FYLKIR - ÞÓR/KA mánudaginn 22. september kl. 17:15.

Mánudaginn 22. september kl. 17:15 mun meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu spila síðasta heimaleik sinn á tímabilinu. Þá mæta stelpurnar Þór/KA en liðin berjast um 3. sæti deildarinnar. Það er von allra í kringum stelpurnar í meistaraflokknum að sem flestir sjái sér fært að mæta á leikinn á mánudag.

ÁFRAM FYLKIR!

 

 

FYLKIR bikarmeistari í 3. flokki

Lið Fylkis tryggði sér bikarmeistaratitil í 3.flokki kvenna í æsipennandi viðureign við Breiðablik síðastliðinn laugardag. Fylkisliðið hóf leikinn af miklum krafti og skoruðu fyrsta mark leiksins á 28. mínútu og stóðu leikar þannig þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik.

Óskum eftir gæslufólki

Stjórn knattspyrnudeildar óskar eftir sjálfboðaliðum til að stækka enn frekar hóp þeirra sjálfboðaliða sem koma að gæslumálum. Í starfinu felst að standa öryggisvaktir á fyrir og á meðan leik stendur. Áhugasamir er beðnir um að hafa samband við This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Með von um góðar undirtektir,

Gæslukveðja, Árni og Stefán.

 

gaesla

Óskað eftir Grillmeisturum

Stjórn knattspyrnudeildar óskar eftir sjálfboðaliðum til að taka að sér umsjón á grilli. Verkefnið er að undirbúa og grilla hamborgara á heimaleikjum karla og völdum kvennaleikjum, það vantar ekki mannskap til að grilla heldur meira að skipuleggja grillið. Við vitum að það leynast alvörur grillmeistarar víða í Árbænum sem hafa gaman af því að skipuleggja alvöru hamborgaraveislu.

FYLKIR - ÍBV

Miðvikudaginn 6. ágúst er stórleikur á Fylkisvelli en þá mætast Fylkir og ÍBV í Pepsideild karla kl. 18:00.

Strákarnir ætla að leggja allt í sölurnar og stefnir því í hörkuskemmtilegan leik.

FYLKIR - FH PEPSIDEILD KARLA

Sunnudaginn 27. júlí fer fram stórleikur á Fylkisvelli þegar Fylkir fær FH í heimsókn í Pepsideild karla kl. 19:15. FH hefur spilaði vel bæði í deild og evrópukeppni og er því verkefnið spennandi fyrir strákana. Þeir ætla að gefa allt í leikinn og vonast eftir þínum stuðningi.

ALLIR Á VÖLLINN!!!

ÁFRAM FYLKIR!!!!!

 

lidsmyndstjarnan


Villa
  • Error loading feed data