Thelma á landsliðsæfingu !

Thelma Lóa Hermannsdóttir leikmaður Fylkis hefur verið valin á úrtaksæfingar U17 ára landsliðs kvenna. Æfingarnar fara fram næstkomandi helgi, 20.-22. nóvember.

Við Fylkismenn erum stoltir af okkar fulltrúa og óskum Thelmu góðs gengis á æfingunum.
Thelma er ekki eini fulltrúi kvennaknattspyrnunnar í Fylki sem hefur verið boðaður á æfingar undanfarið en eins og áður hefur komið fram æfðu þær Brigita Morkute og Þóra Kristín Hreggviðsdóttir með úrtakshópi stúlkna fæddum árið 2001 fyrir stuttu síðan.

Áfram Fylkir og áfram stelpur!

 

Fylkir framlengir við þrjá unga leikmenn

Fylkir hefur framlengt samninga við þrjá leikmenn meistaraflokks karla en þetta eru þeir Ragnar Bragi Sveinsson,  Daði Ólafsson og Orri Sveinn Stefánsson.

Ragnar Bragi er 21 árs sóknarmaður sem hefur leikið 42 leiki fyrir félagið í efstu deild og bikar og skorað fimm mörk. Ragnar Bragi er uppalinn Fylkismaður og lék sinn fyrsta deildarleik 15 ára árið 2010. Árið 2011 gekk hann til liðs við þýska liðið Kaisers­lautern en snéri heim í Fylki fyrir tímabilið 2014. Ragnar hefur leikið fimm leiki með U-19 ára landsliði Íslands og sjö leiki með U-17 ára landsliðinu og skorað í þeim tvö mörk.

Daði Ólafsson er 21 árs miðjumaður sem getur einnig leyst stöðu vinstri bakvarðar. Daði er uppalinn í Fylki og hefur leikið 22 leiki í deild og bikar fyrir félagið.

Orri Sveinn Stefánsson er 19 ára varnarmaður og er einnig uppalinn i félaginu. Á síðustu leiktíð lék Orri á láni hjá Huginn á Seyðisfirði sem tryggði sér sigur í 2.deild, þar spilaði hann 21 deildarleiki og skoraði 3 mörk. Orri á að baki 3 landsleiki með U-19 ára landsliði Íslands.

Knattspyrnudeild Fylkis lýsir yfir mikilli ánægju með að tryggja framtíð þessara ungu og efnilegu leikmanna.

1 MG 3307


Villa
  • Error loading feed data