Þjálfarareglur fimleikadeildar

 • Þjálfarar skulu vera stundvísir og mæta 10 mínútum áður en kennsla hefst.
 • Þjálfarar sækja hóp sinn í búningsklefa á réttum tíma og fylgja honum þangað aftur að æfingu lokinni.
 • Þjálfarar skulu halda vel utan um mætingaskrár nemenda sinna. Ef breytingar verða á hópi skal tilkynna það til stjórnar og láta uppfæra listann strax.
 • Þjálfarar skulu halda uppi góðum aga og gæta þess að nemendur  trufli ekki aðra iðkendur.
 • Þjálfarar eiga að klæðast þjálfaragalla eða íþróttafötum við kennslu og skulu ekki vera með áberandi skartgripi eða tyggigúmmí. Sítt hár skal hafa í teygju.
 • Þjálfarar eru vinsamlega beðnir um að hafa slökkt á farsímum eða stilla þá á hljóðlaust.
 • Þjálfarar skulu ganga vel um salinn, ganga frá eftir sig og skoða áhaldageymslu áður en salurinn er yfirgefinn. Einnig ber þeim að tilkynna til stjórnar eða yfirþjálfara ef einhverju er ábótavant með áhöld eða ef eitthvað er óeðlilegt í sal. 
 • Þjálfari yfirgefur salinn ekki á undan börnunum.
 • Þjálfarar skulu hringja í nemanda sem ekki hefur mætt  tvisvar í röð án þess að tilkynna forföll. Ef nemandi er hættur skal tala við foreldri og það tilkynnt til stjórnar.
 • Þjálfarar skulu útvega staðgengil tímanlega ef þeir forfallast og skal það tilkynnt  til stjórnar/yfirþjálfara.
 • Ef þjálfari þarf að breyta æfingatíma er nauðsynlegt að láta nemendur, foreldra, stjórn og afgreiðslu vita.
 • Ef send eru skrifleg skilaboð  eða tilkynningar til nemenda skal afgreiðsla alltaf látin fá eintak.
 • Þjálfarar skulu halda tvo foreldrafundi yfir veturinn og skal hinn fyrri haldinn fyrir 15. október en sá seinni fyrir 20. febrúar. Fundirnir skulu haldnir í samráði við stjórn og yfirþjálfara.
Villa
 • Error loading feed data