Flottir Fylkismenn í landslið.

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Englandi í vináttulandsleik 10. Júní.

Tveir Fylkismenn voru valdir í verkefnið:
Aron Snær Friðriksson 
 Orri Sveinn Stefánsson

Til hamingju með valið og gangi ykkur vel.

FYLKIR – ÁRBÆJARINS BESTA

RÚTUFERÐ Í KVÖLD

ATH - NOKKUR LAUS SÆTI Í RÚTU.
FER KL 16.45 FRÁ FYLKISHÖLL.
VERÐ 2.000 (Koma með í peningum)
Skráning 897-9295

Minnum á bikarleikinn hjá strákunum í kvöld.

Víðir - Fylkir
kl 18.00
Nesfisk-völlurinn

FYLKIR - ÁRBÆJARINS BESTA

Fylkir er frábært félag - Takk fyrir okkur

Okkur langar að þakka öllum sem komu og tóku þátt í 50 ára afmælisveislu félagsins.
Þetta var frábær dagur og gaman að sjá allt þetta fólk sem lét sjá sig.
Árbæjarhlaupið gekk vel og er vonandi komið til að vera og fimleikasýningin var mögnuð.
Það voru örugglega vel yfir þúsund manns í húsinu þegar afmæliskaffið hófst.
Meistaraflokkur kvenna í fótboltanum náði því miður ekki að vinna sinn leik en það var fín mæting á völlin og margir nutu þess að fá sér pylsu í boði félagsins eftir leik.
Eftir pylsuveisluna þá var það Kórinn en þar sigruðu Strákarnir í fótboltanum HK sannfærandi 3-0.
Við viljum þakka öllum sjálfboðaliðum og starfsfólki félagins fyrir frábært starf í kringum afmælið.
Framtíð Fylkis er björt.
FYLKIR - ÁRBÆJARINS BESTA
Fylkiskveðja
Árni Jónsson

Og áfram höldum við...

Það er spilað þétt þessa daga hjá báðum meistaraflokkum félagsins.

Það hefur verið flott mæting á leikina í sumar bæði á heima og útivelli.

Dagskrá næstu dag:
Mið. 31. maí 18:00 Borgunarbikar karla Nesfisk-völlurinn Víðir - Fylkir

Fös. 02. jún 19:15 Borgunarbikar kvenna Sauðárkróksvöllur 
Tindastóll - Fylkir

Mán. 05. jún 18:00 Inkasso-deildin Floridana völlurinn 
Fylkir- Leiknir R.

Allir á völlinn - Áfram Fylkir

FYLKIR - ÁRBÆJARINS BESTA