Flottur sigur hjá Fylkisstelpum í dag.

Fylkisstelpur með sigur í dag í Inkasso deildinni.
Sindri 0 - Fylkir 6
Mörkin: Þóra Kristín 3, Bryndís 2 og Berglind 1.
Við mætum ÖLL á síðasta leikinn hjá stelpunum á næsta föstudag. 
Mætum í ORANGE og styðjum stelpurnar okkar til sigurs. 
Með sigri í leiknum vinna stelpurnar deildina.
ENTERPRISE LEIKURINN 
Fylkir - Fjölnir
Föstudagur kl 18:00 
FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA
 

Nóg að gera á Floridanavellinum.

ALLIR Á VÖLLINN.

Minnum á leikinn í kvöld:
PEPSÍDEILD KARLA
KIA LEIKURINN
Fylkir - Grindavík
kl 18:00

Svo er líka skyldumæting á leikinn á miðvikudag hjá stelpunum:
INKASSODEILD KVENNA
KIA LEIKURINN
Fylkir - ÍR
kl 18:00

Okkur langar að óska Aroni Snæ Friðrikssyni til lukku með sæti í 21.árs landsliðinu, gengi þér vel Aron :)

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Spennandi dagar framundan.

Það er spennandi leikir framundan hjá meistaraflokkum félagsins í fótbolta.

Pepsídeild karla - ORKU LEIKURINN
Sunnudagur 19.8.2018 kl 18:00
Fylkir - FH

Inkassodeild kvenna
Mánudagur 20.8.2018 kl 19:15
Fylkir - Keflavík

Mætum í ORANGE og styðjum okkar lið.

FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

Leikur Fylkis og Vals verður í Egilshöll á mánudaginn

Kæru Fylkismenn, leikur Fylkis og Vals í pepsi deild karla sem til stóð að spila á nýjum Floridanavelli fer fram í Egilshöll á mánudaginn næsta 30.júlí kl. 19:15.   Þrátt fyrir að framkvæmdirnar gangi vel næst því miður ekki að klára allt fyrir mánudaginn en gert er ráð fyrir að allt sem tengist vellinum sjálfum klárist í næstu viku.  Eins og sést á meðfylgjandi mynd er verkið langt komið og fara næstu dagar í að setja línur og innfyllingu í völlinn. Félagið reyndi að fresta leiknum en vegna þátttöku Vals í Evrópukeppninni tókst ekki að finna nýjan tíma fyrir leikinn.  Ásamt framkvæmdum við völlinn sjálfan hefur félagið verið að vinna að því að fullklára rýmin í stúkunni og hefur það gengið vel.  Búið er að fullklára klósettrýmin og bæta aðstöðuna verulega í veitingasölunni.  Einnig er búið að klæða stúkuna að innan, setja nýjar hurðir og svo er aðstaðan fyrir fatlaða áhorfendur nánast klár. 

Þrátt fyrir að vonbrigðin séu mikil með seinkun framkvæmdanna þá er það mikill léttir að sjá fyrir endan á þessu og að það styttist í að við getum farið að nota þessa frábæru aðstöðu.  Það eru frábærir tíma framundan í Árbænum.

Vil þakka stuðningsmönnum Fylkis fyrir stuðningin í sumar og þolinmæðina vegna þessarar seinkunar.  Sjáumst vonandi sem flest í Egilshöllinni á mánudaginn kl. 19:15. 

Svo að lokum vil ég minnast á okkar frábæra kvennalið sem er að gera frábæra hluti í Inkasso deildinni og er í baráttu um að komast aftur í pepsi deildina þar sem þær eiga svo sannarlega heima.  Þær fóru einnig alla leið í undanúrslit í bikarkeppninni en fellu þar út fyrir sterku liði Stjörnunnar.  Næsti leikur hjá þeim er heimaleikur á miðvikudaginn 1.ágúst kl. 18 á móti Hömrunum.  Mætum og styðjum stelpurnar, þær eiga það skilið.

Áfram Fylkir!!

Hörður Guðjónsson, framkvæmdarstjóri

vollur


Villa
  • Error loading feed data