
LEIKUR Í KVÖLD - TVÆR VALDAR Í LANDSLIÐIÐ
Kvennalið Fylkis spilar í kvöld þriðjudaginn 9.febr í undanúrslitum Reykjarvíkurmóts í knattspyrnu
FYLKIR - KR
18:45
Egilshöll
Mætum og styðjum stelpurnar okkar til sigurs.
Tveir leikmenn kvennaliðsins voru valdar til að spila leik gegn Póllandi föstudaginn 12.febrúar í Póllandi.
Þetta eru þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem hefur verið í liðinu undanfarið og svo er það nýliðin Eva Núra Abrahamsdóttir.