Thelma á landsliðsæfingu !

Thelma Lóa Hermannsdóttir leikmaður Fylkis hefur verið valin á úrtaksæfingar U17 ára landsliðs kvenna. Æfingarnar fara fram næstkomandi helgi, 20.-22. nóvember.

Við Fylkismenn erum stoltir af okkar fulltrúa og óskum Thelmu góðs gengis á æfingunum.
Thelma er ekki eini fulltrúi kvennaknattspyrnunnar í Fylki sem hefur verið boðaður á æfingar undanfarið en eins og áður hefur komið fram æfðu þær Brigita Morkute og Þóra Kristín Hreggviðsdóttir með úrtakshópi stúlkna fæddum árið 2001 fyrir stuttu síðan.

Áfram Fylkir og áfram stelpur!

 


Villa
  • Error loading feed data