SKÖTUVEISLA - ALLIR AÐ MÆTA

Það er hægt að bóka borð á: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Drykkur fylgir með maltíð. 

Mynd frá Íþróttafélagið Fylkir.

SKÖTUVEISLA 2018

SKÖTUVEISLA 2018

Minnum á Skötuveisluna sem verður sunnudaginn 23.des kl 11:30 - 14. 
Skata, Saltfiskur og fiskibollur.

Vonandi mæta allir Árbæingar og Fylkisfólk í þessa veislu. 
Verslum í heimabyggð.

Verð 4.500.-
Borðapantanir: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Vinsamlega deilið.

Fylkir og Hjálparsveit skáta áfram í samstarfi.

Fylkir og Hjálparsveit skáta áfram í samstarfi.

Íþróttafélagið Fylkir og Hjálparsveit skáta í Reykjavík hafa gert með sér nýjan samstarfssamning varðandi flugeldasölu í félagsaðstöðu Fylkis en skrifað var undir samning til tveggja ára.

Flugeldasala Fylkis hefur síðustu ár verið í stúku félagsins við keppnisvöll en Hjálparsveit skáta tók við sölunni fyrir síðustu áramót og gekk samstarfið vel og því ákveðið að framlengja samninginn.

,,Það er frábært fyrir Fylki að tengja sig áfram við Hjálparsveit skáta enda frábært starf unnið af hjálparsveitinni. Við ætlum að gera okkar allra besta til að samstarfið gangi sem best og að sjálfsögðu treystum við á að Fylkisfólk og Árbæingar versli sína flugelda hjá Hjálparsveit skáta við Fylkisvöll og styðji þannig gott starf beggja aðila. " Segir Hörður Guðjónsson framkvæmdarstjóri Fylkis

"Við erum ánægð að halda áfram samstarfinu við Fylki og hlökkum til að mæta aftur á Fylkisvöllinn, samstarfið gekk mjög vel í fyrra. Við vonumst eftir að sem flestir Árbæingar og Fylkisfólk versli í Fylkisstúkunni en þannig er hægt að styrkja tvö öflug félög", segir Ylfa Garpsdóttir formaður flugeldanefndar HSSR.

Mynd: Hörður Guðjónsson framkvæmdarstjóri Fylkis og Ylfa Garpsdóttir formaður flugeldanefndar HSSR.

Image may contain: 2 people, people smiling, people standing

Allt Fylkisfólk saman í bíó.:)

Allt Fylkisfólk saman í bíó.:)

Sérstök Fylkis fjölskyldusýning á Ralf rústar Internetinu verður í Sambíóunum fimmtudaginn 13.des, kl 17:30. Allur ágóði rennur til Fylkis. Krakkar, mömmur, pabbar, afar og ömmur velkomin. Sýningin verður auglýst frekar á næstu dögum. Takið daginn frá.

Myndaniðurstaða fyrir ralph breaks the internet 2

María Björg í Fylki

María Björg í Fylki

María Björg Fjölnisdóttir sem var á láni hjá Fylki síðasta sumar frá Breiðablik hefur samið við Fylki til tveggja ára.

María Björg er fædd árið 2000 en þrátt fyrir ungan aldur hefur hún spilað 58 mótsleiki í meistaraflokki, þar af 20 með Fylki síðasta sumar.

María Björg á að baki 14 leiki með U-17 ára landsliði Íslands.

Við bjóðum Maríu hjartanlega velkomna í Fylki.

Image may contain: 1 person, smiling, standing and text


Villa
  • Error loading feed data