Fylkir semur við Audrey Baldwin

Kvennalið Fylkis semur við Audrey Baldwin

Kvennalið Fylkis hefur samið við markmanninn Audrey Rose Baldwin. Hún er frá Bandaríkjunum  og er fædd 1992.

Audrey spilaði með liði Keflavíkur síðasta sumar en kemur frá danska liðinu  Fortuna Hjörring sem er mjög sterkt lið og spilaði í Meistaradeild Evrópu.

Eva Ýr markmaður Fylkis sem er samningsbundin félaginu er á leið í nám til Bandaríkjana í ágúst.

,,Við erum yfir okkur ánægð að hafa klófest markmann á þessum gæðaflokki.  Audrey er kominn með fína leikreynslu og fékk að kynnast Meistaradeildinni með Fortuna Hjörring.  Við erum í engum vafa um að Audrey muni smellpassa inní okkar markmið og verður spennandi samkeppni milli hennar og Evu," segir Eiður Ben þjálfari Fylkis.

,,Það eru spennandi tímar framundan hjá Fylki og það er frábært að geta verið með tvo topp markmenn hjá okkur. Það er gott og gaman að vera í Fylki," segir Ragna Lóa formaður meistaraflokks ráðs kvenna hjá Fylki.

„Ég hafði nokkra möguleika en valdi Fylki. Íslenska deildin er sterk og liðið er spennandi. Ég held að þetta muni henta báðum aðilum vel, ég get hjálpað liðinu að stíga næstu skref og ég gert það sem ég elska, að spila fótbolta og það hjá flottum klúbb.
Markmið mín fyrir komandi tímabil eru skýr, ég ætla að bæta minn leik eins mikið og ég get og vonandi um leið að hjálpa liðinu að ná sínum besta árangri," segir Audrey Baldwin

Kvennalið Fylkis semur við Audrey Baldwin

Kvennalið Fylkis hefur samið við markmanninn Audrey Rose Baldwin. Hún er frá Bandaríkjunum  og er fædd 1992.

Audrey spilaði með liði Keflavíkur síðasta sumar en kemur frá danska liðinu  Fortuna Hjörring sem er mjög sterkt lið og spilaði í Meistaradeild Evrópu.

Eva Ýr markmaður Fylkis sem er samningsbundin félaginu er á leið í nám til Bandaríkjana í ágúst.

,,Við erum yfir okkur ánægð að hafa klófest markmann á þessum gæðaflokki.  Audrey er kominn með fína leikreynslu og fékk að kynnast Meistaradeildinni með Fortuna Hjörring.  Við erum í engum vafa um að Audrey muni smellpassa inní okkar markmið og verður spennandi samkeppni milli hennar og Evu," segir Eiður Ben þjálfari Fylkis.

,,Það eru spennandi tímar framundan hjá Fylki og það er frábært að geta verið með tvo topp markmenn hjá okkur. Það er gott og gaman að vera í Fylki," segir Ragna Lóa formaður meistaraflokks ráðs kvenna hjá Fylki.

„Ég hafði nokkra möguleika en valdi Fylki. Íslenska deildin er sterk og liðið er spennandi. Ég held að þetta muni henta báðum aðilum vel, ég get hjálpað liðinu að stíga næstu skref og ég gert það sem ég elska, að spila fótbolta og það hjá flottum klúbb.
Markmið mín fyrir komandi tímabil eru skýr, ég ætla að bæta minn leik eins mikið og ég get og vonandi um leið að hjálpa liðinu að ná sínum besta árangri," segir Audrey Baldwin

Lilja Vigdís valin í U17

Lilja Vigdís Davíðsdóttir leikmaður Fylkis hefur verið valin á úrtaksæfingar U17 ára landsliðs kvenna.

Æfingarnar fara fram helgina, 19.-21. febrúar.

Við Fylkismenn erum stoltir af okkar fulltrúa og óskum Lilju góðs gengis á æfingunum.

Lilja valin í U17

Lilja Vigdís Davíðsdóttir leikmaður Fylkis hefur verið valin á úrtaksæfingar U17 ára landsliðs kvenna.

Æfingarnar fara fram helgina, 19.-21. febrúar.

Við Fylkismenn erum stoltir af okkar fulltrúa og óskum Lilju góðs gengis á æfingunum.

FRÁBÆR SIGUR FYLKISSTELPNA Í GÆR

Fylkisstelpur sigruðu KR í gær í undanúrslitum Reykjarvíkurmótsins.

Leikurinn fór 3-1.

Fylkisstelpur byrjuðu leikinn betur og voru mun betri allann leikinn en þrátt fyrir það komst KR yfir rétt fyrir leikhlé. Stelpurnar í Fylki komu enn sterkari til leiks í síðari hálfleik og settu 3 góð mörk en það voru þær Ruth og Berglind sem skoruðu mörk Fylkis, Ruth 1 og Berglind með 2.

Minnum á úrslitaleikinn í mótinu:

fim. 25. feb. 16 21:00 Fylkir - Valur Egilshöll

LEIKUR Í KVÖLD - VALDAR Í A-LANDSLIÐ KVENNA

Kvennalið Fylkis spilar í kvöld þriðjudaginn 9.febr í undanúrslitum Reykjarvíkurmótsins.

FYLKIR - KR 

18:45 

Egilshöll

Mætum og styðjum stelpurnar okkar til sigurs.

Tveir leikmenn kvennaliðsins voru valdar til að spila leik gegn Póllandi föstudaginn 12.febrúar í Póllandi.

Þetta eru þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem hefur verið í liðinu undanfarið og svo er það nýliðin Eva Núra Abrahamsdóttir.


Villa
  • Error loading feed data