Hópferð til Vestmannaeyja

Fylkir mætir ÍBV í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins laugardaginn 4.júlí í Vestmannaeyjum og hefst leikurinn kl. 16:00. Knattspyrnudeild Fylkis vill kanna hvort að áhugi sé á hópferð stuðningsmanna á leikinn. Stefnt er að því að leggja af stað kl. 10:15 frá Árbæjarkirkjuplaninu. Kostnaður er 6.000 kr og innifalið í því er rútuferð og miðar í Herjólf báðar leiðir, greitt með reiðufé (seðlum). Lágmarksþátttaka er 30 manns. Þeir sem ætla að vera með þurfa að senda staðfestingu á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir hádegi á fimmtudag 2.júlí.

Fótboltaveisla og skemmtileg dagskrá á Fylkisvelli á sunnudaginn næsta !

 Viltu komast á leik hjá A-liðum Íslands, fá þér pylsu eða fara í hoppukastala?

Úrslitakeppni Evrópumóts U17 kvenna stendur nú yfir á Íslandi og á sunnudaginn næsta fara fram tveir leikir á Fylkisvelli. Þetta eru sannkallaðir stórleikir en klukkan 13:00 spila Frakkland og Sviss og klukkan 19:00 spila Þýskaland og England.  Hér er frábært tækifæri til að sjá bestu leikmenn Evrópu í þessum aldursflokki spila. Frítt er á leikina.

Þess ber að geta að Ísland er meðal þátttökuliða og eigum við í Fylki tvo leikmenn í því liði. Það eru þær Selma Sól Magnúsdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir.

Rúmlega klukkutíma fyrir hvorn leik verður boðið upp á knattþrautir, hoppukastala og grillaðar pylsur. Landsliðskonur munu einnig líta við á alla velli, heilsa upp á krakkana, dreifa plakötum af landsliðum Íslands og árita. Einnig verður happdrætti á hverjum leik þar sem miðar á landsleiki með A-landsliðum kvenna og karla verða meðal vinninga. Dregið verður út á meðan leikjum stendur en vinningshafar verða að vera á staðnum til að hljóta vinningana.

Það er því ríkt tilefni til að skella sér á leikina og skemmta sér ærlega. Boðið verður upp á pylsur, hoppukastala og knattþrautir fyrir leikina og svo er dregið úr happdrættismiðum undir lok leikja.

Sjáumst á vellinum! 

Leikdagur

Vikud

Leikvöllur

Tími

Leikur

28. júní

Sun.

Fylkisvöllur

19:00

ÞÝS-ENG

28. júní

Sun.

Fylkisvöllur

13:00

FRA-SVI

 

Ungur Fylkismaður styrkti knattspyrnudeild Fylkis

Egill Hrafn 9 ára gamall iðkandi og stuðningsmaður Fylkis safnaði 1.100 kr sem hann gaf knattspyrnudeild Fylkis.  Tók hann það fram þegar hann afhenti peninginn að við gætum notað hann til að kaupa bolta eða betri leikmenn.  Knattspyrnudeild Fylkis þakkar Agli kærlega fyrir stuðninginn og mun peningurinn nýtast vel.  Hér er greinilega á ferðinni sannur Fylkismaður með stórt Fylkishjarta.

Andlátstilkynning

Þorsteinn Elías Þorsteinsson þjálfari Fylkis 3. flokks kvenna í knattspyrnu lést mánudaginn 8. júní 2015.

Sunnudaginn 7. júní veiktist Þorsteinn alvarlega á æfingu hjá 3. flokk kvenna. Stúlkur á æfingu komu Þorsteini til hjálpar og sóttu aðstoð í Árbæjarþrek. Veitt var fyrsta hjálp og honum komið undir læknishendur.

Barna- og unglingaráð og stjórnendur í Fylki boðuðu til fundar á sunnadagskvöldinu með þeim sem vitni urðu að atvikinu og aðstandendum. Þór Hauksson sóknarprestur í Árbæjarkirkju var viðstaddur fundinn. Áfram verður lögð áhersla á að hlúa að þeim sem komu að málinu.

Starfsfólk Fylkis vill koma á framfæri samúðarkveðjum til aðstandenda og vina Þorsteins. Hugur okkar er hjá þeim sem hafa um sárt að binda.

Með kveðjum,

Árni Jónsson,

framkvæmdastjóri Fylkis.

Bryndís Hrönn í Fylki

Kvennalið Fylkis hefur fengið liðstyrk en Bryndís Hrönn Kristinsdóttir er komin með leikheimild.

Bryndís kemur frá ÍBV en hún er fædd 1994. Hún hefur spilað 32 leiki í efstu deild með ÍBV og Stjörnunni.

Sandra Sif í Fylki

Sandra Sif í Fylki

Sandra Sif Magnúsdóttir hefur gert tveggja ára samning við Fylki. Hún hefur spilað137 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 29 mörk með Breiðablik og FH.

Sandra sem er fædd 1988 á að baki 23 leiki með yngri landsliðum Íslands og skorað í þeim 3 mörk.

Við bjóðum Söndru velkomna í Árbæinn

Myndir Einar Ásgeirsson