Reynir Haraldsson til Fylkis

Reynir Haraldsson 19 ára vinstri bakvörður skrifaði rétt í þessu undir þriggja ára samning við Fylki. Reynir hefur  þrátt fyrir ungan aldur leikið 29 deildarleiki og 4 bikarleiki fyrir uppeldisfélag sitt ÍR og skorað í þeim tvö mörk. Þá á hann að baki fjóra landsleiki fyrir U-17 ára landslið Íslands. Knattspyrnudeild Fylkis býður Reyni velkominn til félagsins.

Rut Kristjánsdóttir framlengir

Rut Kristjánsdóttir sem er fædd 1993 hefur framlengt samning sinn hjá Fylki um 2 ár. 

Rut sem er miðjumaður er uppalin hjá félaginu. 

Hún hefur spilað 77 deildarleiki og skorað í þeim 13 mörk. 

Rut spilaði 5 leiki með U-17 ára landsliðinu og skoraði í þeim 5 mörk.

Ólína í Fylki - mikill liðsstyrkur

Mikill liðsstyrkur í Árbæinn

 
Ólína G Viðarsdóttir skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Fylki. Þetta er gríðarlega mikill liðsstyrkur fyrir Félagið. Ólína hefur spilað 70 A landsleik og skorað í þeim 2 mörk, 17 leiki með u-21 árs liðinu og 4 leiki með u-17. 
 
Ólína var atvinnumaður í nokkur ár í Svíþjóð og Englandi. Á Íslandi hefur hún spilað með Grindavík, Breiðablik, KR og nú síðast Val, alls153 leiki og skorað í þeim 41 mark.
 
Við bjóðum Ólínu velkomna í Fylki. Stefnan er að fá fleiri öfluga leikmenn í Árbæinn.
 
 

FYLKIR - ÞÓR/KA mánudaginn 22. september kl. 17:15.

Mánudaginn 22. september kl. 17:15 mun meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu spila síðasta heimaleik sinn á tímabilinu. Þá mæta stelpurnar Þór/KA en liðin berjast um 3. sæti deildarinnar. Það er von allra í kringum stelpurnar í meistaraflokknum að sem flestir sjái sér fært að mæta á leikinn á mánudag.

ÁFRAM FYLKIR!

 

 

FYLKIR bikarmeistari í 3. flokki

Lið Fylkis tryggði sér bikarmeistaratitil í 3.flokki kvenna í æsipennandi viðureign við Breiðablik síðastliðinn laugardag. Fylkisliðið hóf leikinn af miklum krafti og skoruðu fyrsta mark leiksins á 28. mínútu og stóðu leikar þannig þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik.

Óskum eftir gæslufólki

Stjórn knattspyrnudeildar óskar eftir sjálfboðaliðum til að stækka enn frekar hóp þeirra sjálfboðaliða sem koma að gæslumálum. Í starfinu felst að standa öryggisvaktir á fyrir og á meðan leik stendur. Áhugasamir er beðnir um að hafa samband við This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Með von um góðar undirtektir,

Gæslukveðja, Árni og Stefán.

 

gaesla