SJÁLFBOÐALIÐAR

VIÐ LEITUM AÐ SJÁLFBOÐALIÐUM  -  LANGAR ÞIG AÐ TAKA ÞÁTT ?

Sumarið er tíminn.......

Við erum að leita að sjálfboðaliðum í:
Fólki í gæslu á heimaleikjum
Undirbúning fyrir leiki á Fylkissvæðinu
Dómurum fyrir yngriflokka leiki
Önnur tilfallandi verkefni

Endilega hafið samband ef þið viljið taka þátt með okkur.
Þið getið sent póst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringt í síma 897-9295.

ÁFRAM FYLKIR

ÁRSKORT

Árskort

Nú styttist heldur betur í fyrsta leik í Pepsí deildinni. Fyrsti heimaleikur hjá strákunum sunnudaginn 8.maí og hjá stelpunum miðvikudaginn 11.maí.
Það er frábært hvað Fylkisfólk hefur verið duglegt að kaupa árskort síðustu ár en markmiðið er að gera enn betur þetta árið.

Kortið kostar 12.000 og er hægt að nota það bæði á karla og kvennaleiki. 
ATH að kortið gildir fyrir einn.

Hafðu samband strax og tryggðu þér árskort.
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 897-9295

ALLIR MEÐ ÁRSKORT - ALLIR Á VÖLLINN

ÁFRAM FYLKIR

Fylkir átti 8 fulltrúa á æfingum hæfileikamótunar stúlkna

Nýverið áttum við Fylkismenn fulltrúa á æfingum hæfileikamótunar stúlkna.

Dagana 21. og 22. mars æfðu eftirfarandi fulltrúar Fylkis undir handleiðslu Halldórs Björnssonar í Kórnum.

2002 mdl
Freyja Aradóttir
Ída Marín Hermannsdóttir
Jenný Rebekka Jónsdóttir
Sigrún Arna Þorvarðardóttir

2003 mdl
Anna Kolbrún Ólafsdóttir
Bryndís Arna Níelsdóttir
Gunnhildur Ottósdóttir
Margrét Mirra Þórhallsdóttir

Stúlkurnar okkar stóðu sig með stakri prýði og voru sjálfum sér og félaginu til mikils sóma.

Brigitta í U16

Brigita Morkute leikmaður Fylkis hefur verið valin á úrtaksæfingar U16 ára landsliðs kvenna.

Æfingarnar fara fram helgina, 4.- 6. mars.

Við Fylkismenn erum stoltir af okkar fulltrúa og óskum markverðinum okkar efnilega góðs gengis á æfingunum.

Brigitta valin í U16

Brigita Morkute leikmaður Fylkis hefur verið valin á úrtaksæfingar U16 ára landsliðs kvenna.

Æfingarnar fara fram helgina, 4.- 6. mars.

Við Fylkismenn erum stoltir af okkar fulltrúa og óskum markverðinum okkar efnilega góðs gengis á æfingunum.

TVEIR LEIKIR FRAMUNDAN - MFL KVENNA

Stelpurnar í meistaraflokk eru að spila tvo leiki á næstu dögum.

Fyrri leikurinn er um helgina og svo á næsta fimmtudag, báðir leikirnir fara fram í Egilshöll.

Á laugardaginn er leikur gegn ÍBV en það er fyrsti leikur stelpnana í Lengjubikarnum þetta árið.

Svo á fimmtudag er það úrslitaleikurinn í Reykjarvíkurmótinu en sá leikur er gegn Val.

Mætum og styðjum okkar stelpur til sigurs.

Laugardagur 20.febrúar kl 15:15
Fimmtudagur 25.febrúar kl 18:45

ÁFRAM FYLKIR

 


Villa
  • Error loading feed data