REYKJAVÍKURSLAGUR

REYKJAVÍKURSLAGUR Á SUNNUDAG

Strákarnir okkar eiga leik á sunnudag gegn Val. Það er mikilvægt að þeir fái stuðning ykkar kæra Fylkisfólk.

Mætum í ORANGE og styðjum þá til sigurs.

Fylkir - Valur
Floridanavöllurinn
Sunnudagur 7.ágúst kl 19:15

ÁFRAM FYLKIR

LEIKUR Á MIÐVIKUDAG

Á morgun miðvikudag spila strákarnir okkar við Breiðablik.

Mætum í Orange og styðjum strákana okkar til sigurs.

BREIÐABLIK - FYLKIR
MIÐVIKUDAGUR KL 19:15
KÓPAVOGSVÖLLUR

Áfram Fylkir

FRÁBÆR ÁRANGUR 3. FLOKKS FYLKIS Á USA CUP

Í síðustu viku tók 3. flokkur karla hjá Fylki þátt í USACUP mótinu í Minneapolis sem er stærsta knattspyrnumót ungmenna sem haldið er á hverju ári. Á mótið fóru þrjú lið stráka sem fæddir eru árin 2000 og 2001 og tók eitt lið þátt í U16 Gull og tvö lið í U16 Silfur keppninni. Glæsilegur árangur náðist en A lið 3. fokks vann Gull liða keppnina en hin liðin lentu í 3-4 sæti og í 5-8 sæti í Silfur keppninni. Þetta er líklega í fyrsta skipti sem íslenskt lið vinnu Gull liða keppni á USACUP en Fylkir hefur þrisvar unnið Silfur liða keppni á þessu móti.

Fylkir-Stjarnan á sunnudaginn!

Á sunnudaginn næsta 24.júlí fer fram gríðarlegar mikilvægur leikur á heimavelli Fylkis Floridanavellinum.  Þá koma funheitir Stjörnumenn í heimsókn en leikurinn hefst kl. 20:00

MÆTUM Í ORANGE OG STYÐJUM STRÁKANA TIL SIGURS.

ÁFRAM FYLKIR


Villa
  • Error loading feed data