STÖNDUM SAMAN

Kæra Fylkisfólk

Mig langar að byrja á að þakka fyrir stuðninginn sem félagið okkar hefur fengið það sem af er sumri.

Eins og staðan er í dag þá er karlalið okkar í mikilli baráttu um að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. 
Það eru mörg stig í pottinum og því mikilvægt að við þéttum raðirnar og styðjum strákana í baráttunni sem framundan er. Gengið hefur verið undir væntingum en það eru allir að reyna að snúa við gengi liðsins.

Fólk mun alltaf hafa skoðun á gengi liðsins, hver er að spila ofl og það mun ekki breytast. En það sem vonandi breytist aldrei er að við styðjum Fylki, félag sem sameinar okkur í svo mörgu góðu.

Það geta alltaf allir gert betur og það er það sem knýr okkur áfram sem komum að félaginu, við viljum gera betur.

Mig langar að biðja ykkur kæru félagar að hjálpa okkur, liðinu okkar. Með jákvæðni, virkum stuðningi og eldmóð þá getum við létt undir með liðinu. Strákarnir, já og stelpurnar þurfa stuðning, ekki bara þegar vel gengur heldur alltaf.
Mætum á leikina, komum jákvæðum skilaboðum á leikmenn okkar og þá kemur gleðin og í framhaldinu stigin.

Með von um góða tíma og gott Fylkis sumar/haust.

Sjáumst á vellinum.

Ásgeir Ásgeirsson
Formaður knattspyrnudeildar Fylkis

REYKJAVÍKURSLAGUR

REYKJAVÍKURSLAGUR Á SUNNUDAG

Strákarnir okkar eiga leik á sunnudag gegn Val. Það er mikilvægt að þeir fái stuðning ykkar kæra Fylkisfólk.

Mætum í ORANGE og styðjum þá til sigurs.

Fylkir - Valur
Floridanavöllurinn
Sunnudagur 7.ágúst kl 19:15

ÁFRAM FYLKIR

LEIKUR Á MIÐVIKUDAG

Á morgun miðvikudag spila strákarnir okkar við Breiðablik.

Mætum í Orange og styðjum strákana okkar til sigurs.

BREIÐABLIK - FYLKIR
MIÐVIKUDAGUR KL 19:15
KÓPAVOGSVÖLLUR

Áfram Fylkir

FRÁBÆR ÁRANGUR 3. FLOKKS FYLKIS Á USA CUP

Í síðustu viku tók 3. flokkur karla hjá Fylki þátt í USACUP mótinu í Minneapolis sem er stærsta knattspyrnumót ungmenna sem haldið er á hverju ári. Á mótið fóru þrjú lið stráka sem fæddir eru árin 2000 og 2001 og tók eitt lið þátt í U16 Gull og tvö lið í U16 Silfur keppninni. Glæsilegur árangur náðist en A lið 3. fokks vann Gull liða keppnina en hin liðin lentu í 3-4 sæti og í 5-8 sæti í Silfur keppninni. Þetta er líklega í fyrsta skipti sem íslenskt lið vinnu Gull liða keppni á USACUP en Fylkir hefur þrisvar unnið Silfur liða keppni á þessu móti.

Fylkir-Stjarnan á sunnudaginn!

Á sunnudaginn næsta 24.júlí fer fram gríðarlegar mikilvægur leikur á heimavelli Fylkis Floridanavellinum.  Þá koma funheitir Stjörnumenn í heimsókn en leikurinn hefst kl. 20:00

MÆTUM Í ORANGE OG STYÐJUM STRÁKANA TIL SIGURS.

ÁFRAM FYLKIR


Villa
  • Error loading feed data