Allt Fylkisfólk saman í bíó.:)

Allt Fylkisfólk saman í bíó.:)

Sérstök Fylkis fjölskyldusýning á Ralf rústar Internetinu verður í Sambíóunum fimmtudaginn 13.des, kl 17:30. Allur ágóði rennur til Fylkis. Krakkar, mömmur, pabbar, afar og ömmur velkomin. Sýningin verður auglýst frekar á næstu dögum. Takið daginn frá.

Myndaniðurstaða fyrir ralph breaks the internet 2

María Björg í Fylki

María Björg í Fylki

María Björg Fjölnisdóttir sem var á láni hjá Fylki síðasta sumar frá Breiðablik hefur samið við Fylki til tveggja ára.

María Björg er fædd árið 2000 en þrátt fyrir ungan aldur hefur hún spilað 58 mótsleiki í meistaraflokki, þar af 20 með Fylki síðasta sumar.

María Björg á að baki 14 leiki með U-17 ára landsliði Íslands.

Við bjóðum Maríu hjartanlega velkomna í Fylki.

Image may contain: 1 person, smiling, standing and text

Heimavöllur Fylkis verður Würth völlurinn

Heimavöllur Fylkis verður Würth völlurinn

watermarkHaraldur Leifsson framkvæmdarstjóri Würth, Hafsteinn Steinsson verkefnastjóri, Guðmann Hauksson vallarstjóri og Hörður Guðjónsson framkvæmdarstjóri Fylkis eftir undirritun samningsins.
Haraldur Leifsson framkvæmdarstjóri Würth, Hafsteinn Steinsson verkefnastjóri, Guðmann Hauksson vallarstjóri og Hörður Guðjónsson framkvæmdarstjóri Fylkis eftir undirritun samningsins.
Mynd: Fylkir
 
 
 
 
 
 
Í gær var skrifað undir samstarfssamning á milli Knattspyrnudeildar Fylkis og Würth á Íslandi ehf. Samningurinn er til tveggja ára og mun heimavöllur Fylkis bera nafnið Würth völlurinn ásamt því að merki Würth verði á keppnistreyjum meistaraflokka Fylkis, bæði hjá körlum og konum 

Würth varð árið 2017 einn af aðalstyrktaraðilum knattspyrnudeildar Fylkis og er með merki sitt framan á búningum hjá meistaraflokkum félagsins. Nú hafa Würth og Fylkir ákveðið að efla samstarfið enn frekar. 

„Þetta eru frábærar fréttir fyrir Fylki enda hefur samstarfið við Würth verið frábært. Við erum ánægð að tengja okkur við fyrirtæki eins og Würth, öflugt alþjóðlegt fyrirtæki sem hefur metnað til að standa sig vel og er keyrt áfram af góðri liðsheild. Okkur hlakkar til áframhaldandi samstarfs við Würth," segir Hafsteinn Steinsson verkefnastjóri hjá Fylki. 

„Würth á Íslandi ehf, tók þá stefnu fyrir tveimur árum að styrkja það íþróttafélag sem er í nágrenni við höfuðstöðvar þess sem er Fylkir og hefur gert það mjög myndarlega. Würth óskar bæði knattspyrnu konum og körlum Fylkis velfarnaðar á næstu árum. Áfram Fylkir," segir Haraldur Leifsson framkvæmdarstjóri Würth á Íslandi 

Um Würth á Íslandi ehf. 
Würth á Íslandi var stofnað árið 1988. Würth samsteypan samanstendur af rúmlega 400 fyrirtækjum í 80 löndum með ríflega 77 þúsund starfsmenn. Würth á Íslandi ehf. einbeitti sér fyrst að þjónustu við bifreiðaverkstæði, en síðan við tré og málmiðnaðinn ásamt þjónustu við almennan iðnað. Af 38 starfsmönnum eru 20 sölumönnum ásamt útibúum í Reykjavík, Hafnarfirði og á Akureyri. Würth einnig með eigin útkeyrslu frá Norðlingaholti og þjónustar viðskiptavini sína með velþjálfuðu starfsfólki. Heimsóknir sölumanna eru skipulagðar með vikulegu og eða mánaðarlegu millibili um allt land. Sölumenn undirbúum hverja heimsókn með tilliti til helstu söluvara ásamt kynningu á vöruhópum eins og efnavöru, slípi- og skurðarverkfærum, persónuhlífum, rafmagnsvörum, festingum eða verkfærum. Í hverri heimsókn einbeitir sölumenn Würth sér að heildarlausn fyrir hvern vöruhóp, auk þess að fara yfir helstu söluvörur. Würth á Íslandi ehf er með u.þ.b 10.000 af helstu vörunúmerum á lager sem eru seld hjá Würth fyrirtækjunum. Til að nálgast viðskiptavini sýna sem best vinnur Würth undir merkjum þess að “Fagfólk velur Würth” með einstakri þjónustu og faglegum lausnum í hverjum vöruhóp. 

Ný stjórn knattspyrnudeildar Fylkis

Ny stjórn knattspyrnudeildar Fylkis var kjörin á aðalfundi deildarinnar fimmtudaginn 25.október 2018.  Ný stjórn er skipuð þeim Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttir, Stefaníu Guðjónsdóttir, Þórði Gíslasyni, Sigfúsi Kárasyni og Arnari Þóri Jónssyni. Stefanía og Arnar koma ný inn í stjórnina. Kolbrún var svo kjörin formaður knattspyrnudeildar Fylkis.  Þorvarður Lárusson og Unnur Gylfadóttir láta af störfum og er þeim þökkuð frábær störf fyrir félagið.

stjórn knd2


Villa
  • Error loading feed data