Orri Hrafn til Heerenveen

Orri Hrafn Kjartansson leikmaður Fylkis hefur verið seldur til Sc Heerenveen í Hollandi, samningur Orra er til 3ja ára. 

Orri sem er fæddur 2002 er uppalinn í Fylki skrifaði undir samning við Fylki nýlega en nú fer hann og reynir fyrir sér erlendis.

Orri spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik á afmælisdegi sínum 5.febrúar þegar hann kom inná í Reykjavíkurmótinu á þessu ári. Orri á einnig leiki með yngri landsliðum.

37702966 1828973720529886 1352440108648759296 o

Við óskum Orra góðs gengis og hlökkum til að fylgjast með honum og sjá hann aftur í ORANGE í framtíðinni.

Leikir framundan

 Meistaraflokks leikir í kvöld og á mánudag.

 
Upphitun á Blásteinn -110 Matbar - 
 
FYLKIR - SINDRI
INKASSO KVENNA 
FYLKISVÖLLUR 
FÖSTUDAGUR KL 19:15 
 
FYLKIR -KR
PEPSÍDEILD KARLA 
EGILSHÖLL
MÁNUDAG KL 19:15
 
ÍR-FYLKIR
INKASSO KVENNA
HERTZ VÖLLURINN 
MÁNUDAG KL 19:15 
FYLKIR ÁRBÆJARINS BESTA

 

Frábær árangur U-16 kvenna í fótbolta.

Frábær árangur U-16 kvenna í fótbolta.

Þær Bryndís Arna Níelsdóttir og Ída Marín Hermannsdóttir úr Fylki voru að klára verkefni með U-16 ára landsliðinu en þær enduðu í 3ja sæti eftir að hafa sigrað Holland á opnu Norðurlandamóti.

Íslenska liðið vann sterkar þjóðir eins og Þýskaland, England og Holland en það eru allt gestaþjóðir á þessu móti.

Ída Marín hafði áður spilað landleiki en Bryndís spilaði sína fyrstu landsleiki í þessari ferð.

Til hamingju með árangurinn stelpur.


Villa
  • Error loading feed data