Fylkisstúlkur í hæfileikamótun og á úrtökumóti

Þann 13. ágúst síðastliðinn fór fram æfing í hæfileikamótun KSÍ en í þetta skiptið valdi Halldór Björnsson stúlkur fæddar árið 2002. Fylkir átti þrjá fulltrúa á æfingunni en þær voru Freyja Aradóttir, Ída Marín Hermannsdóttir og Sigrún Arna Þorvarðardóttir.

Við Fylkismenn áttum einnig fulltrúa á úrtökumóti KSÍ sem fram fór 12.-14. ágúst á Laugarvatni en Þóra Kristín Hreggviðsdóttir fór fyrir hönd Fylkis. Brigita Morkute var einnig valin en hún gat ekki tekið þátt þar sem hún var erlendis á sama tíma.

Um liðna helgi fór svo fram hæfileikamót fyrir stúlkur fæddar 2002 og seinna og þar áttum við Fylkismenn fjóra fulltrúa, þær Freyju Aradóttur, Jenný Rebekku Jónsdóttur, Ídu Marín Hermannsdóttur og Sigrúnu Örnu Þorvarðardóttur.

Við Fylkismenn erum stoltir af okkar stúlkum.

Áfram Fylkir!

 

Þóra


Villa
  • Error loading feed data