Óskað eftir Grillmeisturum

Stjórn knattspyrnudeildar óskar eftir sjálfboðaliðum til að taka að sér umsjón á grilli. Verkefnið er að undirbúa og grilla hamborgara á heimaleikjum karla og völdum kvennaleikjum, það vantar ekki mannskap til að grilla heldur meira að skipuleggja grillið. Við vitum að það leynast alvörur grillmeistarar víða í Árbænum sem hafa gaman af því að skipuleggja alvöru hamborgaraveislu.

FYLKIR - ÍBV

Miðvikudaginn 6. ágúst er stórleikur á Fylkisvelli en þá mætast Fylkir og ÍBV í Pepsideild karla kl. 18:00.

Strákarnir ætla að leggja allt í sölurnar og stefnir því í hörkuskemmtilegan leik.

FYLKIR - FH PEPSIDEILD KARLA

Sunnudaginn 27. júlí fer fram stórleikur á Fylkisvelli þegar Fylkir fær FH í heimsókn í Pepsideild karla kl. 19:15. FH hefur spilaði vel bæði í deild og evrópukeppni og er því verkefnið spennandi fyrir strákana. Þeir ætla að gefa allt í leikinn og vonast eftir þínum stuðningi.

ALLIR Á VÖLLINN!!!

ÁFRAM FYLKIR!!!!!

 

lidsmyndstjarnan

FYLKIR - SELFOSS

Við viljum bara enn og aftur ítreka mikilvægi þess að stelpurnar fái stuðning á leiknum. ÁFRAM FYLKIR

 Fylkir-Selfoss

Undanúrslit í Borgunarbikar kvenna

Fimmtudaginn 24. júlí kl. 19:15 verður sannkallaður stórleikur í Árbænum en þá mætast FYLKIR - SELFOSS í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna. Nú þurfa allir Fylkismenn að fjölmenna á völlinn og styðja vel við bakið á stelpunum.