Úrslitaleikur Reykjavíkurmóts !

Það verða Valur og Fylkir sem mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna og fer leikurinn fram í Egilshöll, mánudaginn 24. febrúar kl. 19:00.  Þetta varð ljóst eftir undanúrslitaleiki gærkvöldsins þar sem Valur lagði KR, 4 - 1 og Fylkir hafði betur gegn Fjölni, 3 - 1.

Heiðursgestir KRR á úrslitaleiknum verða þær Guðrún Hjartardóttir, fyrrverandi formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Fylki til margra ára, og Kristbjörg Ingadóttir, fyrrum leikmaður og meistaraflokksráðskona hjá Val.  Munu þær heilsa upp á leikmenn fyrir leik og afhenda verðlaun að leik loknum.

Við hvetjum allt knattspyrnuáhugafólk til þess að fjölmenna í Egilshöllina á mánudaginn og sjá bikar fara á loft.

Góugleðin á laugardagskvöldið!

Ekki missa af Góugleðinni - kvennakvöldi Fylkis, sem haldið er á laugardaginn kemur 15. febrúar! 

Húsið opnar kl. 19 - fordrykkur - glæsilegur matseðill

Páll Óskar diskókóngur - Siggi Hlö diskósmellur - Ólöf Kristín söngstjarna

Veislustjórn: Anna Ósk Kolbeinsdóttir

Þau gerast ekki skemmtilegri kvennakvöldin, tryggðu þér miða í Fylkishöll og drífðu fleiri með þér!

Kvennakvöld Fylkis verður 15. febrúar

Hið árlega Kvennakvöld Fylkis, Góugleði verður laugardaginn 15. febrúar.

 

Húsið opnar kl. 19 

Þema : Diskó

Verð : 6500

Borðhald hefst stundvíslega kl. 20.

Miðasalan hefst  þriðjudaginn  11 febr.

Hægt er að panta borð með því að senda tölvupóst á Margréti á netfangið  This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Leikmannakynning á föstudag

Leikmannakynning knattspyrnudeildar Fylkis fer fram næsta föstudag 29. apríl kl. 19:00 í Fylkishöll.  Kynntir verða leikmenn meistaraflokks karla og kvenna sem munu spila fyrir félagið í sumar.  Kvöldið hefst reyndar á grillveislu.   Kostar 1000 fyrir fullorðna og frítt fyrir börn.

Tap í Firðinum

Fylkir og FH áttust við í kvöld í pepsi-deild karla og var leikið í Hafnarfirðinum.  Fyrir leikinn var ljóst að það var mjög mikilvægt að sækja stig í Fjörðinn þar sem það er stutt í fallsæti.