Fylkir og Domusnova fasteignasala - Samstarf

Í dag skrifaði knattspyrnudeild Fylkis undir samstarfssamning við fasteignasöluna Domusnova.

Domusnova fasteignasala mun vera með auglýsingar á félagssvæðinu og styrkja það góða starf sem unnið er í Fylki.

,,Við erum mjög ánægðir að vera styrktaraðili Fylkis og við viljum láta gott af okkur leiða og teljum að íþróttir sé besta forvörninn. Þetta er flottur klúbbur sem er með lið í efstu deild bæði karla og kvenna. Það sem við sjáum í þessu líka er að Árbærinn er frábært hverfi og vonandi horfa stuðningsmenn Fylkis til okkar þegar þeir selja fasteignir. Við vonum svo sannarlega að samstarfið verði farsælt og langt. Árbæingar og Fylkisfólk, endilega hafið samaband við okkur ef þið viljið selja fasteign fljótt og fagmannlega," segir Óskar Már Alfreðsson markaðsstjóri Domusnova fasteignasölu

,,Það er alltaf gott að fá inn nýja styrktaraðila. Domusnova fasteignasala er kraftmikið fyrirtæki sem sýndi mikinn áhuga að efla Fylki og um leið Árbæinn. Við í Fylki erum því þákklát fyrir þetta samatarf og vonumst að sjálfsögðu að Árbæingar nýti sér þá þjónustu sem Domusnova fasteignasala hefur að bjóða, það hjálpar líka Fylki,"

ÁFRAM FYLKIR – ÁFRAM DOMUSNOVA

Á myndunum eru þeir Óskar markaðsstjóri Domusnova, Árni framkvæmdarstjóri Fylkis og Hermann Hreiðarsson þjálfari karlaliðs Fylkis.

Fimm drengir valdir í Reykjarvíkurúrvalið

Fimm drengir úr 4.flokki karla í Fylki (fæddir 2002) voru valdir í Reykjavíkurúrval núna í maí.

Verkefni úrvalsliðsins er að fara á Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda sem fram fer í Kisakallio í Finnlandi dagana 22.-27. maí. 
Við Fylkisfólk erum afar stolt af okkar fulltrúum og óskum þeim góðs gengis í verkefnum sínum.

Drengirnir á myndinni:

Efri röð (frá vinstri):
· Ólafur Kristófer Helgason
· Dagbjartur Alex Guðmundsson
· Axel Máni Guðbjörnsson

Neðri röð:
· Markús Máni Jónsson
· Orri Hrafn Kjartansson

ÁFRAM FYLKIR

LEIKUR Á MORGUN - GÖNGUM Á VÖLLINN

Á morgun sunnudag er fyrsti heimaleikur okkar þetta árið.

Við fáum Breiðablik í heimsókn og hefst leikurinn kl 19:15
Félögin hafa mæst 26 sinnum í efstu deild. Fylkir hefur unnið 8 leiki, Breiðablik 11 leiki og 7 leikir hafa endað með jafntefli. Í þessum leikjum hefur Fylkir hefur skorað 37 en Blikar 35 mörk.
Það er því von á hörku leik.

Á morgun er miðasala og inngangur í stúkuna í austurenda hennar (baki) og er það inngangurinn sem notaður verður til framtíðar.Salernisaðstaða verður í Árbæjarþreki en það styttist í að salernisaðstaðan færist upp í stúku.

Við mælum með því að fólk gangi á völlinn, í fyrsta lagi er gott að hreyfa sig og svo léttum við á umferð í kringum svæðið. Minnum þó á að þeir sem koma á bíl að það eru næg bílastæði upp við Árbæjarkirkju og skólann.

Heimavöllur Árbæinga fyrir leik er Blásteinn, við hvetjum fólk og fjölskyldur til að mæta þangað í upphitum.

ÁFRAM FYLKIR

LEIKURINN Á MORGUN - GÖNGUM Á VÖLLINN

Á morgun sunnudag er fyrsti heimaleikur okkar þetta árið.

Við fáum Breiðablik í heimsókn og hefst leikurinn kl 19:15
Félögin hafa mæst 26 sinnum í efstu deild. Fylkir hefur unnið 8 leiki, Breiðablik 11 leiki og 7 leikir hafa endað með jafntefli. Í þessum leikjum hefur Fylkir hefur skorað 37 en Blikar 35 mörk.
Það er því von á hörku leik.

Á morgun er miðasala og inngangur í stúkuna í austurenda hennar (baki) og er það inngangurinn sem notaður verður til framtíðar.Salernisaðstaða verður í Árbæjarþreki en það styttist í að salernisaðstaðan færist upp í stúku.

Við mælum með því að fólk gangi á völlinn, í fyrsta lagi er gott að hreyfa sig og svo léttum við á umferð í kringum svæðið. Minnum þó á að þeir sem koma á bíl að það eru næg bílastæði upp við Árbæjarkirkju og skólann.

Heimavöllur Árbæinga fyrir leik er Blásteinn, við hvetjum fólk og fjölskyldur til að mæta þangað í upphitum.

ÁFRAM FYLKIR

ÞETTA STYTTIST - RÚM VIKA Í FYRSTA LEIK

Það styttist heldur betur í að Pepsí deildin byrji, stemmninginn magnast.

Karlaliðið á fyrsta leik mánudaginn 2.maí kl 19:15 í Garðabænum á móti Stjörnunni og kvennaliðið byrjar á heimaleik gegn Val miðvikudaginn 11.maí kl 19:15. 
Minnum fólk á að tryggja sér árskort tímanlega en það er hægt með því að senda tólvupóst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og panta kort.

Nú þurfum við Fylkisfólk að fara að stilla saman stengi og gera okkur tilbúin í tímabilið. 
Að sjálfsögðu mætum við öll á Stjörnuvöllinn eftir rúma viku og styðjum okkar lið til sigurs.

Minnum líka á að við vorum að auglýsa eftir sjálfboðaliðum:
Fólki í gæslu á heimaleikjum
Undirbúning fyrir leiki á Fylkissvæðinu
Dómurum fyrir yngriflokka leiki
Önnur tilfallandi verkefni
Ef þið viljið taka þátt sendið þá tölvupóst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Meðfylgjandi mynd er að Hemma Hreiðars þjálfara en það verður að teljast mjög líklegt að hann sé tilbúinn í fyrsta leik.

SJÁLFBOÐALIÐAR

VIÐ LEITUM AÐ SJÁLFBOÐALIÐUM  -  LANGAR ÞIG AÐ TAKA ÞÁTT ?

Sumarið er tíminn.......

Við erum að leita að sjálfboðaliðum í:
Fólki í gæslu á heimaleikjum
Undirbúning fyrir leiki á Fylkissvæðinu
Dómurum fyrir yngriflokka leiki
Önnur tilfallandi verkefni

Endilega hafið samband ef þið viljið taka þátt með okkur.
Þið getið sent póst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringt í síma 897-9295.

ÁFRAM FYLKIR


Villa
  • Error loading feed data