FARA YFIR REGLUR MEÐ IÐKENDUM Í SÍNUM FLOKKI.
  • SKIPULAGÐUR FORELDRAFUNDIR EIGA AÐ VERA AÐ HAUSTI OG VORI.
  • ÞJÁLFARAR EIGA AÐ MERKJA INN MÆTINGU Á ÞAR TIL GERÐU FORMI INNI Á HEIMASÍÐU OKKAR, EF EKKI ER SKRÁÐ INN ER FÉLAGINU HEIMILT AÐ GEYMA LAUN ÞAR TIL BÚIÐ ER AÐ SKRÁ INN.
  • ÞJÁLFARAR ERU FYRIRMYND IÐKANDA SINNA OG ÞEIM BERA AÐ KOMA VEL FRAM, VERA Í GÓÐU SAMBANDI VIÐ IÐKENDUR OG FORRÁÐAMENN ÞEIRRA.
  • ÞJÁLFARAR SKULU BERA VIRÐINGU FYRIR IÐKENDUM SÍNUM ÞAÐ ERU JÚ ÞEIR SEM GREIÐA LAUN ÞJÁLFARA.
  • ÞJÁLFARAR EIGA AÐ GANGA FRÁ ÁHÖLDUM EFTIR NOTKUN OG KENNA IÐKENDUR AÐ BERA VIRÐINGU FYRIR ÁHÖLDUM OG GANGA FRÁ.
  • BANNAÐ ER AÐ SITJA VIÐ KENNSLU, ÞJÁLFARAR ERU AÐ KENNA OG EIGA AÐ NÝTA TÍMANN VIÐ AÐ LEIÐRÉTTA IÐKENDUR EN EKKI SITJA.
  • SÍMAR ERU BANNAÐIR Á MEÐAN ÞJÁLFARAR ERU AÐ ÞJÁLFA.
  • ÞJÁLFARAR RÆÐA EKKI VIÐ FORRÁÐAMENN Á MEÐAN KENNSLA STENDUR HELDUR TALA VIÐ ÞÁ ÞEGAR KENNSLAN ER BÚIN.
  • BROT Á SIÐAREGLUM ÞJÁLFARA ERU LITIN ALVARLEGUM AUGUM OG GETA LEITT TIL BROTTREKSTUR.  ÖLL OFBELDIS- OG EINELTISMÁL SKULU MEÐHÖNDLUÐ SAMKVÆMT STEFNU FÉLAGSINS GEGN OFBELDI OG EINELTI.
  • EF IÐKENDUR HÆTTA AÐ MÆTA SKULU ÞJÁLFARAR TAKA ÞÁ AF LISTA OG LÁTA FRAMKVÆMDARSTJÓRA OG YFIRÞJÁLFARA VITA.

  STJÓRN FIMLEIKADEILDAR FYLKIS  2016.

Villa
 • Error loading feed data