Kvennakvöld Fylkis verður 15. febrúar

Hið árlega Kvennakvöld Fylkis, Góugleði verður laugardaginn 15. febrúar.

 

Húsið opnar kl. 19 

Þema : Diskó

Verð : 6500

Borðhald hefst stundvíslega kl. 20.

Miðasalan hefst  þriðjudaginn  11 febr.

Hægt er að panta borð með því að senda tölvupóst á Margréti á netfangið  This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Leikmannakynning á föstudag

Leikmannakynning knattspyrnudeildar Fylkis fer fram næsta föstudag 29. apríl kl. 19:00 í Fylkishöll.  Kynntir verða leikmenn meistaraflokks karla og kvenna sem munu spila fyrir félagið í sumar.  Kvöldið hefst reyndar á grillveislu.   Kostar 1000 fyrir fullorðna og frítt fyrir börn.

Tap í Firðinum

Fylkir og FH áttust við í kvöld í pepsi-deild karla og var leikið í Hafnarfirðinum.  Fyrir leikinn var ljóst að það var mjög mikilvægt að sækja stig í Fjörðinn þar sem það er stutt í fallsæti.

Ólafur Stígsson: Maður stefnir aldrei á sjötta sæti

Af fotbolti.net
,,Ég held að þetta sé bara eðlilegt, við erum bara með þannig lið og hin liðin fyrir ofan okkur eru að styrkja sig meira en við og teljast því sterkari," sagði Ólafur Ingi Stígsson fyrirliði Fylkis í samtali við Fótbolta.net en hans mönnum er spáð 6. sæti í Landsbankadeild karla í sumar af sérfræðingum Fótbolta.net.