Fylkir - Keflavík

Sunnudaginn 22. júní á Fylkir heimaleik við Keflavík í Pepsi deild karla. Leikurinn hefst kl. 19:15. Veðurspáin er góð fyrir sunnudaginn og stefnir því skemmtilegan fótboltaleik.

Heyrst hefur að harðir Fylkismenn í Noregi ætli að mæta á völlinn á sunnudag til að hvetja strákana áfram.

Nú verða allir að standa við bakið á strákunum og hvetja þá áfram til sigurs. Við hvetjum alla til að mæta tímanlega og fá sér glóðarsteiktan hamborgara og ískalda pepsi fyrir leik

FYLKISMENN FYLLUM STÚKUNA!!

Ágætu Fylkismenn

Í dag miðvikudaginn 11.júní kl. 19:15 spilar mfl karla í Fylki fyrsta heimaleik sinn á Íslandsmótinu í knattspyrnu 2014.  Þetta er Risastór dagur fyrir okkur Fylkismenn því þetta er jafnframt vígsluleikur nýrrar stúku við Fylkisvöll hjá mfl karla (vígsluleikur kvennaliðsins var í gær).  Ásýnd Fylkisvallar hefur tekið stakkarskiptum og risið hefur ein glæsilegasta stúka landsins.  Ekki nóg með það heldur hefur hún m.a. risið með frábæru framtaki gallharðra Fylkismanna sem lagt hafa nótt sem nýtan dag í sjálfboðavinnu til þess að allt sé klárt.  Fylkismenn hafa beðið lengi eftir þessari stund og nú er komið að því.

Þóra Björg í Fylki

 

Knattspyrnudeild Fylkis hefur samið við Þóru Björgu Helgadóttur en hún er að koma heim úr atvinnumennsku í júlí. Þóra sem er fædd 1981 hefur spilað Í Noregi, Svíþjóð, Belgíu og Ástralíu en með Breiðablik og KR hér heima. Hún hefur spilað 103 A landsleiki og 44 leiki með yngri landsliðum.

Happdrætti!

Þrjár deildir félagsins, blakið, handboltinn og fótboltinn, hafa sett í gang veglegt páskahappdrætti og verða miðar til sölu núna næstu daga. Dregið verður miðvikudaginn 16. apríl. 

Yfir 300 vinningar eru í boði!  Fyrsti vinningur er 47" sjónvarp frá Sjónvarpsmiðstöðinni að verðmæti 250 þúsund, annar vinningur stórt og veglegt Berghoff grill frá Takk að verðmæti 191 þúsund, svo koma þrír vinningar á 100 þúsund sem eru ferðavinningur frá Vita ferðum, 39" sjónvarp frá Sjónvarpsmiðstöðinni og 29" reiðhjól frá Erninum. Fjöldi annarra glæsilegra vinninga - heildarskrá yfir vinninga má nálgast hér!

Kaupið endilega miða og styrkið með því starfið í þessum deildum og um leið þá iðkendur sem eru að selja!


Villa
  • Error loading feed data