Síldarveisla 2015

Knattspyrnudeild Fylkis vill færa Sigrúnu, Kollu, Guðnýju og Öldu bestu þakkir fyrir frábæra Síldarveislu laugardaginn 3. október. Fjölmargir gestir lögðu leið sína í Fylkishöllina og var mikil gleði með frábært hlaðborð sem þær stöllur báru fram.

Á myndinni eru Sigrún, Kolla, Guðný og Alda.

Óvissuferð 3kv

Byrjuðum kl. 11.00 niður í skylmingafélagi þar sem stelpurnar fengu smá kennslu í skylmingum, sem endaði með keppni. Áður var þeim skipt í tvo hópa. Svo gengu þær niður að Húsdýra og fjölskyldugarði og verkefnin sem þær áttu að leysa var að nefna hópinn sinn, búa til merki hópsins úr stökum sokkum sem þær tóku með sér og taka viðtal við einhvern um mikilvægi útivistar. Niður í Húsdýra þá fengum við okkur að borða, vorum með nesti. Næst áttu þær að hitta okkur í Hagkaup í Holtagörðum,, á leiðinni áttu þær að semja hvatnigahróp fyrir hópinn sinn,,þar sem nafnið kæmi fram( annað liðið hét Nipplurnar og hitt Kjölturakkarnir) einnig áttu þær að semja og dansa sólarsömbu,, við vildum sól. Þegar niður í Hagkaup kom fengu þær 4 mínútur til að kaupa nasl fyrir kvöldið. þær áttu að kaupa að lágmarki 3 strikamerki af hollustu, eina ídýfu og einn snakkpoka,, máttu kaupa nammi fyrir afganginn. Þær máttu kaupa fyrir kl.5000.- og fengu mínus fyrir hverja krónu of mikið eða lítið. Einnig mínus ef þær hlypu niður kúnna eða starfmann. Ég hef sjaldan orðið vitni að öðrum eins hlaupum í Hagkaup,,en sem betur fer slysalaust. Síðan röltu þær í Húsasmiðuna í Skútuvogi,, þar átti annar hópurinn að búa til auglýsingu um Húsasmiðjuna og Blómaval,, hinum hópnum var skutlað að Slippfélaginu þar sem þær áttu að búa til auglýsingu,, meðan hinn hópurinn var sóttur. Eftir það fóum við í Bogfimisetrið,, mjög gaman. Síðan var þeim skutlað á völlin þar sem Fylkir tók á móti KR,,kvenna. Eftir leikinn var stutt æfing,,þar sem spilað var með ljóta húfu og sólgleraugu,,eitt af þvi sem þær áttu að taka með sér. Síðan grilluðu þær,,kjúllalundir,, græjuðu salat og spjölluðu. Eftir matinn var farið í búbblubolta,, . Að lokum horfðu þær saman á stuttmyndir sem þær gerðu fyrir 4 árum í ferð í Skálafell,,þær grétu af hlátri.  Það var kátur og þreyttur hópur sem fór heim til sín þegar klukkan var að halla í miðnætti.  

 

IMG 2177 3

Fylkir-Keflavík í dag

Í dag mánudaginn 17. ágúst fer fram leikur Fylkis og Keflavíkur í pepsi-deild karla á Fylkisvelli og hefst hann kl. 18:00. Hvetjum við alla Fylkismenn til að mæta á völlinn tímanlega og fá sér hammara fyrir leik. Áfram Fylkir !!

Risaleikur í kvöld, Upphitun á Blásteini !!

Fylkir mætir KR í kvöld mánudagskvöldið 10. ágúst á KR vellinum í sannkölluðum Risaleik og hefst leikurinn klukkan 19:15.  Hér er um gríðarlega mikilvægan leik að ræða fyrir bæði lið.  Hvetjum alla Fylkismenn til að mæta á völlinn og láta vel í sér heyra.  Áfram Fylkir!! 

Það verður upphitun á Blásteini sem býður upp á tilboð af mat og drykk.  Síðan er frí rúta kl. 18:30.

Hópferð til Vestmannaeyja

Fylkir mætir ÍBV í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins laugardaginn 4.júlí í Vestmannaeyjum og hefst leikurinn kl. 16:00. Knattspyrnudeild Fylkis vill kanna hvort að áhugi sé á hópferð stuðningsmanna á leikinn. Stefnt er að því að leggja af stað kl. 10:15 frá Árbæjarkirkjuplaninu. Kostnaður er 6.000 kr og innifalið í því er rútuferð og miðar í Herjólf báðar leiðir, greitt með reiðufé (seðlum). Lágmarksþátttaka er 30 manns. Þeir sem ætla að vera með þurfa að senda staðfestingu á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir hádegi á fimmtudag 2.júlí.