ÞAKKIR TIL STUÐNINGSMANNA

KÆRA FYLKISFÓLK

Því miður voru úrslit leiksins í gær ekki nógu góð.

En okkur langar að þakka stuðningsfólki fyrir þeirra framlag. Það var vel mætt á völlinn og gaman að sjá svona mikið af fólki í ORANGE. 
Vonandi verður þetta til þess að við mætum alltaf í ORANGE á völlinn.

Strákarnir spila næsta leik á sunnudaginn.
FJÖLNIR - FYLKIR
Sunnudagur 28.ágúst 
kl 18:00

Mætum og styðjum strákana.

ÁFRAM FYLKIR

MÁLUM ÁRBÆINN ORANGE

FYLKIR - ÍA
Mánudagur 22.ágúst kl 18:00
Floridanavöllurinn

Strákarnir okkar stóðu sig frábærlega í Vestmannaeyjum og nú skulum við styðja þá til sigurs í Árbænum á mánudaginn.

*Allir þeir sem mæta í ORANGE peysu/jakka fá frítt á völlinn í boði styrktaraðila.

Mætum snemma, fáum okkar besta hamborgara í bænum og skemmtum okkur saman.

ÞESSIR FRÁBÆRU STYRKTARAÐILAR LEIKSINS ERU
ORKAN - ZENUS - SJÓVÁ - CINTAMANI - ASKJA

*ath það verður að vera ORANGE peysa /jakki til að fá frítt á völlinn

ÁFRAM FYLKIR

EYJAR Á FIMMTUDAG - MÆTUM Á VÖLLINN

Á fimmtudaginn spila strákarnir í Eyjum. Þetta er mjög mikilvægur leikur. Vonandi skellir Fylkisfólk sér í ferðalag og mætir til að styðja strákana.

FIMMTUDAGUR 18.ÁGÚST
ÍBV - FYLKIR
18.00

ÁFRAM FYLKIR

PEPSIDEILD KVENNA

Eru ekki allir á leið til Eyja á morgun ?
Þá er endilega að skella sér á völlinn.
PEPSI DEILD KVENNA
Þriðjudagur 9.ágúst
ÍBV - FYLKIR
KL 18:00
Mætum og styðjum stelpurnar okkar til sigurs.

STÖNDUM SAMAN

Kæra Fylkisfólk

Mig langar að byrja á að þakka fyrir stuðninginn sem félagið okkar hefur fengið það sem af er sumri.

Eins og staðan er í dag þá er karlalið okkar í mikilli baráttu um að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. 
Það eru mörg stig í pottinum og því mikilvægt að við þéttum raðirnar og styðjum strákana í baráttunni sem framundan er. Gengið hefur verið undir væntingum en það eru allir að reyna að snúa við gengi liðsins.

Fólk mun alltaf hafa skoðun á gengi liðsins, hver er að spila ofl og það mun ekki breytast. En það sem vonandi breytist aldrei er að við styðjum Fylki, félag sem sameinar okkur í svo mörgu góðu.

Það geta alltaf allir gert betur og það er það sem knýr okkur áfram sem komum að félaginu, við viljum gera betur.

Mig langar að biðja ykkur kæru félagar að hjálpa okkur, liðinu okkar. Með jákvæðni, virkum stuðningi og eldmóð þá getum við létt undir með liðinu. Strákarnir, já og stelpurnar þurfa stuðning, ekki bara þegar vel gengur heldur alltaf.
Mætum á leikina, komum jákvæðum skilaboðum á leikmenn okkar og þá kemur gleðin og í framhaldinu stigin.

Með von um góða tíma og gott Fylkis sumar/haust.

Sjáumst á vellinum.

Ásgeir Ásgeirsson
Formaður knattspyrnudeildar Fylkis


Villa
  • Error loading feed data