Og áfram höldum við...

Það er spilað þétt þessa daga hjá báðum meistaraflokkum félagsins.

Það hefur verið flott mæting á leikina í sumar bæði á heima og útivelli.

Dagskrá næstu dag:
Mið. 31. maí 18:00 Borgunarbikar karla Nesfisk-völlurinn Víðir - Fylkir

Fös. 02. jún 19:15 Borgunarbikar kvenna Sauðárkróksvöllur 
Tindastóll - Fylkir

Mán. 05. jún 18:00 Inkasso-deildin Floridana völlurinn 
Fylkir- Leiknir R.

Allir á völlinn - Áfram Fylkir

FYLKIR - ÁRBÆJARINS BESTA

STELPURNAR MEÐ LEIK Á NIÐVIKUDAG - FRÍAR RÚTUFERÐIR Í KÓRINN NÆSTU HELGI, SKRÁNING HAFIN

Fylkir verður 50 ára næsta sunnudag.

Það er leikir hjá stelpunum á móti KR á Floridanavellinum kl 14:00
Eftir leikinn verða grillaðar pylsur og svo er leikur hjá strákunum í Kórnum á móti HK kl 17:00
Félagið ásamt Skybus hefur ákveðið að bjóða upp á fríar rútuferðir í Kórinn og til baka eftir leik, ef skráning verður góð.

Ef þú hefur áhuga að fara með rútu frá Fylkishöll á sunnudaginn þá sendir þú póst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og bókar þig. Koma svo.....það væri frábært að mæta saman á völlinn.
Við látum svo vita tímanlega hvort við áhugi sé fyrir þessu hjá stuðningsmönnum.

En fyrst mætum við á völlinn á miðvikudag hjá stelpunum.
Fylkir - Haukar
Miðvikudagur kl 19:15

ORANGE úlpurnar eru komnar. Allir sem hafa pantað úlpu geta fengið afhenta hjá Haffa í Fylkishöll.

Þrír valdir í Reykjavíkurúrvalið

Daníel Hlynsson, Óskar Borgþórsson og Mikael G. Ólafsson leikmenn Fylkis hafa verið valdir í lokahóp Reykjavíkurúrvalsins til að keppa fyrir hönd Reykjavíkur í Norðurlandamóti höfuðborga dagana 28.maí – 2. Júní.

Þeir eru í hópi 15 drengja sem valdir hafa verið til að taka þátt fyrir hönd Reykjavíkur í  Norðurlandamóti höfuðborga dagana 28.maí – 2.júní en mótið fer fram í Osló.

Reykjavík mun senda lið í keppni knattspyrnu strákana en Íþróttabandalag Reykjavíkur heldur utan um verkefnið.

Þjálfari liðsins er Valdimar Stefánsson

Við óskum drengjunum til hamingju með valið og vitum að þeir verða stolt Fylkis á erlendri grundu.

myndoskarofl

BORGUNARBIKAR - ALLIR Á VÖLLINN

BORGUNARBIKARINN

Miðvikudagur 17.maí
Fylkir - Breiðablik

Floridanavöllurinn
kl 19:15
Burger og gos á frábæru verði.

ATH árskort gilda ekki á bikarleiki.

FYLKIR - ÁRBÆJARINS BESTA

 

Breiðablik-Fylkir í kvöld!

Fylkir heimsækir Breiðablik í pepsi deildinni í kvöld mánudaginn 1.maí.  Leikurinn er sem sagt á Kópavogsvelli og hefst kl. 19:15.   Hvetjum alla Fylkismenn til að gera sér ferð í Kópavoginn í kvöld til að styðja stelpurnar okkar.  Áfram Fylkir !!

34387539461 ddec58ee55 z