Nýtt knattspyrnutímabil byrjar 19.september

Nýtt tímabil í fótboltanum hefst mánudaginn 19. september.  Skráning fyrir nýtt tímabil hefst mánudaginn 12. september á heimasíðu félagsins. Hægt er að lækka hvert æfingagjald um 15.000 gegn því að forráðamaður eða einhver tengdur iðkanda dæmi nokkra leiki í yngri flokkum félagsins. 

a lið fylkis

HVAR VARST ÞÚ ÞEGAR FYLKIR VARÐ FYRST ÍSLANDSMEISTARI ?

17. ágúst 1986 eignaðist Fylkir sína fyrstu Íslandsmeistara í knattspyrnu og var það 4. fl. félagsins eftir sigur á Breiðabliki í vítaspyrnukeppni. 
Í tilefi þess ætla þessi sömu lið að spila einn léttan leik á gervigrasinu á Fylkisvelli til að fagna þessu 30 ára afmæli fyrstu Íslandsmeistaranna.

Leikurinn hefst kl. 15 og er ókeypis inn. 
Frjáls framlög svo sem súrefnisgjöf og eitt gott klapp vel þegið.

FYLKIR - BREIÐABLIK
Laugardagur 3.September

FYLKISVÖLLUR (GERVIGRAS)
KL 15:00


Villa
  • Error loading feed data