Coerver námskeið á Fylkisvelli

Knattspyrnuskóli Coerver Coaching verður á Fylkisvelli helgina 16.-18. október. Knattspyrnudeild Fylkis, barna og unglingaráð og Coerver coaching bjóða uppá helgarnámskeið fyrir iðkendur knattspyrnudeildar Fylkis. Námskeiðið er áframhald á góðu samstarfi sem hófst fyrir ári síðan og eykur fjölbreytileika fyrir iðkendur Fylkis. Námskeiðið er gríðarlega metnaðarfullt og skemtilegt og hvetjum við alla krakka til að láta sjá sig. Tómas Ingi Tómasson yfirþjálfari drengja og Jakob Leó Bjarnason yfirþjálfari stúlkna verða viðstaddir og aðstoða ásamt fleiri þjálfurum yngri flokka Fylkis.

Námskeiðið er fyrir alla drengi og stúlkur í 3.-6. flokki.

Coerver Coaching er æfinga og kennsluáætlun í knattspyrnu sem hentar öllum aldurshópum, en sérstaklega aldrinum 8-16 ára á öllum getustigum.

Aðalmarkmið Coerver Coaching:
Er að þjálfa færni, sjálfstraust og sköpunargleði hjá leikmönnum.
Gera leikinn skemmtilegan í æfingum og leik.
Kenna góðan íþróttaanda og virðingu fyrir allt og öllu.
Virða sigur en ekki meir en gott hugarfar og frammistöðu.
Bjóða upp á öruggt og lærdómsríkt umhverfi sem mætir best þjálfunarmarkmiðunum.

Yfirþjálfari og framkvæmdastjóri Coerver Coaching á Íslandi er Heiðar Birnir Torleifsson s. 659-5700 og póstfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Dagskrá - Æfingar
Iðkendur (2005-2007) Fös kl. 16.00-17.15 Lau og Sun kl. 09.00-12.00
Iðkendur (2000-2004) Fös kl. 17.45-19.00 Lau og Sun kl. 13.00-16.00

Verð kr. 12.500 + 10% systkina afsláttur
*Iðkendur fá Coerver Coaching treyju frá Adidas

Skráning er hafin hér http://coerver.is/shop/Knattspyrnuskoli og einnig á póstfanginu This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Söfnun fyrir dætur Þorsteins

Næstkomandi laugardag, 10. október ætla 3. flokkur karla og 3. flokkur kvenna hjá Fylki að standa fyrir áheitasöfnum með því að spila fótbolta í 12 klukkustundir, frá kl. 12 á hádegi til miðnættis. Flokkarnir ætla að safna peningum til styrktar ungum dætrum fyrrverandi þjálfara þeirra, Þorsteins E. Þorsteinssonar, sem lést eftir stutt veikindi þann 8. júní sl. Allir þeir sem vilja er velkomið að koma og horfa á eða taka þátt og spila með krökkunum.  Spilað verður á Fylkisvelli til kl. 18 en þá verður farið inn í Fylkishöll.

Þeir sem vilja minnast Þorsteins og styðja við dætur hans geta lagt inn á reikningsnúmer 0535-26-500305, kennitala 571083-0199.


Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Fylkis

Síldarveisla 2015

Knattspyrnudeild Fylkis vill færa Sigrúnu, Kollu, Guðnýju og Öldu bestu þakkir fyrir frábæra Síldarveislu laugardaginn 3. október. Fjölmargir gestir lögðu leið sína í Fylkishöllina og var mikil gleði með frábært hlaðborð sem þær stöllur báru fram.

Á myndinni eru Sigrún, Kolla, Guðný og Alda.

Óvissuferð 3kv

Byrjuðum kl. 11.00 niður í skylmingafélagi þar sem stelpurnar fengu smá kennslu í skylmingum, sem endaði með keppni. Áður var þeim skipt í tvo hópa. Svo gengu þær niður að Húsdýra og fjölskyldugarði og verkefnin sem þær áttu að leysa var að nefna hópinn sinn, búa til merki hópsins úr stökum sokkum sem þær tóku með sér og taka viðtal við einhvern um mikilvægi útivistar. Niður í Húsdýra þá fengum við okkur að borða, vorum með nesti. Næst áttu þær að hitta okkur í Hagkaup í Holtagörðum,, á leiðinni áttu þær að semja hvatnigahróp fyrir hópinn sinn,,þar sem nafnið kæmi fram( annað liðið hét Nipplurnar og hitt Kjölturakkarnir) einnig áttu þær að semja og dansa sólarsömbu,, við vildum sól. Þegar niður í Hagkaup kom fengu þær 4 mínútur til að kaupa nasl fyrir kvöldið. þær áttu að kaupa að lágmarki 3 strikamerki af hollustu, eina ídýfu og einn snakkpoka,, máttu kaupa nammi fyrir afganginn. Þær máttu kaupa fyrir kl.5000.- og fengu mínus fyrir hverja krónu of mikið eða lítið. Einnig mínus ef þær hlypu niður kúnna eða starfmann. Ég hef sjaldan orðið vitni að öðrum eins hlaupum í Hagkaup,,en sem betur fer slysalaust. Síðan röltu þær í Húsasmiðuna í Skútuvogi,, þar átti annar hópurinn að búa til auglýsingu um Húsasmiðjuna og Blómaval,, hinum hópnum var skutlað að Slippfélaginu þar sem þær áttu að búa til auglýsingu,, meðan hinn hópurinn var sóttur. Eftir það fóum við í Bogfimisetrið,, mjög gaman. Síðan var þeim skutlað á völlin þar sem Fylkir tók á móti KR,,kvenna. Eftir leikinn var stutt æfing,,þar sem spilað var með ljóta húfu og sólgleraugu,,eitt af þvi sem þær áttu að taka með sér. Síðan grilluðu þær,,kjúllalundir,, græjuðu salat og spjölluðu. Eftir matinn var farið í búbblubolta,, . Að lokum horfðu þær saman á stuttmyndir sem þær gerðu fyrir 4 árum í ferð í Skálafell,,þær grétu af hlátri.  Það var kátur og þreyttur hópur sem fór heim til sín þegar klukkan var að halla í miðnætti.  

 

IMG 2177 3

Fylkir-Keflavík í dag

Í dag mánudaginn 17. ágúst fer fram leikur Fylkis og Keflavíkur í pepsi-deild karla á Fylkisvelli og hefst hann kl. 18:00. Hvetjum við alla Fylkismenn til að mæta á völlinn tímanlega og fá sér hammara fyrir leik. Áfram Fylkir !!