Góður liðstyrkur - Berglind í Fylki

 
Góður liðstyrkur í Árbæinn
Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skrifað undir samning við Fylki. 
 
Berglind sem er fædd 1992 hefur spilað með Breiðablik undanfarin ár en hefur einnig spilað með ÍBV. Hún hefur spilað 116 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 58 mörk. Berglind hefur spilað 7 A landsleikir. Yngri landsleikir Berglindar eru 38 og skoraði hún 28 mörk í þeim. 
 
Það eru gleðifréttir að Berglind hafi ákveðið að ganga til liðs við Fylki og bjóðum við hana velkomna.
 
Myndir teknar af Einari Ásgeirssyni.
Mynd 1 Berglind ásamt Ásgeiri Ásgeirssyni formanni Fylkis og þjálfurunum Jörundi og Þóru.
Mynd 2 Berglind ásamt Jörundi Áka þjálfara Fylkis.

Reynir Haraldsson til Fylkis

Reynir Haraldsson 19 ára vinstri bakvörður skrifaði rétt í þessu undir þriggja ára samning við Fylki. Reynir hefur  þrátt fyrir ungan aldur leikið 29 deildarleiki og 4 bikarleiki fyrir uppeldisfélag sitt ÍR og skorað í þeim tvö mörk. Þá á hann að baki fjóra landsleiki fyrir U-17 ára landslið Íslands. Knattspyrnudeild Fylkis býður Reyni velkominn til félagsins.

Rut Kristjánsdóttir framlengir

Rut Kristjánsdóttir sem er fædd 1993 hefur framlengt samning sinn hjá Fylki um 2 ár. 

Rut sem er miðjumaður er uppalin hjá félaginu. 

Hún hefur spilað 77 deildarleiki og skorað í þeim 13 mörk. 

Rut spilaði 5 leiki með U-17 ára landsliðinu og skoraði í þeim 5 mörk.

Ólína í Fylki - mikill liðsstyrkur

Mikill liðsstyrkur í Árbæinn

 
Ólína G Viðarsdóttir skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Fylki. Þetta er gríðarlega mikill liðsstyrkur fyrir Félagið. Ólína hefur spilað 70 A landsleik og skorað í þeim 2 mörk, 17 leiki með u-21 árs liðinu og 4 leiki með u-17. 
 
Ólína var atvinnumaður í nokkur ár í Svíþjóð og Englandi. Á Íslandi hefur hún spilað með Grindavík, Breiðablik, KR og nú síðast Val, alls153 leiki og skorað í þeim 41 mark.
 
Við bjóðum Ólínu velkomna í Fylki. Stefnan er að fá fleiri öfluga leikmenn í Árbæinn.
 
 

FYLKIR - ÞÓR/KA mánudaginn 22. september kl. 17:15.

Mánudaginn 22. september kl. 17:15 mun meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu spila síðasta heimaleik sinn á tímabilinu. Þá mæta stelpurnar Þór/KA en liðin berjast um 3. sæti deildarinnar. Það er von allra í kringum stelpurnar í meistaraflokknum að sem flestir sjái sér fært að mæta á leikinn á mánudag.

ÁFRAM FYLKIR!

 

 

FYLKIR bikarmeistari í 3. flokki

Lið Fylkis tryggði sér bikarmeistaratitil í 3.flokki kvenna í æsipennandi viðureign við Breiðablik síðastliðinn laugardag. Fylkisliðið hóf leikinn af miklum krafti og skoruðu fyrsta mark leiksins á 28. mínútu og stóðu leikar þannig þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik.