Um fimleikadeildina

Haustið 2010 urðu þáttaskil í sögu fimleikadeildar Fylkis þegar nýtt æfingahúsnæði deildarinnar var tekið í notkun. Eftir áratugabaráttu félagsins fyrir bættri aðstöðu til íþróttaiðkunar samdist loks um að í stað nýbyggingar yrði fyrrum MEST-húsið í Norðlingaholti nýtt af Reykjavíkurborg til íþrótta- og tómstundastarfs. Sumarið 2010 var hafist handa við breytingar á húsinu svo innrétta mætti sérhannaða fimleika- og karatesali á neðri hæð hússins, fullkomna búningsaðstöðu, aðstöðu þjálfara og starfsfólks og fundarherbergi. Á efri hæðinni er danssalur Fylkis en hæðin hýsir að öðru leyti frístundaheimilið Holtasel og félagsmiðstöðina Holtið, sem Íþrótta- og tómstundaráð rekur.

Það má því með sanni segja að fimleikadeildin lifi nú nýtt vor í starfsemi sinni. Í fjölda ára hafa þrengsli og aðstöðuleysi hamlað vexti deildarinnar og takmarkað möguleika þjálfara og iðkenda. Eftir flutningana í nýtt húsnæði hefur deildin sprungið út, hugsjónir og hugmyndir sem árum saman þurfti að slá á frest hafa fengið að blómstra og iðkendum hefur nú þegar fjölgað um þriðjung. Fimleikadeildin státar einnig af nokkrum af reyndustu þjálfurum landins, nokkrir þeirra hafa full dómararéttindi og einn er alþjóðlegur dómari. Lögð er áhersla á menntun og reynslu þjálfara og að þeir séu ekki undir 18 ára aldri. Haustið 2010 eru allir þjálfararnir utan einn 19 ára og eldri.

Starfsemi

Frekari upplýsingar eru veittar í  This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.