Þóra og Brigitta á landsliðsæfingu

Úlfar Hinriksson hefur valið hóp stúlkna af Suður- og Vesturlandi fæddar 2001 til æfinga 30. október – 1. nóvember næstkomandi.  Í hópnum eru tvær Fylkisstelpur, þær Þóra Kristín Hreggviðsdóttir og Brigita Morkute.  Óskum við þeim til hamingju og góðs gengis.

 

Sitó í Fylki

Jose Enrique Seoane Vergara „Sitó“ hefur skrifað undir eins árs samning við Fylki. Sitó sem er 26 ára, fæddur á Spáni og hefur spilað með liðum bæði á Spáni og í Bandaríkjunum. S.l. kepnnistímabil spilaði Sitó með ÍBV í Pepsi-deildinni og skoraði sex mörk í ellefu leikjum. Stjórn knattspyrnudeildar Fylkis lýsir yfir mikilli ánægju að Sitó sé genginn til liðs við Fylki.

Stelpurnar stóðu sig vel í sumar

Það er óhætt að segja að fótboltastelpurnar í 5. og 4. Flokki kvenna hafi staðið sig frábæralega í sumar.  Í 5.flokki voru um 35 stelpur að æfa í sumar og var flokkurinn með 4 lið.  Mikill metnaður og áhugi einkenndi þennan hóp og tóku þær allar miklum framförum. Helsti árangur flokksins í sumar var að í Reykjavíkurmótinu vann C-liðið, B-liðið varð í 3.sæti og A-liðið  í 2.sæti.

Í Íslandsmótinu varð D-liðið Íslandsmeistari og A-liðið komst í úrslitaleik bæði á Pæjumótinu í Eyjum og á Símamótinu.   Anna Kolbrún Ólafsdóttir, miðjumaður í A- liðinu var svo valin efnilegasti leikmaður Pæjumótsins í eyjum. Þar voru tæplega 700 þátttakendur svo heiðurinn er mikill og eru Fylkismenn stoltir af því að eiga efnilegasta leikmann 5.flokks í sínum röðum þetta árið.

Keppnistímabilið fór rólega af stað hjá stúlkunum í 4.flokki kvenna en bæði A & B-lið lentu í 4.sæti í Reykjavíkurmótinu. Stúlkurnar voru staðráðnar í því að gera enn betur í Íslandsmótinu og fór það svo að bæði lið höfnuðu í 2.sæti í sínum riðli sem gaf þáttökurétt í sjálfri úrslitakeppninni. A-liðið lenti þar í 2.sæti í sínum riðli í úrslitakeppninni og B-liðið lenti í 3.sæti.

Árangurinn og framfarirnar voru ekki það eina sem stóð upp úr þetta árið því eldra árið fór í ógleymanlega keppnisferð til Finnlands og tóku þar þátt í Helsinki cup. Ferðin heppnaðist með eindæmum vel og ljóst þykir að stelpurnar hafi skapað þar minningar sem munu fylgja þeim alla ævi. Yngra árið ásamt liðsstyrk úr 5.flokki kvenna ákvað hinsvegar að skella sér í Laugardalinn og taka þátt í ReyCup þetta árið. Stemmningin í hópnum var gífurlega góð og gerðu þær sér lítið fyrir og sigruðu mótið örugglega í keppni B-liða.

Floridana völlurinn

Ölgerðin og Knattspyrnudeild Fylkis undirrituðu samstarfssamning síðastliðinn laugardag til ársins 2018. Samstarf Knattspyrnudeildar Fylkis og Ölgerðarinnar spannar nú á annan áratug og hefur verið bæði ánægjulegt og árangursríkt. Þessi nýi samningur styrkir samstarfið enn frekar. Framvegis ber Fylkisvöllurinn nafnið Floridana völlurinn

floridana

Hefur barnið þitt týnt fatnaði?

Mikið af óskilafötum hafa safnast fyrir í Fylkishöll síðustu mánuði.  Viljum við biðja þá sem sakna einhvers að koma í Fylkishöll og ath hvort það leynist þar. Farið verður með fötin sem hafa safnast fyrir 1. september 20015 í fatasöfnum Rauða Krossins 20. október næstkomandi. 

Starfsfólk Fylkishallar

Óskilamunir

Reynir hættir hjá Fylki

Reynir Leósson hefur látið af stöfum sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla. Reynir óskaði eftir því að láta af stöfum nú um helgina en fyrir hann liggur ný áskorun á hans þjálfaraferli. Reynir var ráðinn í þjálfarateymi Fylkis fyrir síðasta tímabil ásamt Ásmundi Arnarssyni og kláraði tímabilið síðan með Hermanni Hreiðarssyni sem tók við af þeim fyrrnefnda um mitt sumar. Leit Fylkis að eftirmanni hans er hafin.

Knattspyrnudeild Fylkis þakkar Reyni fyrir gott starf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. Fylkir á vonandi eftir að njóta aftur starfskrafta hans í framtíðinni.

 


Villa
  • Error loading feed data